Hálfur milljarður í nýtt hótel í Bláskógabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. júlí 2020 13:06 Bjarni Kristján (t.v.) og Jóhann Guðni Reynisson, tveir af eigendum „Stakrar gulrótar ehf.“, sem reisir 40 herbergja hótel/gistihús í Reykholti í Biskupstungum. Skiltið vísar á núverandi gistihús og lóð þeirra í Reykholti sem sést í bakgrunni. Á myndina vantar Kenneth Peterson hjá Columbia Ventures sem einnig á hlut í félaginu. Ljósmynd/Aðsend. Framkvæmdir eru að hefjast við bygginu fjörutíu herbergja hótels í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð, sem mun kosta um hálfan milljarð króna. Hótelið verður tilbúið næsta vor. Nýja hótelið verður byggt í Fagralundi í Reykholti skammt frá Friðheimum og við Gullna hringinn. Þrjár fjölskyldur standa að byggingunni en forsvarsmaður verkefnisins er Jóhann Guðni Reynisson. Hótelið kemur í einingum frá Noregi. „Hótelið byggir mikið á tveggja manna gistingu þannig að við gerum ráð fyrir því að halda áfram að fá til okkar ferðamenn, sem eru á bílaleigubílum. Það breytist núna, við getum líka tekið á móti hópum en ég reikna með að bílaleigutraffík verði í öndvegi hjá okkur allavega til að byrja með,“ segir Jóhann Guðni. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar (t.h.), með eigendunum og eiginkonum þeirra þegar verkefnið var kynnt í vikunni.Ljósmynd/Aðsend. Það vekur óneitanlega athygli að ráðist sé í hótelbyggingu á þessum tíma þegar kórónuveiran er en í gangi og lítið sem ekkert af ferðamönnum á landinu. „Við höldum samt að það sé besti tíminn að gera það á meðan það er tiltölulega rólegt yfir og fáir erlendir ferðamenn á ferðinni, sem er náttúrulega langstærsti viðskiptamannahópurinn okkar, þannig að ef ekki núna, þá hvenær,“ segir Jóhanna Guðni og bætir við; „Reykholt er líka mjög vaxandi núna, þar eru miklar framkvæmdir og Friðheimar draga til sín hundruð þúsunda ferðamanna á hverju ári og það er góður veitingastaður bara í næsta húsi við okkur, sem heitir Mika, Bjarnabúð, sundlaugin og öll þessi þjónusta á svæðinu, stutt á Gullfoss og Geysi og Þingvelli.“ Hluti af eigendum, starfsliði, hönnuði og verktaka sem að verkefninu koma ásamt umboðsaðila Moelven á Íslandi og sveitarstjóra Bláskógabyggðar, sem komu saman vegna byggingar nýja hótelsins í Reykholti.Ljósmynd/Aðsend. Jóhann Guðni er sannfærður að nýja hótelið muni ganga mjög vel og ferðamenn eigi eftir að streyma á ný til landsins. „Orðspor íslands er bara það sterkt á heimsvísu að við höfum enga ástæða til að vera annað en bjartsýnir og látum bara vaða á þetta.“ Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira
Framkvæmdir eru að hefjast við bygginu fjörutíu herbergja hótels í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð, sem mun kosta um hálfan milljarð króna. Hótelið verður tilbúið næsta vor. Nýja hótelið verður byggt í Fagralundi í Reykholti skammt frá Friðheimum og við Gullna hringinn. Þrjár fjölskyldur standa að byggingunni en forsvarsmaður verkefnisins er Jóhann Guðni Reynisson. Hótelið kemur í einingum frá Noregi. „Hótelið byggir mikið á tveggja manna gistingu þannig að við gerum ráð fyrir því að halda áfram að fá til okkar ferðamenn, sem eru á bílaleigubílum. Það breytist núna, við getum líka tekið á móti hópum en ég reikna með að bílaleigutraffík verði í öndvegi hjá okkur allavega til að byrja með,“ segir Jóhann Guðni. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar (t.h.), með eigendunum og eiginkonum þeirra þegar verkefnið var kynnt í vikunni.Ljósmynd/Aðsend. Það vekur óneitanlega athygli að ráðist sé í hótelbyggingu á þessum tíma þegar kórónuveiran er en í gangi og lítið sem ekkert af ferðamönnum á landinu. „Við höldum samt að það sé besti tíminn að gera það á meðan það er tiltölulega rólegt yfir og fáir erlendir ferðamenn á ferðinni, sem er náttúrulega langstærsti viðskiptamannahópurinn okkar, þannig að ef ekki núna, þá hvenær,“ segir Jóhanna Guðni og bætir við; „Reykholt er líka mjög vaxandi núna, þar eru miklar framkvæmdir og Friðheimar draga til sín hundruð þúsunda ferðamanna á hverju ári og það er góður veitingastaður bara í næsta húsi við okkur, sem heitir Mika, Bjarnabúð, sundlaugin og öll þessi þjónusta á svæðinu, stutt á Gullfoss og Geysi og Þingvelli.“ Hluti af eigendum, starfsliði, hönnuði og verktaka sem að verkefninu koma ásamt umboðsaðila Moelven á Íslandi og sveitarstjóra Bláskógabyggðar, sem komu saman vegna byggingar nýja hótelsins í Reykholti.Ljósmynd/Aðsend. Jóhann Guðni er sannfærður að nýja hótelið muni ganga mjög vel og ferðamenn eigi eftir að streyma á ný til landsins. „Orðspor íslands er bara það sterkt á heimsvísu að við höfum enga ástæða til að vera annað en bjartsýnir og látum bara vaða á þetta.“
Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira