Skimunargjald á landamærunum lækkað Andri Eysteinsson skrifar 26. júní 2020 16:12 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá þessu á blaðamannafundinum. Vísir/Vilhelm Áfram verður haldið með skimanir á Keflavíkurflugvelli þrátt fyrir að ekki hafi greinst mörg virk smit frá því að skimanir á flugvellinum hófust. Frá og með 1. Júlí hefst gjaldtaka fyrir sýnatökur kjósi farþegar sem koma til landsins að forðast sóttkví. Stjórnvöld höfðu ákvarðað að farþegar sem komi til landsins skyldu greiða 15.000 krónur fyrir kórónuveiruskimun á landamærunum. Mörgum fannst verðið full hátt og töldu að það myndi fæla frá hugsanlega ferðamenn. Hafði ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures til dæmis tekið til þess ráðs að bjóða upp á að greiða skimunargjaldið fyrir viðskiptavini í formi afsláttar á pakkaferðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti það á blaðamannafundi sem nú fer fram í ráðherrabústaðnum vegna skimana á landamærum að ákvörðun hafi verið tekin um að lækka skuli gjaldið fyrir skimun. Frá og með 1. júlí mun því kosta 11.000 krónur að fara í kórónuveiruskimun á flugvellinum, sé greitt á staðnum en 9.000 krónur sé greitt fyrirfram. öNýtt mat byggt á fenginni reynslu og breyttum forsendum leiðir í ljós að kostnaður við hvert sýni er að jafnaði lægra en ætlað var. Reglugerð heilbrigðisráðherra um gjaldtökuna hefur verið send til birtingar í Stjórnartíðindum,“ segir í tilkynningu frá stjórnvöldum. Sagði forsætisráðherra að með því væri verið að hvetja farþega til þess að greiða fyrir fram. Gjaldtakan hafi þótt nauðsynleg til að mæta þeim mikla kostnaði sem fylgir sýnatökunum, ýmis sjónarmið hafi heyrst en nauðsynlegt hafi verið að fylgja sjónarmiðum sóttvarna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Áfram verður haldið með skimanir á Keflavíkurflugvelli þrátt fyrir að ekki hafi greinst mörg virk smit frá því að skimanir á flugvellinum hófust. Frá og með 1. Júlí hefst gjaldtaka fyrir sýnatökur kjósi farþegar sem koma til landsins að forðast sóttkví. Stjórnvöld höfðu ákvarðað að farþegar sem komi til landsins skyldu greiða 15.000 krónur fyrir kórónuveiruskimun á landamærunum. Mörgum fannst verðið full hátt og töldu að það myndi fæla frá hugsanlega ferðamenn. Hafði ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures til dæmis tekið til þess ráðs að bjóða upp á að greiða skimunargjaldið fyrir viðskiptavini í formi afsláttar á pakkaferðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti það á blaðamannafundi sem nú fer fram í ráðherrabústaðnum vegna skimana á landamærum að ákvörðun hafi verið tekin um að lækka skuli gjaldið fyrir skimun. Frá og með 1. júlí mun því kosta 11.000 krónur að fara í kórónuveiruskimun á flugvellinum, sé greitt á staðnum en 9.000 krónur sé greitt fyrirfram. öNýtt mat byggt á fenginni reynslu og breyttum forsendum leiðir í ljós að kostnaður við hvert sýni er að jafnaði lægra en ætlað var. Reglugerð heilbrigðisráðherra um gjaldtökuna hefur verið send til birtingar í Stjórnartíðindum,“ segir í tilkynningu frá stjórnvöldum. Sagði forsætisráðherra að með því væri verið að hvetja farþega til þess að greiða fyrir fram. Gjaldtakan hafi þótt nauðsynleg til að mæta þeim mikla kostnaði sem fylgir sýnatökunum, ýmis sjónarmið hafi heyrst en nauðsynlegt hafi verið að fylgja sjónarmiðum sóttvarna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira