Eins og kletturinn væri að detta undan höndunum á henni Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júní 2020 11:48 Lukka sést hér með hvítan hjálm í klettunum um helgina. Aðsend Hópur klifrara sem var við klifur í gilinu við Munkaþverá um helgina fann vel fyrir stóru jarðskjálftunum sem riðu yfir úti fyrir Norðurlandi á laugardag. Ein úr hópnum lýsir því að kletturinn undir höndunum á henni hafi virst laus þegar jörð skalf en þegar hún seig aftur niður var allt orðið pikkfast á ný. Afar öflug jarðskjálftahrina hefur verið í gangi úti fyrir Eyjafirði síðustu sólarhringa. Skjálftar að stærð 5,4 og 5,6 mældust skömmu eftir klukkan þrjú og um klukkan hálf átta á laugardag, tveir af þeim stærstu í hrinunni nú. Jörð hélt áfram að skjálfa dagana á eftir og á sunnudag mældist stærsti skjálftinn í hrinunni, 5,8 að stærð. Styrkur skjálftanna hefur þó minnkað, fjöldi skjálfta mældist í nótt en enginn þeirra var yfir þremur að stærð. Eins og gripin væru laus en voru í raun pikkföst Lukka Mörk Sigurðardóttir, sextán ára klifrari, var að klifra í klettum í gilinu við Munkaþverá í grennd við Akureyri ásamt þjálfara og um sex öðrum krökkum þegar stóru skjálftarnir urðu á laugardag. Lukka segir í samtali við Vísi að hópurinn hafi byrjað klifrið um klukkan eitt eftir hádegi og verið að til um átta eða níu – og þannig fundið fyrir báðum skjálftunum, auk nokkurra eftirskjálfta. „Við fundum fyrir því þegar við vorum að klifra að það var eins og sumir hlutarnir af klettunum væru lausir, en svo þegar við fórum niður aftur var það allt pikkfast. Þannig að það hefur akkúrat komið jarðskjálfti þegar við vorum að klifra og okkur fannst þess vegna eins og gripin væru laus þegar þau voru í rauninni föst,“ segir Lukka. Hópurinn sem klifraði saman um helgina. Lukka er fremst til hægri á mynd.Aðsend „Maður tók einhvers staðar í klettinn og manni fannst eins og það væri að detta af það sem maður hélt í. Svo þegar við vorum komin upp og sigum aftur niður tókum við í á sömu stöðum og þá var eins og það væri pikkfast, hreyfðist ekki neitt.“ Varð aldrei hrædd Engum varð þó meint af ævintýrinu, enda öryggisbúnaður í fullkomnu lagi. „Svo var ég einu sinni að klifra og kletturinn hristist svolítið. Svo var vinur minn að klifra og ég að tryggja hann og þá hrundi sandur og smásteinar yfir okkur. En það eru allir með hjálm í íþróttinni út af þessum ástæðu, grjóthruni og svoleiðis, þannig að það slasaðist enginn.“ Lukka, sem hóf klifurferilinn átta ára, kveðst aldrei hafa fundið fyrir slíku áður. „Þetta var mjög furðulegt að grípa í. Því maður hefur alveg fundið fyrir einhverju lausu í klettunum áður en þá hefur það verið laust fyrir. En þetta var alveg pikkfast og maður var alltaf að finna fyrir einhverjum hristingi.“ En varð Lukka einhvern tímann hrædd? „Nei,“ svarar hún að bragði. „Því við vitum að allur öryggisbúnaður sem við erum með er nánast hundrað prósent öruggur. Þannig að við vissum að þó að eitthvað myndi gerast værum við alveg örugg.“ Forsíðumyndin í fullri stærð.Aðsend Eyjafjarðarsveit Eldgos og jarðhræringar Klifur Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Hópur klifrara sem var við klifur í gilinu við Munkaþverá um helgina fann vel fyrir stóru jarðskjálftunum sem riðu yfir úti fyrir Norðurlandi á laugardag. Ein úr hópnum lýsir því að kletturinn undir höndunum á henni hafi virst laus þegar jörð skalf en þegar hún seig aftur niður var allt orðið pikkfast á ný. Afar öflug jarðskjálftahrina hefur verið í gangi úti fyrir Eyjafirði síðustu sólarhringa. Skjálftar að stærð 5,4 og 5,6 mældust skömmu eftir klukkan þrjú og um klukkan hálf átta á laugardag, tveir af þeim stærstu í hrinunni nú. Jörð hélt áfram að skjálfa dagana á eftir og á sunnudag mældist stærsti skjálftinn í hrinunni, 5,8 að stærð. Styrkur skjálftanna hefur þó minnkað, fjöldi skjálfta mældist í nótt en enginn þeirra var yfir þremur að stærð. Eins og gripin væru laus en voru í raun pikkföst Lukka Mörk Sigurðardóttir, sextán ára klifrari, var að klifra í klettum í gilinu við Munkaþverá í grennd við Akureyri ásamt þjálfara og um sex öðrum krökkum þegar stóru skjálftarnir urðu á laugardag. Lukka segir í samtali við Vísi að hópurinn hafi byrjað klifrið um klukkan eitt eftir hádegi og verið að til um átta eða níu – og þannig fundið fyrir báðum skjálftunum, auk nokkurra eftirskjálfta. „Við fundum fyrir því þegar við vorum að klifra að það var eins og sumir hlutarnir af klettunum væru lausir, en svo þegar við fórum niður aftur var það allt pikkfast. Þannig að það hefur akkúrat komið jarðskjálfti þegar við vorum að klifra og okkur fannst þess vegna eins og gripin væru laus þegar þau voru í rauninni föst,“ segir Lukka. Hópurinn sem klifraði saman um helgina. Lukka er fremst til hægri á mynd.Aðsend „Maður tók einhvers staðar í klettinn og manni fannst eins og það væri að detta af það sem maður hélt í. Svo þegar við vorum komin upp og sigum aftur niður tókum við í á sömu stöðum og þá var eins og það væri pikkfast, hreyfðist ekki neitt.“ Varð aldrei hrædd Engum varð þó meint af ævintýrinu, enda öryggisbúnaður í fullkomnu lagi. „Svo var ég einu sinni að klifra og kletturinn hristist svolítið. Svo var vinur minn að klifra og ég að tryggja hann og þá hrundi sandur og smásteinar yfir okkur. En það eru allir með hjálm í íþróttinni út af þessum ástæðu, grjóthruni og svoleiðis, þannig að það slasaðist enginn.“ Lukka, sem hóf klifurferilinn átta ára, kveðst aldrei hafa fundið fyrir slíku áður. „Þetta var mjög furðulegt að grípa í. Því maður hefur alveg fundið fyrir einhverju lausu í klettunum áður en þá hefur það verið laust fyrir. En þetta var alveg pikkfast og maður var alltaf að finna fyrir einhverjum hristingi.“ En varð Lukka einhvern tímann hrædd? „Nei,“ svarar hún að bragði. „Því við vitum að allur öryggisbúnaður sem við erum með er nánast hundrað prósent öruggur. Þannig að við vissum að þó að eitthvað myndi gerast værum við alveg örugg.“ Forsíðumyndin í fullri stærð.Aðsend
Eyjafjarðarsveit Eldgos og jarðhræringar Klifur Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda