„Liverpool er fimm árum á undan Manchester United“ Anton Ingi Leifsson skrifar 29. júní 2020 12:30 Leikmenn Liverpool fagna Englandsmeistaratitlinum. vísir/getty Dietmar Hamann, fyrrum miðjumaður Liverpool, segir að félagið sé fimm árum á undan erkifjendum sínum í Manchester United. Liverpool varð í síðustu viku enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár en Hamann segir að nú sé Liverpool félagið sem allir vilja spila fyrir. „Þegar ég var leikmaður þá var Manchester United félagið sem allir vildu fara í. Þú vissir það að ef þú skrifaðir undir við United þá myndirðu vinna medalíur,“ sagði Hamann í samtali við The Mirror. 'Liverpool are FIVE YEARS ahead of Manchester United... Jurgen Klopp has knocked them off their perch'Dietmar Hamann takes a swipe at bitter rivalshttps://t.co/Zq6Awjy1Zz— MailOnline Sport (@MailSport) June 28, 2020 „Þeir voru stærsta félagið og félagið sem allir töluðu um, innan og fyrir utan England. Síðan Sir Alex Ferguson hætti hefur United verið í vandræðum og á fullkomnum tíma hefur Jurgen Klopp komið inn og gert Liverpool að félaginu sem allir vilja koma til.“ Hamann spilaði fyrir Liverpool á árunum 1999 til 2006 og spilaði tæplega 200 leiki fyrir félagið. Hann var m.a. í l iðinu sem vann Meistaradeildina tímabilið 2004/2005. „Ég er ekki viss um að Liverpool mun einangra ensku úrvalsdeildina eins og United gerði því Manchester City og Pep Guardiola eru þarna líka en Liverpool eru fimm árum á undan United. Stóru liðin í London eru enn lengra á eftir.“ „Klopp á fjögur ár eftir af samningi sínum og fyrir það vill hann komast upp fyrir tuttugu titla United og vinna Meistaradeildina aftur,“ sagði Hamann. Enski boltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Sjá meira
Dietmar Hamann, fyrrum miðjumaður Liverpool, segir að félagið sé fimm árum á undan erkifjendum sínum í Manchester United. Liverpool varð í síðustu viku enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár en Hamann segir að nú sé Liverpool félagið sem allir vilja spila fyrir. „Þegar ég var leikmaður þá var Manchester United félagið sem allir vildu fara í. Þú vissir það að ef þú skrifaðir undir við United þá myndirðu vinna medalíur,“ sagði Hamann í samtali við The Mirror. 'Liverpool are FIVE YEARS ahead of Manchester United... Jurgen Klopp has knocked them off their perch'Dietmar Hamann takes a swipe at bitter rivalshttps://t.co/Zq6Awjy1Zz— MailOnline Sport (@MailSport) June 28, 2020 „Þeir voru stærsta félagið og félagið sem allir töluðu um, innan og fyrir utan England. Síðan Sir Alex Ferguson hætti hefur United verið í vandræðum og á fullkomnum tíma hefur Jurgen Klopp komið inn og gert Liverpool að félaginu sem allir vilja koma til.“ Hamann spilaði fyrir Liverpool á árunum 1999 til 2006 og spilaði tæplega 200 leiki fyrir félagið. Hann var m.a. í l iðinu sem vann Meistaradeildina tímabilið 2004/2005. „Ég er ekki viss um að Liverpool mun einangra ensku úrvalsdeildina eins og United gerði því Manchester City og Pep Guardiola eru þarna líka en Liverpool eru fimm árum á undan United. Stóru liðin í London eru enn lengra á eftir.“ „Klopp á fjögur ár eftir af samningi sínum og fyrir það vill hann komast upp fyrir tuttugu titla United og vinna Meistaradeildina aftur,“ sagði Hamann.
Enski boltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Sjá meira