Samþykktu áframhaldandi samstarf og kaup á þremur björgunarskipum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júní 2020 12:23 Neskaupstaður, Norðfjörður Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áframhaldandi samstarf ríkisins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar um kaup á þremur nýjum björgunarskipum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að tillagan geri ráð fyrir 150 milljóna árlegri króna fjárveitingu úr ríkissjóði í þrjú ár, með fyrirvara um breytingar og samþykki Alþingis á tillögunni. Eins segir að samhliða verði gert samkomulag við Landsbjörg um fjármögnun og viðhald umræddra björgunarskipa til lengri tíma. „Tillögurnar byggja á vinnu starfshóps sem skipaður var í kjölfar þess að Alþingi samþykkti 149. löggjafarþingi að vísa tillögu um eflingu björgunarskipaflota Slysavarnarfélagsins Landsbjargar til ríkisstjórnar. Starfshópurinn heldur áfram störfum og mun fela Ríkiskaupum útfærslu útboðslýsingar,“ segir þá í tilkynningunni. Í skýrslu starfshópsins, sem gefin var út í síðasta mánuði, er það metið sem svo að stjórnvöld standi frammi fyrir tveimur valkostum. Annars vegar að vinna áfram að undirbúningi samstarfs ríkisins og Landsbjargar um kaup á 10-13 björgunarskipum næstu tíu árin, og hins vegar að vinna áfram að undirbúningi samstarfs sömu aðila um kaup á þremur skipum á næstu þremur árum. Í tillögum starfshópsins er seinni kosturinn, sem varð fyrir valinu, sagður í samræmi við þau tímamörk sem lagt er upp með í þingsályktunartillögu er lýtur að málinu og í samræmi við áherslur stjórnvalda um að tryggja öryggi og almannahagsmuni. Eins sé kosturinn fýsilegur í því efnahagsástandi sem nú er uppi. Þá er því haldið fram að áhætta ríkisins sé minni með þessari leið, auk þess sem hún feli í sér tækifæri til að örva nýsköpun hér á landi. Björgunarsveitir Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áframhaldandi samstarf ríkisins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar um kaup á þremur nýjum björgunarskipum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að tillagan geri ráð fyrir 150 milljóna árlegri króna fjárveitingu úr ríkissjóði í þrjú ár, með fyrirvara um breytingar og samþykki Alþingis á tillögunni. Eins segir að samhliða verði gert samkomulag við Landsbjörg um fjármögnun og viðhald umræddra björgunarskipa til lengri tíma. „Tillögurnar byggja á vinnu starfshóps sem skipaður var í kjölfar þess að Alþingi samþykkti 149. löggjafarþingi að vísa tillögu um eflingu björgunarskipaflota Slysavarnarfélagsins Landsbjargar til ríkisstjórnar. Starfshópurinn heldur áfram störfum og mun fela Ríkiskaupum útfærslu útboðslýsingar,“ segir þá í tilkynningunni. Í skýrslu starfshópsins, sem gefin var út í síðasta mánuði, er það metið sem svo að stjórnvöld standi frammi fyrir tveimur valkostum. Annars vegar að vinna áfram að undirbúningi samstarfs ríkisins og Landsbjargar um kaup á 10-13 björgunarskipum næstu tíu árin, og hins vegar að vinna áfram að undirbúningi samstarfs sömu aðila um kaup á þremur skipum á næstu þremur árum. Í tillögum starfshópsins er seinni kosturinn, sem varð fyrir valinu, sagður í samræmi við þau tímamörk sem lagt er upp með í þingsályktunartillögu er lýtur að málinu og í samræmi við áherslur stjórnvalda um að tryggja öryggi og almannahagsmuni. Eins sé kosturinn fýsilegur í því efnahagsástandi sem nú er uppi. Þá er því haldið fram að áhætta ríkisins sé minni með þessari leið, auk þess sem hún feli í sér tækifæri til að örva nýsköpun hér á landi.
Björgunarsveitir Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira