Ætla að skima fimm hundruð farþega Norrænu áður en til hafnar er komið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2020 15:30 Norræna við hafnarbakkann á Seyðisfirði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Von er á Norrænu til Seyðisfjarðar á morgun með um 750 farþega. Tíu manna sýnatökuteymi er komið til Færeyja með það að markmiði að ljúka skimun áður en til hafnar er komið á Seyðisfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn á Austurlandi vegna Covid-19. Þar segir að tíu manna teymi starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Austurlands, auk tæknimanna, muni fara um borð í Norrænu og skima um 500 farþega fyrir kórónuveirunni. Skimun hefst tuttugu og fjórum sjómílum undan strönd landsins og standa vonir til að henni verði lokið áður en til hafnar kemur að því er fram kemur í tilkynningunni. Um 750 manns eru um borð í skipinu en þeir sem dvalið hafa í Færeyjum, á Grænlandi eða Íslandi síðustu fjórtán daga eða eru fæddir árið 2005 eða síðar þurfa ekki í sýnatöku. Í tilkynningunni er árétta að allir farþegar fái allir ítarlegar leiðbeiningar um það hvernig beri að haga sér þegar í land er komið og þá sér í lagi áður en niðurstöður sýnatöku liggja fyrir, að jafnaði innan við sólarhring eftir komu. Mælst sé til að þeir fari varlega, haldi kyrru fyrir á heimili eða áfangastað, haldi hæfilegri fjarlægð frá öðru fólki, forðist snertingu eins og faðmlög og handabönd auk þess sem hvatt er til reglulegs handþvottar. Ekki eru þó gerðar athugasemdir við að þeir fari til að mynda í verslanir og kaupi nauðsynjar enda gæti þeir að fjarlægðarmörkum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Norræna Seyðisfjörður Tengdar fréttir Smitið sem greindist í Norrænu er gamalt Eftir að Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði síðasta fimmtudag reyndust tveir farþega smitaðir af kórónuveirunni. Annað smitanna hafði greinst í Danmörku og var farþeginn því í einangrun alla leið til Íslands. 6. júlí 2020 18:25 Sýnatakan kláruð þrátt fyrir skamman tíma: „Það verður bara að hafa það að skipið tefst“ Norræna lagðist að bryggju á Seyðisfirði í dag með yfir fjögur hundruð farþega sem þurftu að gangast undir skimun fyrir kórónuveirunni. 2. júlí 2020 12:17 Seyðfirðingar afslappaðir vegna komu ferðamanna með Norrænu Bæjarstjóri Seyðisfjarðar segir heimamenn afslappaða gagnvart komu erlendra ferðamanna til bæjarins. Norræna lagðist að bryggju í morgun og gengur skimun vegna kórónuveirunnar vel. 23. júní 2020 13:08 Skortur á forskráningu farþega tafði skimanir í Norrænu Alls komu um 150 farþegar með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun, af þeim fóru um 80 farþegar í skimun en hinir farþegarnir eru Færeyingar, sem þurfa ekki að fara í skimun. 16. júní 2020 13:27 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Von er á Norrænu til Seyðisfjarðar á morgun með um 750 farþega. Tíu manna sýnatökuteymi er komið til Færeyja með það að markmiði að ljúka skimun áður en til hafnar er komið á Seyðisfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn á Austurlandi vegna Covid-19. Þar segir að tíu manna teymi starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Austurlands, auk tæknimanna, muni fara um borð í Norrænu og skima um 500 farþega fyrir kórónuveirunni. Skimun hefst tuttugu og fjórum sjómílum undan strönd landsins og standa vonir til að henni verði lokið áður en til hafnar kemur að því er fram kemur í tilkynningunni. Um 750 manns eru um borð í skipinu en þeir sem dvalið hafa í Færeyjum, á Grænlandi eða Íslandi síðustu fjórtán daga eða eru fæddir árið 2005 eða síðar þurfa ekki í sýnatöku. Í tilkynningunni er árétta að allir farþegar fái allir ítarlegar leiðbeiningar um það hvernig beri að haga sér þegar í land er komið og þá sér í lagi áður en niðurstöður sýnatöku liggja fyrir, að jafnaði innan við sólarhring eftir komu. Mælst sé til að þeir fari varlega, haldi kyrru fyrir á heimili eða áfangastað, haldi hæfilegri fjarlægð frá öðru fólki, forðist snertingu eins og faðmlög og handabönd auk þess sem hvatt er til reglulegs handþvottar. Ekki eru þó gerðar athugasemdir við að þeir fari til að mynda í verslanir og kaupi nauðsynjar enda gæti þeir að fjarlægðarmörkum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Norræna Seyðisfjörður Tengdar fréttir Smitið sem greindist í Norrænu er gamalt Eftir að Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði síðasta fimmtudag reyndust tveir farþega smitaðir af kórónuveirunni. Annað smitanna hafði greinst í Danmörku og var farþeginn því í einangrun alla leið til Íslands. 6. júlí 2020 18:25 Sýnatakan kláruð þrátt fyrir skamman tíma: „Það verður bara að hafa það að skipið tefst“ Norræna lagðist að bryggju á Seyðisfirði í dag með yfir fjögur hundruð farþega sem þurftu að gangast undir skimun fyrir kórónuveirunni. 2. júlí 2020 12:17 Seyðfirðingar afslappaðir vegna komu ferðamanna með Norrænu Bæjarstjóri Seyðisfjarðar segir heimamenn afslappaða gagnvart komu erlendra ferðamanna til bæjarins. Norræna lagðist að bryggju í morgun og gengur skimun vegna kórónuveirunnar vel. 23. júní 2020 13:08 Skortur á forskráningu farþega tafði skimanir í Norrænu Alls komu um 150 farþegar með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun, af þeim fóru um 80 farþegar í skimun en hinir farþegarnir eru Færeyingar, sem þurfa ekki að fara í skimun. 16. júní 2020 13:27 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Smitið sem greindist í Norrænu er gamalt Eftir að Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði síðasta fimmtudag reyndust tveir farþega smitaðir af kórónuveirunni. Annað smitanna hafði greinst í Danmörku og var farþeginn því í einangrun alla leið til Íslands. 6. júlí 2020 18:25
Sýnatakan kláruð þrátt fyrir skamman tíma: „Það verður bara að hafa það að skipið tefst“ Norræna lagðist að bryggju á Seyðisfirði í dag með yfir fjögur hundruð farþega sem þurftu að gangast undir skimun fyrir kórónuveirunni. 2. júlí 2020 12:17
Seyðfirðingar afslappaðir vegna komu ferðamanna með Norrænu Bæjarstjóri Seyðisfjarðar segir heimamenn afslappaða gagnvart komu erlendra ferðamanna til bæjarins. Norræna lagðist að bryggju í morgun og gengur skimun vegna kórónuveirunnar vel. 23. júní 2020 13:08
Skortur á forskráningu farþega tafði skimanir í Norrænu Alls komu um 150 farþegar með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun, af þeim fóru um 80 farþegar í skimun en hinir farþegarnir eru Færeyingar, sem þurfa ekki að fara í skimun. 16. júní 2020 13:27