Bíó og sjónvarp

Hvítir leikarar munu ekki tala fyrir per­sónur af öðrum upp­runa

Sylvía Hall skrifar
Apu er einn þekktasti karakter þáttanna. Nú mun hann fá nýja rödd.
Apu er einn þekktasti karakter þáttanna. Nú mun hann fá nýja rödd. Youtube

Framleiðendur hinna geysivinsælu The Simpsons hafa gefið það út að hvítir leikarar munu ekki tala fyrir persónur af öðrum uppruna. Þetta þýðir til að mynda að nýr leikari mun taka við því hlutverki að tala fyrir indverska karakterinn og búðareigandann Apu.

Leikarinn Hank Azaria hefur talað fyrir Apu frá upphafi, eða í þrjátíu ár, en það hefur lengi þótt umdeilt. Hann greindi frá því fyrr á árinu að hann myndi hætta í því hlutverki.

Azaria hefur einnig séð um að tala fyrir aðrar persónur í þáttunum, til að mynda lögreglumanninn Lou og mexíkóska býflugnamanninn. Hann sagðist vera miður sín ef einhver hefði upplifað túlkun sína á Apu fordómafulla.

Í stuttri yfirlýsingu frá framleiðendum þáttanna er það tekið skýrt fram að meiri fjölbreytileiki verði í vali á raddleikurum og það sé það rétta í stöðunni.

„Við tókum þessa ákvörðun saman. Við vorum sammála. Okkur líður eins og þetta sé rétt ákvörðun,“ segir í yfirlýsingunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.