Umferð jókst á höfuðborgarsvæðinu í júní Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. júlí 2020 07:00 Umferð jókst á höfuðborgarsvæðinu í júní. Umferð á höfuðborgarsvæðinu jókst um 1,2 prósent í júní. Þetta er fyrsti mánuður þessa árs þar sem aukning verður miðað við sama mánuð í fyrra. Mesta athygli vekur að aukning á mánudögum stuðlar að því að um aukningu er að ræða. Mest jókst umferðin um mælisnið Vegagerðarinnar á Reykjanesbraut eða um 3.2% en 1,6% samdráttur var á Hafnarfjarðarvegi. Aðeins í júní 2018 hefur mælst meiri umferð um lykilmælisniðin þrjú segir á vef Vegagerðarinnar. Meðalumferð á dag á höfuðborgarsvæðinu í júní. Umferð á mánudögum í júní jókst um 12% ef miðað er við mánudaga í júní í fyrra. Það kann þó að einhverju leyti að skírast af því að í júní í ár voru fimm mánudagar en fjórir í fyrra. Áhrif kórónaveirufaraldursins fara hratt dvínandi þessi misserin. Horfur út árið Reiknilíkan umferðardeildar hjá Vegagerðinni reiknar með um 9% samdrætti á höfuðborgarsvæðinu í ár. Líklegt þykir að samdráttur í umferðinni verði á svipuðu reiki og samdráttur í hagvexti ársins, sem áætlaður er 8% samkvæmt heimasíðu Seðlabankans. Umferð Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent
Umferð á höfuðborgarsvæðinu jókst um 1,2 prósent í júní. Þetta er fyrsti mánuður þessa árs þar sem aukning verður miðað við sama mánuð í fyrra. Mesta athygli vekur að aukning á mánudögum stuðlar að því að um aukningu er að ræða. Mest jókst umferðin um mælisnið Vegagerðarinnar á Reykjanesbraut eða um 3.2% en 1,6% samdráttur var á Hafnarfjarðarvegi. Aðeins í júní 2018 hefur mælst meiri umferð um lykilmælisniðin þrjú segir á vef Vegagerðarinnar. Meðalumferð á dag á höfuðborgarsvæðinu í júní. Umferð á mánudögum í júní jókst um 12% ef miðað er við mánudaga í júní í fyrra. Það kann þó að einhverju leyti að skírast af því að í júní í ár voru fimm mánudagar en fjórir í fyrra. Áhrif kórónaveirufaraldursins fara hratt dvínandi þessi misserin. Horfur út árið Reiknilíkan umferðardeildar hjá Vegagerðinni reiknar með um 9% samdrætti á höfuðborgarsvæðinu í ár. Líklegt þykir að samdráttur í umferðinni verði á svipuðu reiki og samdráttur í hagvexti ársins, sem áætlaður er 8% samkvæmt heimasíðu Seðlabankans.
Umferð Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent