Björk heldur þrenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu í ágúst Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. júní 2020 11:01 Björk Guðmundsdóttir á sviði í Stokkhólmi. Getty/Santiago Felipe Söngkonan Björk Guðmundsdóttir tilkynnti á Facebook síðu sinni um helgina að hún ætlaði að bjóða Íslendingum á tónleika. Á tónleikunum ætlar hún að halda upp á alla íslensku tónlistarmennina sem hún hefur unnið með í gegnum tíðina, samtals yfir hundrað einstaklingar. Tónleikarnir verða „unplugged“ eða án slagverks og eletróníku. „Mitt innleg til feminisma verður að monta mig yfir því að langflestar útsetningarnar eru eftir mig þetta er því miður eitthvað sem er of oft horft framhjá hjá konum.“ Björk mun halda þrenna eftirmiðdagstónleika í Eldborgarsal Hörpu í ágúst í samstarfi við Iceland Airwaves. Tónleikarnir hafa allir sína sérstöðu og ólíka dagskrá. Samhliða tónleikunum fer fram söfnun til styrktar Kvennaathvarfinu og boðið verður líka upp á veitingar til styrktar Kvennaathvarfsins eftir tónleikana. „mig langar til að fagna því sem við höfum hér á íslandi , án umgjarðar . þakka öllu þessu ótrúlegu tónlistarfólki og tónlistarhöll sem við eigum. vírusinn hefur kennt okkur öllum að við höfum nóg . og að við verðum að hjálpa til þar sem við getum . og @blacklivesmatter hefur minnt okkur harkalega á að líta í eiginn barm hvað varðar rasisma og virðingu , skilning og meiri aðstoð við flóttamenn sem koma hingað.“ Á þessum viðburðum munu koma fram með Björk um það bil 100 íslenskir tónlistarmenn. Þetta er hátíð þar sem Björk heldur upp á samstarf sitt við tónlistarfólk frá Íslandi, sem starfað hefur með henni í hljóðverum og á tónleikum út um allan heim. Hér er sömuleiðis verið að halda uppá að Ísland sé opið á ný eftir COVID-19 faraldurinn. Tónleikarnir munu fara fram með áheyrendum dagana 9., 15. og 23. ágúst. Björk mun flytja eigin tónsmíðar og útsetningar í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hamrahlíðarkórinn, flautuseptetinn Viibra og fleiri gestum. Stjórnandi verður Bjarni Frímann. Almenn sala á öllum þremur tónleikum hefst föstudaginn 3. júlí kl. 10 en nánari upplýsingar má finna á vef Hörpu. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu söngkonunnar í heild sinni. kæru íslendingar mig langar til að bjóða ykkur upp á tónleika mig langar til að fagna þess að við erum komin út úr alla vega fyrsta stigi kórónu-faraldursins og halda upp á hversu mörgum íslenskum tónlistarmönnum ég hef unnið með í gegnum tíðina ég tók næstum allar plöturnar mínar með hljóðfæraleikurum héðanfrá homogenic með íslenskum strengjaoktett medúllu með schola cantorum , íslenskum blönduðum kór voltu með 10 brass-stelpum sem ég fann um allt land og þær síðan formuðu wonderbrass bíófílíu með langholtskirkju kvennakór graduale nobili vúlnikúru með 15 manna strengjasveit útópíu með 12 flautuleikurum sem síðan stofnuðu flautuseptettinn viibra kornukópíu með hamrahlíðarkór stjórnuðum af þorgerði ingólfsdóttur svo spiluðum við öll á tónleikum þvers og kurs um kringum hnöttinn samtals eru þetta yfir hundrað manns !! mig langar til að halda helgar tónleika í hörpu í ágúst þeir verða "unplugged" eða án slagverks og eletróníku með sinfóníu hljómsveit íslands og fleiri gestum mitt innleg til feminisma verður að monta mig yfir því að langflestar útsetningarnar eru eftir mig þetta er því miður eitthvað sem er of oft horft framhjá hjá konum fyrirgefið að troða þessu inn eða ekki ... ? tónleikarnir verða klukkan 5 og fólki boðið upp á veitingar eftir tónleikana til styrktar kvennaathvarfsins mig langar til að fagna því sem við höfum hér á íslandi , án umgjarðar . þakka öllu þessu ótrúlegu tónlistarfólki og tónlistarhöll sem við eigum . vírusinn hefur kennt okkur öllum að við höfum nóg . og að við verðum að hjálpa til þar sem við getum . og @blacklivesmatter hefur minnt okkur harkalega á að líta í eiginn barm hvað varðar rasisma og virðingu , skilning og meiri aðstoð við flóttamenn sem koma hingað ég hlakka