Björk heldur þrenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu í ágúst Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. júní 2020 11:01 Björk Guðmundsdóttir á sviði í Stokkhólmi. Getty/Santiago Felipe Söngkonan Björk Guðmundsdóttir tilkynnti á Facebook síðu sinni um helgina að hún ætlaði að bjóða Íslendingum á tónleika. Á tónleikunum ætlar hún að halda upp á alla íslensku tónlistarmennina sem hún hefur unnið með í gegnum tíðina, samtals yfir hundrað einstaklingar. Tónleikarnir verða „unplugged“ eða án slagverks og eletróníku. „Mitt innleg til feminisma verður að monta mig yfir því að langflestar útsetningarnar eru eftir mig þetta er því miður eitthvað sem er of oft horft framhjá hjá konum.“ Björk mun halda þrenna eftirmiðdagstónleika í Eldborgarsal Hörpu í ágúst í samstarfi við Iceland Airwaves. Tónleikarnir hafa allir sína sérstöðu og ólíka dagskrá. Samhliða tónleikunum fer fram söfnun til styrktar Kvennaathvarfinu og boðið verður líka upp á veitingar til styrktar Kvennaathvarfsins eftir tónleikana. „mig langar til að fagna því sem við höfum hér á íslandi , án umgjarðar . þakka öllu þessu ótrúlegu tónlistarfólki og tónlistarhöll sem við eigum. vírusinn hefur kennt okkur öllum að við höfum nóg . og að við verðum að hjálpa til þar sem við getum . og @blacklivesmatter hefur minnt okkur harkalega á að líta í eiginn barm hvað varðar rasisma og virðingu , skilning og meiri aðstoð við flóttamenn sem koma hingað.“ Á þessum viðburðum munu koma fram með Björk um það bil 100 íslenskir tónlistarmenn. Þetta er hátíð þar sem Björk heldur upp á samstarf sitt við tónlistarfólk frá Íslandi, sem starfað hefur með henni í hljóðverum og á tónleikum út um allan heim. Hér er sömuleiðis verið að halda uppá að Ísland sé opið á ný eftir COVID-19 faraldurinn. Tónleikarnir munu fara fram með áheyrendum dagana 9., 15. og 23. ágúst. Björk mun flytja eigin tónsmíðar og útsetningar í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hamrahlíðarkórinn, flautuseptetinn Viibra og fleiri gestum. Stjórnandi verður Bjarni Frímann. Almenn sala á öllum þremur tónleikum hefst föstudaginn 3. júlí kl. 10 en nánari upplýsingar má finna á vef Hörpu. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu söngkonunnar í heild sinni. kæru íslendingar mig langar til að bjóða ykkur upp á tónleika mig langar til að fagna þess að við erum komin út úr alla vega fyrsta stigi kórónu-faraldursins og halda upp á hversu mörgum íslenskum tónlistarmönnum ég hef unnið með í gegnum tíðina ég tók næstum allar plöturnar mínar með hljóðfæraleikurum héðanfrá homogenic með íslenskum strengjaoktett medúllu með schola cantorum , íslenskum blönduðum kór voltu með 10 brass-stelpum sem ég fann um allt land og þær síðan formuðu wonderbrass bíófílíu með langholtskirkju kvennakór graduale nobili vúlnikúru með 15 manna strengjasveit útópíu með 12 flautuleikurum sem síðan stofnuðu flautuseptettinn viibra kornukópíu með hamrahlíðarkór stjórnuðum af þorgerði ingólfsdóttur svo spiluðum við öll á tónleikum þvers og kurs um kringum hnöttinn samtals eru þetta yfir hundrað manns !! mig langar til að halda helgar tónleika í hörpu í ágúst þeir verða "unplugged" eða án slagverks og eletróníku með sinfóníu hljómsveit íslands og fleiri gestum mitt innleg til feminisma verður að monta mig yfir því að langflestar útsetningarnar eru eftir mig þetta er því miður eitthvað sem er of oft horft framhjá hjá konum fyrirgefið að troða þessu inn eða ekki ... ? tónleikarnir verða klukkan 5 og fólki boðið upp á veitingar eftir tónleikana til styrktar kvennaathvarfsins mig langar til að fagna því sem við höfum hér á íslandi , án umgjarðar . þakka öllu þessu ótrúlegu tónlistarfólki og tónlistarhöll sem við eigum . vírusinn hefur kennt okkur öllum að við höfum nóg . og að við verðum að hjálpa til þar sem við getum . og @blacklivesmatter hefur minnt okkur harkalega á að líta í eiginn barm hvað varðar rasisma og virðingu , skilning og meiri aðstoð við flóttamenn sem koma hingað ég hlakka til að sjá ykkur mikil ást birkið Tónlist Harpa Björk Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Söngkonan Björk Guðmundsdóttir tilkynnti á Facebook síðu sinni um helgina að hún ætlaði að bjóða Íslendingum á tónleika. Á tónleikunum ætlar hún að halda upp á alla íslensku tónlistarmennina sem hún hefur unnið með í gegnum tíðina, samtals yfir hundrað einstaklingar. Tónleikarnir verða „unplugged“ eða án slagverks og eletróníku. „Mitt innleg til feminisma verður að monta mig yfir því að langflestar útsetningarnar eru eftir mig þetta er því miður eitthvað sem er of oft horft framhjá hjá konum.“ Björk mun halda þrenna eftirmiðdagstónleika í Eldborgarsal Hörpu í ágúst í samstarfi við Iceland Airwaves. Tónleikarnir hafa allir sína sérstöðu og ólíka dagskrá. Samhliða tónleikunum fer fram söfnun til styrktar Kvennaathvarfinu og boðið verður líka upp á veitingar til styrktar Kvennaathvarfsins eftir tónleikana. „mig langar til að fagna því sem við höfum hér á íslandi , án umgjarðar . þakka öllu þessu ótrúlegu tónlistarfólki og tónlistarhöll sem við eigum. vírusinn hefur kennt okkur öllum að við höfum nóg . og að við verðum að hjálpa til þar sem við getum . og @blacklivesmatter hefur minnt okkur harkalega á að líta í eiginn barm hvað varðar rasisma og virðingu , skilning og meiri aðstoð við flóttamenn sem koma hingað.“ Á þessum viðburðum munu koma fram með Björk um það bil 100 íslenskir tónlistarmenn. Þetta er hátíð þar sem Björk heldur upp á samstarf sitt við tónlistarfólk frá Íslandi, sem starfað hefur með henni í hljóðverum og á tónleikum út um allan heim. Hér er sömuleiðis verið að halda uppá að Ísland sé opið á ný eftir COVID-19 faraldurinn. Tónleikarnir munu fara fram með áheyrendum dagana 9., 15. og 23. ágúst. Björk mun flytja eigin tónsmíðar og útsetningar í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hamrahlíðarkórinn, flautuseptetinn Viibra og fleiri gestum. Stjórnandi verður Bjarni Frímann. Almenn sala á öllum þremur tónleikum hefst föstudaginn 3. júlí kl. 10 en nánari upplýsingar má finna á vef Hörpu. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu söngkonunnar í heild sinni. kæru íslendingar mig langar til að bjóða ykkur upp á tónleika mig langar til að fagna þess að við erum komin út úr alla vega fyrsta stigi kórónu-faraldursins og halda upp á hversu mörgum íslenskum tónlistarmönnum ég hef unnið með í gegnum tíðina ég tók næstum allar plöturnar mínar með hljóðfæraleikurum héðanfrá homogenic með íslenskum strengjaoktett medúllu með schola cantorum , íslenskum blönduðum kór voltu með 10 brass-stelpum sem ég fann um allt land og þær síðan formuðu wonderbrass bíófílíu með langholtskirkju kvennakór graduale nobili vúlnikúru með 15 manna strengjasveit útópíu með 12 flautuleikurum sem síðan stofnuðu flautuseptettinn viibra kornukópíu með hamrahlíðarkór stjórnuðum af þorgerði ingólfsdóttur svo spiluðum við öll á tónleikum þvers og kurs um kringum hnöttinn samtals eru þetta yfir hundrað manns !! mig langar til að halda helgar tónleika í hörpu í ágúst þeir verða "unplugged" eða án slagverks og eletróníku með sinfóníu hljómsveit íslands og fleiri gestum mitt innleg til feminisma verður að monta mig yfir því að langflestar útsetningarnar eru eftir mig þetta er því miður eitthvað sem er of oft horft framhjá hjá konum fyrirgefið að troða þessu inn eða ekki ... ? tónleikarnir verða klukkan 5 og fólki boðið upp á veitingar eftir tónleikana til styrktar kvennaathvarfsins mig langar til að fagna því sem við höfum hér á íslandi , án umgjarðar . þakka öllu þessu ótrúlegu tónlistarfólki og tónlistarhöll sem við eigum . vírusinn hefur kennt okkur öllum að við höfum nóg . og að við verðum að hjálpa til þar sem við getum . og @blacklivesmatter hefur minnt okkur harkalega á að líta í eiginn barm hvað varðar rasisma og virðingu , skilning og meiri aðstoð við flóttamenn sem koma hingað ég hlakka til að sjá ykkur mikil ást birkið
Tónlist Harpa Björk Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira