Barcelona vann 2-0 sigur á Leganes í gær en fæðingin var ansi erfið. Sigurinn hafðist þó að lokum og Börsungar eru með fimm stiga forskot á Real Madrid, sem á þó leik til góða.
Leganes átti hættulegri færi í fyrri hálfleik en hinn ungi og afar efnilegi Ansu Fati skoraði fyrsta mark leiksins á 42. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.
The only way to stop him pic.twitter.com/IewkLvlSDz
— B/R Football (@brfootball) June 16, 2020
Lionel Messi tók málin í sínar hendur í síðari hálfleik. Hann fiskaði vítaspyrnu á 69. mínútu með ótrúlegum spretti en hann fór sjálfur á punktinn og skoraði. Lokatölur 2-0.
Mörkin og magnaðan sprett Messi má sjá hér að neðan.