til að sjá ykkur mikil ást birkið Tónlist Harpa Björk Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Söngkonan Björk Guðmundsdóttir tilkynnti á Facebook síðu sinni um helgina að hún ætlaði að bjóða Íslendingum á tónleika. Á tónleikunum ætlar hún að halda upp á alla íslensku tónlistarmennina sem hún hefur unnið með í gegnum tíðina, samtals yfir hundrað einstaklingar. Tónleikarnir verða „unplugged“ eða án slagverks og eletróníku. „Mitt innleg til feminisma verður að monta mig yfir því að langflestar útsetningarnar eru eftir mig þetta er því miður eitthvað sem er of oft horft framhjá hjá konum.“ Björk mun halda þrenna eftirmiðdagstónleika í Eldborgarsal Hörpu í ágúst í samstarfi við Iceland Airwaves. Tónleikarnir hafa allir sína sérstöðu og ólíka dagskrá. Samhliða tónleikunum fer fram söfnun til styrktar Kvennaathvarfinu og boðið verður líka upp á veitingar til styrktar Kvennaathvarfsins eftir tónleikana. „mig langar til að fagna því sem við höfum hér á íslandi , án umgjarðar . þakka öllu þessu ótrúlegu tónlistarfólki og tónlistarhöll sem við eigum. vírusinn hefur kennt okkur öllum að við höfum nóg . og að við verðum að hjálpa til þar sem við getum . og @blacklivesmatter hefur minnt okkur harkalega á að líta í eiginn barm hvað varðar rasisma og virðingu , skilning og meiri aðstoð við flóttamenn sem koma hingað.“ Á þessum viðburðum munu koma fram með Björk um það bil 100 íslenskir tónlistarmenn. Þetta er hátíð þar sem Björk heldur upp á samstarf sitt við tónlistarfólk frá Íslandi, sem starfað hefur með henni í hljóðverum og á tónleikum út um allan heim. Hér er sömuleiðis verið að halda uppá að Ísland sé opið á ný eftir COVID-19 faraldurinn. Tónleikarnir munu fara fram með áheyrendum dagana 9., 15. og 23. ágúst. Björk mun flytja eigin tónsmíðar og útsetningar í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hamrahlíðarkórinn, flautuseptetinn Viibra og fleiri gestum. Stjórnandi verður Bjarni Frímann. Almenn sala á öllum þremur tónleikum hefst föstudaginn 3. júlí kl. 10 en nánari upplýsingar má finna á vef Hörpu. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu söngkonunnar í heild sinni. kæru íslendingar mig langar til að bjóða ykkur upp á tónleika mig langar til að fagna þess að við erum komin út úr alla vega fyrsta stigi kórónu-faraldursins og halda upp á hversu mörgum íslenskum tónlistarmönnum ég hef unnið með í gegnum tíðina ég tók næstum allar plöturnar mínar með hljóðfæraleikurum héðanfrá homogenic með íslenskum strengjaoktett medúllu með schola cantorum , íslenskum blönduðum kór voltu með 10 brass-stelpum sem ég fann um allt land og þær síðan formuðu wonderbrass bíófílíu með langholtskirkju kvennakór graduale nobili vúlnikúru með 15 manna strengjasveit útópíu með 12 flautuleikurum sem síðan stofnuðu flautuseptettinn viibra kornukópíu með hamrahlíðarkór stjórnuðum af þorgerði ingólfsdóttur svo spiluðum við öll á tónleikum þvers og kurs um kringum hnöttinn samtals eru þetta yfir hundrað manns !! mig langar til að halda helgar tónleika í hörpu í ágúst þeir verða "unplugged" eða án slagverks og eletróníku með sinfóníu hljómsveit íslands og fleiri gestum mitt innleg til feminisma verður að monta mig yfir því að langflestar útsetningarnar eru eftir mig þetta er því miður eitthvað sem er of oft horft framhjá hjá konum fyrirgefið að troða þessu inn eða ekki ... ? tónleikarnir verða klukkan 5 og fólki boðið upp á veitingar eftir tónleikana til styrktar kvennaathvarfsins mig langar til að fagna því sem við höfum hér á íslandi , án umgjarðar . þakka öllu þessu ótrúlegu tónlistarfólki og tónlistarhöll sem við eigum . vírusinn hefur kennt okkur öllum að við höfum nóg . og að við verðum að hjálpa til þar sem við getum . og @blacklivesmatter hefur minnt okkur harkalega á að líta í eiginn barm hvað varðar rasisma og virðingu , skilning og meiri aðstoð við flóttamenn sem koma hingað ég hlakka til að sjá ykkur mikil ást birkið
Tónlist Harpa Björk Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira