Chelsea sigraði Palace á útivelli en heldur áfram að leka inn mörkum Ísak Hallmundarson skrifar 7. júlí 2020 19:05 Mjög svo mikilvægur sigur fyrir Chelsea í dag. getty/Sebastian Frej Chelsea vann afar mikilvægan sigur í Meistaradeildarbaráttunni þegar liðið sigraði Crystal Palace 3-2 á Selhurst Park í dag. Oliver Giroud kom Chelsea yfir á 6. mínútu eftir sendingu frá Willian og á 27. mínútu gaf Willian aðra stoðsendingu, í þetta sinn á Christian Pulisic sem skoraði og kom Chelsea í 2-0. Wilfried Zaha skoraði glæsilegt mark á 34. mínútu og minnkaði muninn fyrir Chelsea. Á 71. mínútu skoraði Tammy Abraham sitt fyrsta mark síðan í janúar og kom Chelsea 3-1 yfir en það reyndist skammgóður vermir. Christian Benteke minnkaði muninn fyrir Crystal Palace aðeins mínútu síðar og staðan orðin 3-2. Í uppbótartíma fengu Crystal Palace helling af tækifærum til að jafna og komust hvað næst því í blálokin, þegar varnarmaðurinn Scott Dann átti skalla sem endaði í stönginni. Heppnin var með Chelsea í þetta skiptið og þeir sigldu mikilvægum þremur stigum í hús. Í augnablikinu eru Chelsea í þriðja sæti með 60 stig, tveimur stigum meira en Leicester og fimm stigum meira en Manchester United, sem eiga bæði leik til góða. Palace siglir lygnan sjó í 14. sæti með 42 stig. Annar leikur fór fram á sama tíma þegar Watford sigraði Norwich 2-1 í fallbaráttuslag. Emiliano Buendia kom Kanarífuglunum yfir á 4. mínútu en Craig Dawson jafnaði fyrir Watford á 10. mínútu. Staðan 1-1 í hálfleik. Það var síðan engin annar en Danny Welbeck sem skoraði sigurmark leiksins á 55. mínútu, en þetta var hans fyrsta mark síðan í október 2018. Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Watford sem eru núna fjórum stigum fyrir ofan fallsæti í 17. sæti. Sigur hefði verið lífsnauðsynlegur fyrir Norwich til að halda sæti sínu í deildinni en Norwich er í neðsta sæti, tíu stigum á eftir Watford og aðeins 12 stig eftir í pottinum. Enski boltinn
Chelsea vann afar mikilvægan sigur í Meistaradeildarbaráttunni þegar liðið sigraði Crystal Palace 3-2 á Selhurst Park í dag. Oliver Giroud kom Chelsea yfir á 6. mínútu eftir sendingu frá Willian og á 27. mínútu gaf Willian aðra stoðsendingu, í þetta sinn á Christian Pulisic sem skoraði og kom Chelsea í 2-0. Wilfried Zaha skoraði glæsilegt mark á 34. mínútu og minnkaði muninn fyrir Chelsea. Á 71. mínútu skoraði Tammy Abraham sitt fyrsta mark síðan í janúar og kom Chelsea 3-1 yfir en það reyndist skammgóður vermir. Christian Benteke minnkaði muninn fyrir Crystal Palace aðeins mínútu síðar og staðan orðin 3-2. Í uppbótartíma fengu Crystal Palace helling af tækifærum til að jafna og komust hvað næst því í blálokin, þegar varnarmaðurinn Scott Dann átti skalla sem endaði í stönginni. Heppnin var með Chelsea í þetta skiptið og þeir sigldu mikilvægum þremur stigum í hús. Í augnablikinu eru Chelsea í þriðja sæti með 60 stig, tveimur stigum meira en Leicester og fimm stigum meira en Manchester United, sem eiga bæði leik til góða. Palace siglir lygnan sjó í 14. sæti með 42 stig. Annar leikur fór fram á sama tíma þegar Watford sigraði Norwich 2-1 í fallbaráttuslag. Emiliano Buendia kom Kanarífuglunum yfir á 4. mínútu en Craig Dawson jafnaði fyrir Watford á 10. mínútu. Staðan 1-1 í hálfleik. Það var síðan engin annar en Danny Welbeck sem skoraði sigurmark leiksins á 55. mínútu, en þetta var hans fyrsta mark síðan í október 2018. Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Watford sem eru núna fjórum stigum fyrir ofan fallsæti í 17. sæti. Sigur hefði verið lífsnauðsynlegur fyrir Norwich til að halda sæti sínu í deildinni en Norwich er í neðsta sæti, tíu stigum á eftir Watford og aðeins 12 stig eftir í pottinum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti