Rígmontinn af humarlistaverki við Hafið bláa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. júní 2020 19:15 Hjónin Hannes og Þórhildur á Hrauni í Ölfusi og eigendur af veitingastaðnum Hafinu Bláa í Ölfusi við humarlistaverkið á staðnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Þeir sem eiga leið um Ölfusið fram hjá Hafinu bláa ættu ekki að láta sér bregða þegar þeir sjá risa humar á þurru landi einn og yfirgefinn. Ástæðan er sú að hér er um sex metra mannhæðarháan humar að ræða, sem er listaverk eftir skipstjóra úr Þorlákshöfn og tileinkað hetjum hafsins. Listaverkið sem heitir „Humar við hafið“ var afhjúpað við veitingastaðinn Hafið bláa í Ölfusi á 17. júní að viðstöddu fjölmenni. Verkið er allt hið glæsilegasta en hugmyndin að því áttu hjónin á Hrauni í Ölfusi, þau Þórhildur Ólafsdóttir og Hannes Sigurðsson, eigendur Hafsins bláa. Listamaðurinn er sjómaður í Þorlákshöfn en verkið heitir „Humar við hafið“. „Verkið er mótað úr hvítu einangrunarplasti og svo járngrind inn í og svo er þetta trefjaplast og svo málaði ég humarinn. Það tók mig fjóra mánuði að vinna verkið en það var skemmtilegt og krefjandi,“ segir Kjartan B. Sigurðsson skipstjóri í Þorlákshöfn og listamaður verksins. Humarinn er sex metrar og mannhæðarhár. Verkið heitir „Humar við hafið“ og var unnið af listamanninum og skipstjóranum Kjartani B. Sigurðssyni í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Humarinn er tileinkaður íslenska sjómanninum, en af hverju er það? „Okkur finnst það bara eðlilegt, við erum hér við Hafið bláa, veitingastað, sem stendur hér á fjörukambinum við Skötubótina og Selvogsbankann framundan og mikil humarmið voru hér á árum áður og hér er örstutt til Eyrarbakka. Þar var reyndar fyrsta humarútgerð á Íslandi, sem að heitið gat 1954,“ segir Hannes. Hannes segist vera mjög stoltur af nýja listaverkinu. „Já, ég er alveg rígmontinn, þetta er glæsilegt og handverkið ber listamanninum vott um snilli. Ég er alveg viss um að margir munu láta mynda sig við verkið í sumar enda er það afbragðs mótíf,“ bætir Hannes við. Ölfus Styttur og útilistaverk Handverk Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Þeir sem eiga leið um Ölfusið fram hjá Hafinu bláa ættu ekki að láta sér bregða þegar þeir sjá risa humar á þurru landi einn og yfirgefinn. Ástæðan er sú að hér er um sex metra mannhæðarháan humar að ræða, sem er listaverk eftir skipstjóra úr Þorlákshöfn og tileinkað hetjum hafsins. Listaverkið sem heitir „Humar við hafið“ var afhjúpað við veitingastaðinn Hafið bláa í Ölfusi á 17. júní að viðstöddu fjölmenni. Verkið er allt hið glæsilegasta en hugmyndin að því áttu hjónin á Hrauni í Ölfusi, þau Þórhildur Ólafsdóttir og Hannes Sigurðsson, eigendur Hafsins bláa. Listamaðurinn er sjómaður í Þorlákshöfn en verkið heitir „Humar við hafið“. „Verkið er mótað úr hvítu einangrunarplasti og svo járngrind inn í og svo er þetta trefjaplast og svo málaði ég humarinn. Það tók mig fjóra mánuði að vinna verkið en það var skemmtilegt og krefjandi,“ segir Kjartan B. Sigurðsson skipstjóri í Þorlákshöfn og listamaður verksins. Humarinn er sex metrar og mannhæðarhár. Verkið heitir „Humar við hafið“ og var unnið af listamanninum og skipstjóranum Kjartani B. Sigurðssyni í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Humarinn er tileinkaður íslenska sjómanninum, en af hverju er það? „Okkur finnst það bara eðlilegt, við erum hér við Hafið bláa, veitingastað, sem stendur hér á fjörukambinum við Skötubótina og Selvogsbankann framundan og mikil humarmið voru hér á árum áður og hér er örstutt til Eyrarbakka. Þar var reyndar fyrsta humarútgerð á Íslandi, sem að heitið gat 1954,“ segir Hannes. Hannes segist vera mjög stoltur af nýja listaverkinu. „Já, ég er alveg rígmontinn, þetta er glæsilegt og handverkið ber listamanninum vott um snilli. Ég er alveg viss um að margir munu láta mynda sig við verkið í sumar enda er það afbragðs mótíf,“ bætir Hannes við.
Ölfus Styttur og útilistaverk Handverk Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira