Fjárfestir Klopp í Thiago gegn sannfæringu sinni? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2020 13:00 Er Thiago á leið í ensku úrvalsdeildina? EPA-EFE/ANDREAS SCHAAD Það virðist sem vera Thiago Alcântara hjá þýska stórliðinu Bayern Munich sé á enda. Þessi 29 ára gamli miðjumaður vill yfirgefa herbúðir Bæjara og færa sig yfir í ensku úrvalsdeildina. Samkvæmt Melissu Reddy hjá The Independent vill þessi magnaði miðjumaður helst ganga til liðs við Englandsmeistara Liverpool. Jürgen Norbert Klopp, þjálfari Liverpool, hefur verið aðdáandi Thiago síðan hann þjálfaði Borussia Dortmund. Hann telur leikmanninn búa yfir miklum gæðum og jafnvel hæfileikum sem miðjumenn hans búa ekki yfir. Það þýðir þó ekki endilega að Klopp vilji fjárfesta í leikmanninum. Thiago hefur verið í herbúðum Bayern frá árinu 2013 en þar áður lék hann með spænska stórliðinu Barcelona. Eflaust myndi Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, ekki segja nei ef leikmaðurinn vildi koma þangað en það virðist sem miðjumaðurinn vilji leika undir stjórn Klopp í ensku úrvalsdeildinni. Thiago gæti hafa spurt Philippe Coutinho um Klopp og Liverpool.EPA-EFE/ALEXANDER HASSENSTEIN Í raun færu kaup á Thiago – sem myndi kosta Liverpool í kringum 30 milljónir punda – gegn kaupstefnu Englandsmeistaranna. Félagið vill helst kaupa yngri leikmenn sem mögulega er hægt að selja aftur síðar. Það virðist taka tíma fyrir miðjumenn að átta sig á hvað Klopp vill fá frá þeim. Til að mynda byrjaði Fabinho ekki leik fyrir Liverpool fyrr en í október árið 2018 eftir að hafa gengið til liðs við félagið sama sumar. Hann er svo í dag einn af betri varnartengiliðum í heimi. Meiðslatíðni Thiago er annað sem gæti fælt Liverpool frá. Thiago hefur nær aldrei spilað heila leiktíð án þess að meiðast. Ákefðin og hraðinn í ensku úrvalsdeildinni gæti því hentað honum illa. Spánverjinn er samt langbesti miðjumaðurinn – og líklega leikmaðurinn – sem Liverpool gæti fengið á viðráðanlegu verði í sumar. Þessum mögulegu félagaskiptum hefur verið líkt við það þegar Sir Alex Ferguson keypti Robin van Persie á tombóluverði frá Arsenal. Ferguson ætlaði sér ekki að fjárfesta í fleiri leikmönnum það sumarið en þegar Van Persie var til sölu var svarið einfalt: Robin van Persie reyndist Manchester United mikill happafengur.EPA/PETER POWELL „Þú getur ekki sagt nei við þessum leikmanni.“ Það er spurning hvort það sama verðu upp á teningnum hjá Klopp. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira
Það virðist sem vera Thiago Alcântara hjá þýska stórliðinu Bayern Munich sé á enda. Þessi 29 ára gamli miðjumaður vill yfirgefa herbúðir Bæjara og færa sig yfir í ensku úrvalsdeildina. Samkvæmt Melissu Reddy hjá The Independent vill þessi magnaði miðjumaður helst ganga til liðs við Englandsmeistara Liverpool. Jürgen Norbert Klopp, þjálfari Liverpool, hefur verið aðdáandi Thiago síðan hann þjálfaði Borussia Dortmund. Hann telur leikmanninn búa yfir miklum gæðum og jafnvel hæfileikum sem miðjumenn hans búa ekki yfir. Það þýðir þó ekki endilega að Klopp vilji fjárfesta í leikmanninum. Thiago hefur verið í herbúðum Bayern frá árinu 2013 en þar áður lék hann með spænska stórliðinu Barcelona. Eflaust myndi Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, ekki segja nei ef leikmaðurinn vildi koma þangað en það virðist sem miðjumaðurinn vilji leika undir stjórn Klopp í ensku úrvalsdeildinni. Thiago gæti hafa spurt Philippe Coutinho um Klopp og Liverpool.EPA-EFE/ALEXANDER HASSENSTEIN Í raun færu kaup á Thiago – sem myndi kosta Liverpool í kringum 30 milljónir punda – gegn kaupstefnu Englandsmeistaranna. Félagið vill helst kaupa yngri leikmenn sem mögulega er hægt að selja aftur síðar. Það virðist taka tíma fyrir miðjumenn að átta sig á hvað Klopp vill fá frá þeim. Til að mynda byrjaði Fabinho ekki leik fyrir Liverpool fyrr en í október árið 2018 eftir að hafa gengið til liðs við félagið sama sumar. Hann er svo í dag einn af betri varnartengiliðum í heimi. Meiðslatíðni Thiago er annað sem gæti fælt Liverpool frá. Thiago hefur nær aldrei spilað heila leiktíð án þess að meiðast. Ákefðin og hraðinn í ensku úrvalsdeildinni gæti því hentað honum illa. Spánverjinn er samt langbesti miðjumaðurinn – og líklega leikmaðurinn – sem Liverpool gæti fengið á viðráðanlegu verði í sumar. Þessum mögulegu félagaskiptum hefur verið líkt við það þegar Sir Alex Ferguson keypti Robin van Persie á tombóluverði frá Arsenal. Ferguson ætlaði sér ekki að fjárfesta í fleiri leikmönnum það sumarið en þegar Van Persie var til sölu var svarið einfalt: Robin van Persie reyndist Manchester United mikill happafengur.EPA/PETER POWELL „Þú getur ekki sagt nei við þessum leikmanni.“ Það er spurning hvort það sama verðu upp á teningnum hjá Klopp.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira