Tókst ekki að bæta heimsmetið en bættu eigið Íslandsmet Anton Ingi Leifsson skrifar 25. júní 2020 15:00 Eggert Unnar Sæþórsson reyndi við heimsmet á Stöð 2 eSport í gær ásamt þeim Ými og Axel. mynd/eggert unnar Rafíþróttamennirnir Axel Guðmundsson, Eggert Gunnar Snæþórsson og Ýmir Kolka Júlíusson reyndu við heimsmet í Call of Duty: Warzone í gær. Það tókst ekki en þeir bættu þó eigið Íslandsmet. Strákarnir reyndu við heimsmetið í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport í gær en það tókst ekki. Þeir þrír áttu þó Íslandsmetið og bættu það í gær en þeir náðu samtals 58 drápum, sem er nýtt Íslandsmet. „Þeir fóru algjörum hamförum en það tók þá smá tíma að venjast því að spila með ljósin og myndavélarnar og það var ekki fyrr en það leið á kvöldið sem þeir fóru að sýna meistarataktana,“ sagði Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasambandsins í samtali við Vísi. „Það var mikill hraði og fjör í útsendingunni. Það var gaman að sjá snerpuna og hæfileikana hjá þessum strákum. Við eigum svo frambærilega rafíþróttamenn og þó að þeir hafi ekki alveg náð heimsmetinu þá sýndu þeir okkur sem heima sátum hversu ótrúlega góðir þeir eru,“ bætti Aron við. Eggert Unnar var svekktur þegar Vísir heyrði í honum fyrr í dag. „Já og nei,“ svaraði Eggert er hann var spurður hvort að hann væri sáttur með frammistöðuna. „Mér fannst við aldrei komast í „“grúv“ og náðum aldrei neinu flæði. Þetta var allt nýtt fyrir okkur og það er eitt að spila heima og annað að vera mættur þarna.“ Hann segir að það komi vel til greina að reyna aftur við metið. „Nú er boltinn hjá Stöð 2 og spurning hvort eða hvenær þetta verður reynt aftur. Mér finnst það mjög líklegt og þá getum við lært af þessu í gær.“ Gærdagurinn var, eins og áður segir, ekki bara dökkur því þríeykið bætti eigið Íslandsmet. „Við náðum einum góðum leik og í endann var þetta mjög gaman, svo ég er sáttur við það,“ sagði Eggert. Rafíþróttir Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn
Rafíþróttamennirnir Axel Guðmundsson, Eggert Gunnar Snæþórsson og Ýmir Kolka Júlíusson reyndu við heimsmet í Call of Duty: Warzone í gær. Það tókst ekki en þeir bættu þó eigið Íslandsmet. Strákarnir reyndu við heimsmetið í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport í gær en það tókst ekki. Þeir þrír áttu þó Íslandsmetið og bættu það í gær en þeir náðu samtals 58 drápum, sem er nýtt Íslandsmet. „Þeir fóru algjörum hamförum en það tók þá smá tíma að venjast því að spila með ljósin og myndavélarnar og það var ekki fyrr en það leið á kvöldið sem þeir fóru að sýna meistarataktana,“ sagði Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasambandsins í samtali við Vísi. „Það var mikill hraði og fjör í útsendingunni. Það var gaman að sjá snerpuna og hæfileikana hjá þessum strákum. Við eigum svo frambærilega rafíþróttamenn og þó að þeir hafi ekki alveg náð heimsmetinu þá sýndu þeir okkur sem heima sátum hversu ótrúlega góðir þeir eru,“ bætti Aron við. Eggert Unnar var svekktur þegar Vísir heyrði í honum fyrr í dag. „Já og nei,“ svaraði Eggert er hann var spurður hvort að hann væri sáttur með frammistöðuna. „Mér fannst við aldrei komast í „“grúv“ og náðum aldrei neinu flæði. Þetta var allt nýtt fyrir okkur og það er eitt að spila heima og annað að vera mættur þarna.“ Hann segir að það komi vel til greina að reyna aftur við metið. „Nú er boltinn hjá Stöð 2 og spurning hvort eða hvenær þetta verður reynt aftur. Mér finnst það mjög líklegt og þá getum við lært af þessu í gær.“ Gærdagurinn var, eins og áður segir, ekki bara dökkur því þríeykið bætti eigið Íslandsmet. „Við náðum einum góðum leik og í endann var þetta mjög gaman, svo ég er sáttur við það,“ sagði Eggert.
Rafíþróttir Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn