Fótbolti

AGF vann Íslendingaslaginn | Jón Dagur og Raggi spiluðu báðir

Ísak Hallmundarson skrifar
Jón Dagur var í sigurliðinu í kvöld.
Jón Dagur var í sigurliðinu í kvöld. getty/Jan Christensen

AGF sigraði FCK í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Jón Dagur Þorsteinsson byrjaði inn á fyrir AGF og Ragnar Sigurðsson byrjaði og spilaði allan leikinn fyrir FCK.

Eina mark leiksins leit dagsins ljós á 75. mínútu. Þá varð Karl-Johan Johnsson markvörður FCK fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og lokatölur 1-0 fyrir AGF. Jón Dagur spilaði 65 mínútur fyrir sigurliðið og Ragnar Sigurðsson spilaði eins og áður segir allan leikinn fyrir tapliðið. 

Þetta var næstsíðasta umferðin í dönsku úrvalsdeildinni og er AGF eftir leikinn í þriðja sæti en FCK situr í öðru sæti deildarinnar. AGF er fjórum stigum frá FCK og getur því ekki náð þeim að stigum og FCK er fjórtán stigum á eftir toppliðinu. Verður þetta því lokastaða liðanna í deildinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×