Fótbolti

Hjörtur lék allan leikinn í stórsigri Bröndby

Ísak Hallmundarson skrifar
Hjörtur í hinum fallega gula Bröndby búningi.
Hjörtur í hinum fallega gula Bröndby búningi. getty/Lars Ronbog

Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í vörninni hjá Bröndby þegar liðið sigraði Nordsjælland 4-0 í dönsku úrvalsdeildinni. Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn fyrir AGF í 1-0 tapi fyrir Álaborg.

Simon Tibbling gaf Bröndby forystuna strax á 14. mínútu. Það var hinsvegar Mikael Uhre sem stal senunni en hann skoraði þrennu í leiknum, fyrsta mark hans kom á 19. mínútu og hann bætti síðan tveimur við á 84. og 88. mínútu. 4-0 sigur Bröndby staðreynd og eru Hjörtur og félagar nú í 4. sæti með 51 stig, sex stigum á eftir AGF í þriðja sæti þegar fjórar umferðir eru eftir. 

AGF tapaði einmitt fyrir liði Álaborg á sama tíma en Jón Dagur Þorsteinsson spilaði allan leikinn fyrir AGF. Lokatölur í þeim leik 1-0 þar sem Frederik Borsting gerði eina mark leiksins á 38. mínútu. Nicolai Poulsen, liðsmaður AGF, fékk að líta rauða spjaldið á 51. mínútu og AGF því manni færri í um 40 mínútur. Jón Dagur fékk gult spjald á 79. mínútu. 

AGF eru eins og áður segir í þriðja sætinu, sex stigum á undan Bröndby, en þriðja sætið veitir þátttökurétt í Evrópudeildinni. Álaborg er í fimmta sæti, níu stigum á eftir AGF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×