Enginn niðurskurður á heimsleikunum í ár Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júlí 2020 08:30 Dave Castro er vinsæll innan CrossFit. mynd/morningchalkup Dave Castro, framkvæmdarstjóri CrossFit, mætti á dögunum í hlaðvarpið Talking Elite Fitness þar sem hann ræddi m.a. um heimsleikana í ár sem og forkeppnina fyrir leikana sem honum finnst of flókin. Það verður mikið lagt upp úr hreinlæti á heimsleikunum í ár vegna kórónuveirufaraldursins en þeim hefur verið seinkað fram í september hið fyrsta og skorið niður í einungis 30 karla og 30 konur. Castro greindi frá því í viðtalinu að keppendum yrði ferjað frá hótelinu á keppnisstað með öllum helstu tilmælum frá sóttvarnaryfirvöldum, með fjarlægð á milli allra og fleira í þeim dúr. Hann segir einnig að hann vilji að keppendurnir á leikunum finni fyrir því hversu erfitt sé að keppa á leikunum og að það verði enginn niðurskurður eins og er venjulega eftir fyrstu dagana. „Í símtali með keppendunum sagði ég þeim að það yrði ekkert skorið niður, því ég vil að þau finni fyrir þessari helgi og sársaukanum,“ sagði Castro en niðurskurðurinn hefur verið umdeildur. Hann sagði að hann vissi ekki hvort að það yrði endanlegt að það yrði enginn niðurskurður en bætti við að honum litist betur á að hafa engan niðurskurð. Einnig ræddi framkvæmdastjórinn um forkeppnina sem hann segir að sé einfaldlega of flókin. „Ég held að við þurfum að hreinsa til í þessu og gera þetta einfaldara og skiljanlegra. Hreinna fyrir áhorfendur og keppendurna sjálfa. Hversu margar leiðir geturðu farið inn á leikana? Of marga.“ „Við erum að finna hraustustu konu og karl í heimi. Það á að vera erfitt að komast hingað og þetta á að vera einstakt,“ sagði Castro. Þau Björgvin Karl Guðmundsson, Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir áttu að keppa í ár en Katrín Tanja dró sig út vegna vandræðanna sem hafa verið innan CrossFit. Óvíst er því hvort hún taki þátt í ár. CrossFit Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Dave Castro, framkvæmdarstjóri CrossFit, mætti á dögunum í hlaðvarpið Talking Elite Fitness þar sem hann ræddi m.a. um heimsleikana í ár sem og forkeppnina fyrir leikana sem honum finnst of flókin. Það verður mikið lagt upp úr hreinlæti á heimsleikunum í ár vegna kórónuveirufaraldursins en þeim hefur verið seinkað fram í september hið fyrsta og skorið niður í einungis 30 karla og 30 konur. Castro greindi frá því í viðtalinu að keppendum yrði ferjað frá hótelinu á keppnisstað með öllum helstu tilmælum frá sóttvarnaryfirvöldum, með fjarlægð á milli allra og fleira í þeim dúr. Hann segir einnig að hann vilji að keppendurnir á leikunum finni fyrir því hversu erfitt sé að keppa á leikunum og að það verði enginn niðurskurður eins og er venjulega eftir fyrstu dagana. „Í símtali með keppendunum sagði ég þeim að það yrði ekkert skorið niður, því ég vil að þau finni fyrir þessari helgi og sársaukanum,“ sagði Castro en niðurskurðurinn hefur verið umdeildur. Hann sagði að hann vissi ekki hvort að það yrði endanlegt að það yrði enginn niðurskurður en bætti við að honum litist betur á að hafa engan niðurskurð. Einnig ræddi framkvæmdastjórinn um forkeppnina sem hann segir að sé einfaldlega of flókin. „Ég held að við þurfum að hreinsa til í þessu og gera þetta einfaldara og skiljanlegra. Hreinna fyrir áhorfendur og keppendurna sjálfa. Hversu margar leiðir geturðu farið inn á leikana? Of marga.“ „Við erum að finna hraustustu konu og karl í heimi. Það á að vera erfitt að komast hingað og þetta á að vera einstakt,“ sagði Castro. Þau Björgvin Karl Guðmundsson, Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir áttu að keppa í ár en Katrín Tanja dró sig út vegna vandræðanna sem hafa verið innan CrossFit. Óvíst er því hvort hún taki þátt í ár.
CrossFit Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira