Axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki Atli Ísleifsson skrifar 6. júlí 2020 13:31 ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt. Ólíðandi sé að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust. Getty ASÍ hefur skorað á ferðaþjónustufyrirtæki og samtök atvinnurekenda að axla þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki og fyrirbyggja slík brot til framtíðar, þar á meðal með því að tryggja fræðslu til rekstraraðila. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ þar sem brugðist er við skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála sem kynnt var á föstudaginn og tekur á aðstoðum erlends starfsfólks í ferðaþjónustu. Þar segir að algengustu brot sem erlent starfsfólk í ferðaþjónustu verði fyrir séu vegna vangreiddra launa og brota á reglum um hvíldartíma og frídaga. ASÍ segir að niðurstöður skýrslunnar séu í fullu samræmi við fyrri skýrslur um sama efni og við reynslu stéttarfélaga og Vinnustaðaeftirlits ASÍ. „Eins og fram kemur í skýrslunni fjölgaði erlendu starfsfólki í ferðaþjónustu mikið í tengslum við hraðan vöxt ferðaþjónustunnar. Dæmi eru um að fólk vinni full störf og jafnvel meira fyrir lítil eða engin laun og að sjálfboðaliðastörf séu notuð sem yfirvarp. Nokkuð algengt er að atvinnurekendur útvegi starfsfólki húsnæði. Leiguupphæð er gjarnan yfir markaðsverði á viðkomandi svæði en hvorki stéttarfélög né aðrir eftirlitsaðilar hafa heimildir til að fylgja því eftir að húsnæði sé viðunandi. Ráðningarsambandið er oft ótryggt og mikill misbrestur á gerð ráðningarsamninga og útgáfu launaseðla. Þá eru fjölmörg dæmi um að fólk þori ekki að hafa samband við stéttarfélög af ótta við brottrekstur eða vegna slæmrar reynslu af stéttarfélögum í heimalandi. ASÍ skorar á ferðaþjónustufyrirtæki og samtök atvinnurekenda að axla þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki og fyrirbyggja slík brot til framtíðar, þar á meðal með því að tryggja fræðslu til rekstraraðila,“ segir í tilkynningunni. María Lóa Friðjónsdóttir.ASÍ Loforð Lífskjarasamninganna ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt. Ólíðandi sé að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust. „Þá þarf að tryggja heimildir Vinnustaðaeftirlits stéttarfélaganna og opinberra eftirlitsaðila, þ. á m. slökkviliðs og heilbrigðiseftirlits, til að hafa eftirlit með húsnæði sem atvinnurekendur útvega starfsfólki,“ segir í tilkynningunni. Þá er haft eftir Maríu Lóu Friðjónsdóttur, verkefnastjóra Vinnustaðaeftirlits ASÍ, að verkalýðshreyfingin hafi ítrekað verið sökuð um að ljúga og fara offari þegar greint sé frá aðbúnaði og kjörum erlends starfsfólks. „Skýrsla Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála er mikilvægt innlegg því hún sýnir svart á hvítu það sem fyrri úttektir og reynsla stéttarfélaganna hafa bent til, það er að réttur erlends launafólks í ferðaþjónustu er víða fyrir borð borinn. Þetta er fullkomlega í samræmi við þann veruleika sem við í Vinnustaðaeftirliti ASÍ höfum orðið vitni að og kallað eftir aðgerðum gegn,“ segir María Lóa. Vinnumarkaður Kjaramál Innflytjendamál Tengdar fréttir Upplýsa þarf innflytjendur um rétt þeirra á vinnumarkaði við komuna til landsins Upplýsa þarf innflytjendur um rétt þeirra á vinnumarkaði við komuna til landsins, að sögn doktors í mannfræði. Algengustu brot sem erlent starfsfólk í ferðaþjónustu verður fyrir eru vegna vangreiddra launa og brot á reglum um hvíldartíma og frídaga. 5. júlí 2020 19:31 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
