Sex tíma aðgerð við að ná öngli úr maga Brútusar Kormáks Jakob Bjarnar skrifar 6. júlí 2020 23:45 Brútus Kormákur er bara sex mánaða en hann fékk að fara með eiganda sínum Kolbeini Helga Kristjánssyni í veiðiferð um helgina, komst þar í öngul sem hann í hvolpaskap gleypti í sig með skelfilegum afleiðingum. Myndir úr einkasafni „Já, þetta var skellur. Ég vil minna hundaeigendur á að fylgjast vel með hundunum sínum þegar þeir eru við veiðar,“ segir Kolbeinn Helgi Kristjánsson í samtali við Vísi. Gleypti öngul með skelfilegum afleiðingum Brútus Kormákur, hundur hans af tegundinni Labrador, fékk að fara með í veiðiferð ásamt eiganda sínum Kolbeini Helga og félögum hans í veiðifélaginu Skaufi og Næs en þeir voru á Arnarvatnsheiði, í þar sem heitir Arnarvatni litla, þegar Brútus Kormákur, sem er bara sex mánaða, gerði sér lítið fyrir og gleypti öngul. Hér getur að líta röntgenmynd af maga hundsins. Eins og Kolbeinn Helgi skilur þetta var öngullinn neðst í vélinda og aðeins niður í maga, þar uppi við rifbein og þindina. Þannig að afar snúið var að ná önglinum úr dýrinu. Það kostað bráðaaðgerð í kjölfarið og var mjög tvísýnt um að hundurinn hefði það af að sögn Kolbeins Helga. Í hann var hringt meðan Brútus Kormákur var í aðgerð og sagt að hann gæti allt eins búið sig undir það að hundurinn myndi ekki hafa það af. Þá hafði Brútus Kormákur verið tvo tíma á skurðarborðinu. „Það runnu þakklætistár þegar við fengum að vita að hann hefði lifað aðgerðina af,“ segir Kolbeinn Helgi sem er dýralæknunum afar þakklátur. Þetta var á laugardaginn sem Brútus Kormákur komst í öngulinn. Kolbeinn Helgi hafði verið við veiðar í fjóra tíma, og fór strax í bæinn þegar þetta kom upp. Hann hafði þá gert ágæta veiði, fengið fimm fiska – bleikjur og urriða. Fljótlega eftir að heim var komið var farið með Brútus Kormák til dýralæknis. Betra að tryggja dýrin því aðgerðir eru dýrar „Sem betur fer náði Tóta dýralæknir í Mosó að bjarga greyinu eftir að hafa kallað út 3 dýralækna og redda þessu. Hún sagði að þetta hefði verið ein erfiðasta aðgerð sem hún hefur lent í á sínu ferli og erum við ákaflega þakklát fyrir að þau hafi fórnað sér í 6 tíma brútal aðgerð á sunnudagskvöldi. Miklar hetjur að bjarga einum kærum fjölskyldumeðlim,“ segir Kolbeinn Helgi en hann setti jafnframt frásögn sína inn á Fb-hópinn Veiðidellan er frábær, mönnum til áminningar. Brútus Kormákur ánægður með lífið á bakkanum. Því miður fór hann sér að voða og gleypti öngul í öllum fögnuðinum.mynd úr einkasafni. „Held það sé gott að minna fólk á að tryggja dýrin líka því þetta kostaði 500 þúsund. TM fær hrós fyrir að hringja 10 mínútum eftir að þeir fengu tölvupóst og græja þetta. Ágætt að minna á þetta því ég gerði mér enga grein fyrir því hvað þetta getur verið stórt mál og ég hef ekki séð neina umræðu um þetta. Segir sig sjálfsagt sjálft en manni finnst einhvern veginn eðlilegt að hafa hundinn lausan á bakkanum með sér og býst ekki við því að það séu svona miklar hættur á bakkanum,“ segir Kolbeinn Helgi að endingu. Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
„Já, þetta var skellur. Ég vil minna hundaeigendur á að fylgjast vel með hundunum sínum þegar þeir eru við veiðar,“ segir Kolbeinn Helgi Kristjánsson í samtali við Vísi. Gleypti öngul með skelfilegum afleiðingum Brútus Kormákur, hundur hans af tegundinni Labrador, fékk að fara með í veiðiferð ásamt eiganda sínum Kolbeini Helga og félögum hans í veiðifélaginu Skaufi og Næs en þeir voru á Arnarvatnsheiði, í þar sem heitir Arnarvatni litla, þegar Brútus Kormákur, sem er bara sex mánaða, gerði sér lítið fyrir og gleypti öngul. Hér getur að líta röntgenmynd af maga hundsins. Eins og Kolbeinn Helgi skilur þetta var öngullinn neðst í vélinda og aðeins niður í maga, þar uppi við rifbein og þindina. Þannig að afar snúið var að ná önglinum úr dýrinu. Það kostað bráðaaðgerð í kjölfarið og var mjög tvísýnt um að hundurinn hefði það af að sögn Kolbeins Helga. Í hann var hringt meðan Brútus Kormákur var í aðgerð og sagt að hann gæti allt eins búið sig undir það að hundurinn myndi ekki hafa það af. Þá hafði Brútus Kormákur verið tvo tíma á skurðarborðinu. „Það runnu þakklætistár þegar við fengum að vita að hann hefði lifað aðgerðina af,“ segir Kolbeinn Helgi sem er dýralæknunum afar þakklátur. Þetta var á laugardaginn sem Brútus Kormákur komst í öngulinn. Kolbeinn Helgi hafði verið við veiðar í fjóra tíma, og fór strax í bæinn þegar þetta kom upp. Hann hafði þá gert ágæta veiði, fengið fimm fiska – bleikjur og urriða. Fljótlega eftir að heim var komið var farið með Brútus Kormák til dýralæknis. Betra að tryggja dýrin því aðgerðir eru dýrar „Sem betur fer náði Tóta dýralæknir í Mosó að bjarga greyinu eftir að hafa kallað út 3 dýralækna og redda þessu. Hún sagði að þetta hefði verið ein erfiðasta aðgerð sem hún hefur lent í á sínu ferli og erum við ákaflega þakklát fyrir að þau hafi fórnað sér í 6 tíma brútal aðgerð á sunnudagskvöldi. Miklar hetjur að bjarga einum kærum fjölskyldumeðlim,“ segir Kolbeinn Helgi en hann setti jafnframt frásögn sína inn á Fb-hópinn Veiðidellan er frábær, mönnum til áminningar. Brútus Kormákur ánægður með lífið á bakkanum. Því miður fór hann sér að voða og gleypti öngul í öllum fögnuðinum.mynd úr einkasafni. „Held það sé gott að minna fólk á að tryggja dýrin líka því þetta kostaði 500 þúsund. TM fær hrós fyrir að hringja 10 mínútum eftir að þeir fengu tölvupóst og græja þetta. Ágætt að minna á þetta því ég gerði mér enga grein fyrir því hvað þetta getur verið stórt mál og ég hef ekki séð neina umræðu um þetta. Segir sig sjálfsagt sjálft en manni finnst einhvern veginn eðlilegt að hafa hundinn lausan á bakkanum með sér og býst ekki við því að það séu svona miklar hættur á bakkanum,“ segir Kolbeinn Helgi að endingu.
Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira