Ásdís byrjar lokaárið af krafti: „Gjörsamlega búin á því“ Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2020 18:00 Ásdís Hjálmsdóttir glaðbeitt eftir mótið ásamt þjálfara sínum Kari Kiviniemi. Mynd/Annerud Media „Þetta var annar góður dagur á skrifstofunni,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, sem átti fjórða besta kastið í heiminum í ár þegar hún kastaði 62,66 metra á móti í Svíþjóð í gær. Ásdís vann mótið sem fram fór í Bottnaryd og setti nýtt mótsmet, vallarmet og Norðurlandamet 35 ára og eldri. Íslandsmet hennar, frá árinu 2017, er 63,43 metrar og það met gæti hæglega verið í hættu í ár á lokatímabili Ásdísar en hún hefur ákveðið að leggja spjótið á hilluna í haust. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á tímabilið og orðið til þess að bæði Ólympíuleikunum og EM var frestað. Ásdís hóf tímabilið í ár á því að kasta 61,24 metra á móti í Södertälje en kastið hennar í gær var það fjórða besta sem hún hefur átt á ferlinum. Hún tjáði sig lítillega um árangurinn á Instagram: „Ég var að koma heim og ég er gjörsamlega búin á því,“ sagði Ásdís létt í bragði. „Ég veit ekki hvað er í gangi hjá mér. Fólk spyr af hverju ég ætli ekki að taka eitt ár í viðbót en ég er dauðþreytt eftir þetta. Ég er að eldast,“ sagði Ásdís og hló. Hún má enda vera ánægð með byrjunina á tímabilinu: „Köstin eru ekki fullkomin og það er margt sem að ég get bætt, en ég kvarta ekki yfir því að hafa kastað 62,66 metra og geta enn bætt margt. Það gengur því frábærlega,“ sagði Ásdís. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir „Öldungurinn“ Ásdís byrjar á Norðurlandameti og sínu lengsta kasti í þrjú ár Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, átti sitt lengsta kast í tæp þrjú ár þegar hún keppti á móti í Svíþjóð í gær. 15. júní 2020 11:34 Ásdís fær ekki að enda á stórmóti en vonast eftir því að bæta Íslandsmetið Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir fær ekki að enda síðasta árið sitt á stórmóti því nú hefur bæði Ólympíuleikunum í Tókýó sem og EM 2020 verið frestað vegna kórónuveirunnar. 25. apríl 2020 19:00 Ásdís ætlar ekki að reyna við Ólympíuleikana á næsta ári Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir ætlar ekki að reyna að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó sem fara fram eftir ár en Ásdís ætlar að leggja spjótið á hilluna eftir þetta ár. 24. mars 2020 21:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Sjá meira
„Þetta var annar góður dagur á skrifstofunni,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, sem átti fjórða besta kastið í heiminum í ár þegar hún kastaði 62,66 metra á móti í Svíþjóð í gær. Ásdís vann mótið sem fram fór í Bottnaryd og setti nýtt mótsmet, vallarmet og Norðurlandamet 35 ára og eldri. Íslandsmet hennar, frá árinu 2017, er 63,43 metrar og það met gæti hæglega verið í hættu í ár á lokatímabili Ásdísar en hún hefur ákveðið að leggja spjótið á hilluna í haust. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á tímabilið og orðið til þess að bæði Ólympíuleikunum og EM var frestað. Ásdís hóf tímabilið í ár á því að kasta 61,24 metra á móti í Södertälje en kastið hennar í gær var það fjórða besta sem hún hefur átt á ferlinum. Hún tjáði sig lítillega um árangurinn á Instagram: „Ég var að koma heim og ég er gjörsamlega búin á því,“ sagði Ásdís létt í bragði. „Ég veit ekki hvað er í gangi hjá mér. Fólk spyr af hverju ég ætli ekki að taka eitt ár í viðbót en ég er dauðþreytt eftir þetta. Ég er að eldast,“ sagði Ásdís og hló. Hún má enda vera ánægð með byrjunina á tímabilinu: „Köstin eru ekki fullkomin og það er margt sem að ég get bætt, en ég kvarta ekki yfir því að hafa kastað 62,66 metra og geta enn bætt margt. Það gengur því frábærlega,“ sagði Ásdís.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir „Öldungurinn“ Ásdís byrjar á Norðurlandameti og sínu lengsta kasti í þrjú ár Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, átti sitt lengsta kast í tæp þrjú ár þegar hún keppti á móti í Svíþjóð í gær. 15. júní 2020 11:34 Ásdís fær ekki að enda á stórmóti en vonast eftir því að bæta Íslandsmetið Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir fær ekki að enda síðasta árið sitt á stórmóti því nú hefur bæði Ólympíuleikunum í Tókýó sem og EM 2020 verið frestað vegna kórónuveirunnar. 25. apríl 2020 19:00 Ásdís ætlar ekki að reyna við Ólympíuleikana á næsta ári Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir ætlar ekki að reyna að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó sem fara fram eftir ár en Ásdís ætlar að leggja spjótið á hilluna eftir þetta ár. 24. mars 2020 21:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Sjá meira
„Öldungurinn“ Ásdís byrjar á Norðurlandameti og sínu lengsta kasti í þrjú ár Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, átti sitt lengsta kast í tæp þrjú ár þegar hún keppti á móti í Svíþjóð í gær. 15. júní 2020 11:34
Ásdís fær ekki að enda á stórmóti en vonast eftir því að bæta Íslandsmetið Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir fær ekki að enda síðasta árið sitt á stórmóti því nú hefur bæði Ólympíuleikunum í Tókýó sem og EM 2020 verið frestað vegna kórónuveirunnar. 25. apríl 2020 19:00
Ásdís ætlar ekki að reyna við Ólympíuleikana á næsta ári Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir ætlar ekki að reyna að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó sem fara fram eftir ár en Ásdís ætlar að leggja spjótið á hilluna eftir þetta ár. 24. mars 2020 21:00