Stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið og segja upp stórum hluta starfsfólks Sylvía Hall skrifar 25. júní 2020 15:39 Fyrirtækið mun þurfa að segja starfsmönnum upp en stefnt er að því að endurráða þá þegar framleiðsla hefst á ný. Vísir/vilhelm Ákvörðun hefur verið tekin um að stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið vegna neikvæðra áhrifa kórónuveirufaraldursins á heimsmarkað með kísilmálm. Faraldurinn er sagður hafa haft verulega neikvæð áhrif á verð og eftirspurn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá PCC þar sem kemur jafnframt fram að þetta séu tímabundnar aðgerðir þar til markaðurinn nær sér aftur á strik. Starfsmannafundur stendur nú yfir en hann hófst klukkan 15. Slökkt verður á báðum ofnum verksmiðjunnar í lok júlí og hafa starfsmenn og trúnaðarmenn þeirra verið upplýstir um þessa stöðu. Ljóst er að uppsagnir verða vegna framleiðslustöðvunarinnar en félagið stefnir á að endurráða starfsfólkið þegar framleiðsla fer af stað á ný. Félagið er sagt hafa leitað allra leiða til þess að halda framleiðslunni gangandi undanfarið en of mikil óvissa sé í heimshagkerfinu til þess að halda áfram. Því þurfi að grípa til þessara úrræða. „Það var erfitt að taka þessa ákvörðun og hefðum við fundið raunhæfa leið til að forðast uppsagnir hefðum við farið hana. Ég er hins vegar viss um að heimsmarkaðurinn muni taka við sér að nýju. Þegar það gerist munum við setja uppgerða verksmiðjuna aftur í gang og ráða aftur eins mikið af fólkinu okkar og við getum,“ er haft eftir Rúnari Sigurpálssyni í fréttatilkynningu. Í tilkynningunni segir að þessi tími verði nýttur í viðhald og endurbætur á hreinsivirki verksmiðjunnar og er stefnt að því að ljúka viðhalds- og endurbótavinnu í ágústlok. Hluti þaksins verður fjarlægður og nýjum tækjabúnaði komið fyrir. Norðurþing Vinnumarkaður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Ákvörðun hefur verið tekin um að stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið vegna neikvæðra áhrifa kórónuveirufaraldursins á heimsmarkað með kísilmálm. Faraldurinn er sagður hafa haft verulega neikvæð áhrif á verð og eftirspurn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá PCC þar sem kemur jafnframt fram að þetta séu tímabundnar aðgerðir þar til markaðurinn nær sér aftur á strik. Starfsmannafundur stendur nú yfir en hann hófst klukkan 15. Slökkt verður á báðum ofnum verksmiðjunnar í lok júlí og hafa starfsmenn og trúnaðarmenn þeirra verið upplýstir um þessa stöðu. Ljóst er að uppsagnir verða vegna framleiðslustöðvunarinnar en félagið stefnir á að endurráða starfsfólkið þegar framleiðsla fer af stað á ný. Félagið er sagt hafa leitað allra leiða til þess að halda framleiðslunni gangandi undanfarið en of mikil óvissa sé í heimshagkerfinu til þess að halda áfram. Því þurfi að grípa til þessara úrræða. „Það var erfitt að taka þessa ákvörðun og hefðum við fundið raunhæfa leið til að forðast uppsagnir hefðum við farið hana. Ég er hins vegar viss um að heimsmarkaðurinn muni taka við sér að nýju. Þegar það gerist munum við setja uppgerða verksmiðjuna aftur í gang og ráða aftur eins mikið af fólkinu okkar og við getum,“ er haft eftir Rúnari Sigurpálssyni í fréttatilkynningu. Í tilkynningunni segir að þessi tími verði nýttur í viðhald og endurbætur á hreinsivirki verksmiðjunnar og er stefnt að því að ljúka viðhalds- og endurbótavinnu í ágústlok. Hluti þaksins verður fjarlægður og nýjum tækjabúnaði komið fyrir.
Norðurþing Vinnumarkaður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira