Fótbolti

Meistari með ung­linga­liði OB í gær og lánaður í aðra deildina í dag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Teitur í leik með OB fyrr á leiktíðinni.
Teitur í leik með OB fyrr á leiktíðinni. mynd/ob

Teitur Magnússon hefur verið lánaður frá danska úrvalsdeildarfélaginu OB til 2. deildarfélagsins Middelfart frá og með næstu leiktíð.

Teitur er miðvörður sem er uppalinn hjá FH en hann gekk í raðir Odense 2019. Hann var í liði OB sem varð danskur U19-meistari í gær.

„Við hefum fylgst með Teit síðan OB keypti hann fyrir tólf mánuðum frá FH og hann hefur verið að bæta sig hjá OB. Hann hefur spilað vel hjá OB sem skilaði sér í titlinum í gær,“ segir Soren Godkseden, yfirmaður knattpsyrnumála hjá Middelfart.

„Ég hlakka til að komast af stað hjá Middelfart. Gærdagurinn var hápunktur en það er fínt að komast í aðalliðsbolta. Mér líður að skrefið til Middelfart var rétta skrefið og ég hlakka til,“ sagði Teitur sjálfur.

Teitur byrjar að æfa með Middelfart 27. júlí en lánssamningurinn rennur út í lok ársins. Teitur er nítján ára gamall og hefur leikið tuttugu leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Middelfart endaði í 3. sæti dönsku C-deildarinnar en Teitur hefur ekki náð að spila leik með aðalliði OB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×