ASÍ hefur skorað á ferðaþjónustufyrirtæki og samtök atvinnurekenda að axla þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki og fyrirbyggja slík brot til framtíðar, þar á meðal með því að tryggja fræðslu til rekstraraðila. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ þar sem brugðist er við skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála sem kynnt var á föstudaginn og tekur á aðstoðum erlends starfsfólks í ferðaþjónustu. Þar segir að algengustu brot sem erlent starfsfólk í ferðaþjónustu verði fyrir séu vegna vangreiddra launa og brota á reglum um hvíldartíma og frídaga. ASÍ segir að niðurstöður skýrslunnar séu í fullu samræmi við fyrri skýrslur um sama efni og við reynslu stéttarfélaga og Vinnustaðaeftirlits ASÍ. „Eins og fram kemur í skýrslunni fjölgaði erlendu starfsfólki í ferðaþjónustu mikið í tengslum við hraðan vöxt ferðaþjónustunnar. Dæmi eru um að fólk vinni full störf og jafnvel meira fyrir lítil eða engin laun og að sjálfboðaliðastörf séu notuð sem yfirvarp. Nokkuð algengt er að atvinnurekendur útvegi starfsfólki húsnæði. Leiguupphæð er gjarnan yfir markaðsverði á viðkomandi svæði en hvorki stéttarfélög né aðrir eftirlitsaðilar hafa heimildir til að fylgja því eftir að húsnæði sé viðunandi. Ráðningarsambandið er oft ótryggt og mikill misbrestur á gerð ráðningarsamninga og útgáfu launaseðla. Þá eru fjölmörg dæmi um að fólk þori ekki að hafa samband við stéttarfélög af ótta við brottrekstur eða vegna slæmrar reynslu af stéttarfélögum í heimalandi. ASÍ skorar á ferðaþjónustufyrirtæki og samtök atvinnurekenda að axla þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki og fyrirbyggja slík brot til framtíðar, þar á meðal með því að tryggja fræðslu til rekstraraðila,“ segir í tilkynningunni. María Lóa Friðjónsdóttir.ASÍ Loforð Lífskjarasamninganna ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt. Ólíðandi sé að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust. „Þá þarf að tryggja heimildir Vinnustaðaeftirlits stéttarfélaganna og opinberra eftirlitsaðila, þ. á m. slökkviliðs og heilbrigðiseftirlits, til að hafa eftirlit með húsnæði sem atvinnurekendur útvega starfsfólki,“ segir í tilkynningunni. Þá er haft eftir Maríu Lóu Friðjónsdóttur, verkefnastjóra Vinnustaðaeftirlits ASÍ, að verkalýðshreyfingin hafi ítrekað verið sökuð um að ljúga og fara offari þegar greint sé frá aðbúnaði og kjörum erlends starfsfólks. „Skýrsla Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála er mikilvægt innlegg því hún sýnir svart á hvítu það sem fyrri úttektir og reynsla stéttarfélaganna hafa bent til, það er að réttur erlends launafólks í ferðaþjónustu er víða fyrir borð borinn. Þetta er fullkomlega í samræmi við þann veruleika sem við í Vinnustaðaeftirliti ASÍ höfum orðið vitni að og kallað eftir aðgerðum gegn,“ segir María Lóa.
Vinnumarkaður Kjaramál Innflytjendamál Tengdar fréttir Upplýsa þarf innflytjendur um rétt þeirra á vinnumarkaði við komuna til landsins Upplýsa þarf innflytjendur um rétt þeirra á vinnumarkaði við komuna til landsins, að sögn doktors í mannfræði. Algengustu brot sem erlent starfsfólk í ferðaþjónustu verður fyrir eru vegna vangreiddra launa og brot á reglum um hvíldartíma og frídaga. 5. júlí 2020 19:31 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Upplýsa þarf innflytjendur um rétt þeirra á vinnumarkaði við komuna til landsins Upplýsa þarf innflytjendur um rétt þeirra á vinnumarkaði við komuna til landsins, að sögn doktors í mannfræði. Algengustu brot sem erlent starfsfólk í ferðaþjónustu verður fyrir eru vegna vangreiddra launa og brot á reglum um hvíldartíma og frídaga. 5. júlí 2020 19:31