Fyrsta innanlandssmitið síðan í maí og hugsanlegt hópsmit Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. júní 2020 12:07 Víðir Reynisson er með þau skilaboð til þeirra sem koma til landsins frá löndum þar sem mikið er um smit að vera í eins litlum samskiptum og hægt er við annað fólk fyrstu tvær vikurnar eftir heimkomu. STÖÐ2 Starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins greindist í morgun með kórónuveiruna. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið síðan í maí og er smitrakning unnin eftir því verklagi að um hugsanlegt hópsmit sé að ræða. Smitrakningarteymið vinnur nú að því að rekja smitið og er ljóst að tugir manns fara í sóttkví. Að sögn Ástu Sigrúnar Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins kom upp grunur um smitið í gærkvöld og fór samstarfsfólk hins veika í sjálfskipaða sóttkví í morgun. Ráðherrar eru ekki með skrifstofur á þeirri hæð þar sem sýkingin kom upp. „Við erum með tvö smit í gangi núna þar sem smitrakning er í gangi. Þar sem tugir manna fara í sóttkví vegna. Það er verið að vinna það eins hratt og hægt er og eins og eins og ég segi þá eru tugir,sennilega hundrað manns að fara í sóttkví út af þessu. Sú vinna er í eðlilegum farvegi og margir sem tengjast þessu,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón ríkislögreglustjóra. Smitin tvö sem um ræðir eru smit starsmanns atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og smit knattspyrnukonu í efstu deild sem greint var frá í gær. Að sögn Víðis tengjast smitin. „Þau gera það. Við erum að vinna þett á þeirri línu að það sé hugsanlegt hópsmit í gangi þannig við vinnum eftir þeirri viðbragðsáætlnun,“ sagði Víðir. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið síðan í maí. „Við erum með þau skilaboð að Íslendingar sem eru að koma að utan frá Bandaríkjunum, Indlandi, Brasilíu, Rússlandi, Svíþjóð og þeirra landa þar sem mikið er um smit, séu í eins litlum samskiptum við annað fólk eins og mögulegt er fyrstu tvær vikurnar eftir heimkomu. Þrátt fyrir að hafa fengið neikvætt sýni á landamærum. Við höfum alltaf sagt að neikvætt sýni á kandamærum er ekki 100 prósent og það sýndi sig í þessu tilfelli,“ sagði Víðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan 16 og er efni fundarins skimun ferðamanna á landamærum. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðuneytisfólk í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Starfsmaður sagður hafa smitast af knattspyrnukonu úr Kópavogi. 26. júní 2020 11:17 Fimm leikjum frestað vegna smitsins KSÍ hefur frestað fimm leikjum eftir að leikmaður Breiðabliks í fótbolta kvenna greindist með kórónuveirusmit. Ekki stendur til að fresta öðrum leikjum en leikjum Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna. 26. júní 2020 11:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Sjá meira
Starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins greindist í morgun með kórónuveiruna. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið síðan í maí og er smitrakning unnin eftir því verklagi að um hugsanlegt hópsmit sé að ræða. Smitrakningarteymið vinnur nú að því að rekja smitið og er ljóst að tugir manns fara í sóttkví. Að sögn Ástu Sigrúnar Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins kom upp grunur um smitið í gærkvöld og fór samstarfsfólk hins veika í sjálfskipaða sóttkví í morgun. Ráðherrar eru ekki með skrifstofur á þeirri hæð þar sem sýkingin kom upp. „Við erum með tvö smit í gangi núna þar sem smitrakning er í gangi. Þar sem tugir manna fara í sóttkví vegna. Það er verið að vinna það eins hratt og hægt er og eins og eins og ég segi þá eru tugir,sennilega hundrað manns að fara í sóttkví út af þessu. Sú vinna er í eðlilegum farvegi og margir sem tengjast þessu,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón ríkislögreglustjóra. Smitin tvö sem um ræðir eru smit starsmanns atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og smit knattspyrnukonu í efstu deild sem greint var frá í gær. Að sögn Víðis tengjast smitin. „Þau gera það. Við erum að vinna þett á þeirri línu að það sé hugsanlegt hópsmit í gangi þannig við vinnum eftir þeirri viðbragðsáætlnun,“ sagði Víðir. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið síðan í maí. „Við erum með þau skilaboð að Íslendingar sem eru að koma að utan frá Bandaríkjunum, Indlandi, Brasilíu, Rússlandi, Svíþjóð og þeirra landa þar sem mikið er um smit, séu í eins litlum samskiptum við annað fólk eins og mögulegt er fyrstu tvær vikurnar eftir heimkomu. Þrátt fyrir að hafa fengið neikvætt sýni á landamærum. Við höfum alltaf sagt að neikvætt sýni á kandamærum er ekki 100 prósent og það sýndi sig í þessu tilfelli,“ sagði Víðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan 16 og er efni fundarins skimun ferðamanna á landamærum. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðuneytisfólk í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Starfsmaður sagður hafa smitast af knattspyrnukonu úr Kópavogi. 26. júní 2020 11:17 Fimm leikjum frestað vegna smitsins KSÍ hefur frestað fimm leikjum eftir að leikmaður Breiðabliks í fótbolta kvenna greindist með kórónuveirusmit. Ekki stendur til að fresta öðrum leikjum en leikjum Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna. 26. júní 2020 11:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Sjá meira
Ráðuneytisfólk í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Starfsmaður sagður hafa smitast af knattspyrnukonu úr Kópavogi. 26. júní 2020 11:17
Fimm leikjum frestað vegna smitsins KSÍ hefur frestað fimm leikjum eftir að leikmaður Breiðabliks í fótbolta kvenna greindist með kórónuveirusmit. Ekki stendur til að fresta öðrum leikjum en leikjum Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna. 26. júní 2020 11:37