Sport

Fyrrum sam­starfs­fé­lagar um nýja kónginn: „Hann er að gera þetta til að bjarga Cross­Fit“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eric Roza í ræktinni. Að sjálfsögðu CrossFit.
Eric Roza í ræktinni. Að sjálfsögðu CrossFit. vísir/getty

Fyrir viku síðan vissu ekki margir hver Eric Roza væri og hann átti ekki Instagram-síðu. Nú er hann orðinn eigandi CrossFit með tæplega 70 þúsund fylgjendur á Instagram.

Roza tók yfir CrossFit af Gregg Glassmann sem hafði gert allt vitlaust innan samtakanna eftir það hvernig hann tók á dauða Bandaríkjamannsins George Floyd.

CrossFit-síðan Morning Chalk Up ræddi við nokkra sem standa Eric næst og fengu þá til að lýsa þessum „huldumanni“ fyrir CrossFit-íþróttafólki heimsins.

„Það er nokkuð ótrúlegt að maður eins og Eric er tilbúinn að tileinka lífi sínu CrossFit. Hann er að gera þetta til að bjarga CrossFit. Hann er svo ástríðufullur fyrir CrossFit,“ sagði hinn fimmtugi Max Stock, sem hefur æft í Boulder, CrossFit-stöð Eric, síðustu árin.

Ian Day, CrossFit-þjálfari sem þjálfaði í stöð Eric í Oracle, tekur í svipaðan streng og Max.

„Hann er svo ástríðufullur fyrir öllu sem hann gerir. Það er augljóst að hann elskar CrossFit og hvað það getur gert fyrir fólk. Hann er mjög jákvæður, góður gaur en veit einnig hvernig eigi að afgreiða hllutina,“ sagði Day.

Patrick Burke hefur farið sex sinnum á heimsleikana í CrossFit og hann ber Eric söguna vel.

„Hann er frábær persóna. Hann hefur endalaust af orku. Ef þú talar við þennan gaur í fimm mínútur er ég viss um að „burpees“ og CrossFit mun velta út úr munninum á honum. Hann er leiðtogi og veit hvernig á að koma fólki inn og búa til lið,“ sagði Burke.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×