Sigla heim eftir að áhöfnin hafnaði launalækkun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2020 09:19 Áhöfn Berglínar siglir nú frá Siglufirði til Njarðvíkur, í burtu frá rækjuslóðum. Vísir/Vilhelm Áhöfnin á rækjuskipinu Berglíni GK 300 tók í gær einróma ákvörðun um að fara ekki aftur á veiðar eftir að í ljós kom á mánudag að laun skipverja hefðu verið lækkuð um 35% án samráðs. Áhöfnin siglir nú frá Siglufirði til Njarðvíkur með tóman bát. Áhöfnin ákvað að fara ekki aftur til veiða fyrr en lækkunin á umsömdum launum yrði leiðrétt eða hún fengi í það minnsta vilyrði um að þau yrðu það. Ingi Þór, fyrsti stýrimaður Berglínar, sagði í samtali við RÚV í nótt að áhöfn skipsins hafi heyrt af því á föstudag að útgerðin, Nesfiskur, hygðist ekki gera upp samkvæmt samningi við skipverja. Það hafi svo komið í ljós á mánudag þegar laun voru greidd út. Þá hafi stjórnendur útgerðarinnar upplýst áhöfnina um það að þeir hygðust ekki gefa vilyrði fyrir leiðréttingu launa. Áhöfnin er þó tilbúin til að mæta stjórnendum til viðræðna um breytingu á launum í ljósi aðstæðna vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég verð að segja að í dag er ég ótrúlega stoltur af því að vera partur af áhöfn Berglín Gk 300, hér var 100% samstaða eftir við vorum sviknir um samninga og laun okkar lækkuð um 35% án samtals þannig við settum hnefann í borðið og sögðum hingað og ekki lengra, við gáfum útgerðinni möguleika á því að gera hreint fyrir sínum dyrum og þá fyrst skyldum við halda til veiða. Þeir tóku ekki þann möguleika þannig við erum að sigla skipinu heim og förum ekki til veiða aftur þangað til að spilað verður eftir reglum aftur,“ skrifaði Ingi Þór á Facebook í gær. Berglín er annað tveggja rækjuveiðiskipa Nesfisks og fékk áhöfn hins skipsins boð á fund til að ræða við stjórnendur Nesfisks í byrjun næstu viku. Áhöfn Berglínar fékk hins vegar ekki boð á sama fund. Áhöfnin landaði fyrst í Siglufirði en fékk svo símtal um að haldið skyldi til Njarðvíkur í burtu frá rækjuslóðum. Ekki var hægt að ná tali af Inga Þór þegar fréttastofa Vísis hafði samband við áhöfnina og enginn annar áhafnarmeðlimur var tilbúinn til að ræða málið að svo stöddu. Bergur Eggertsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Nesfisks í Sandgerði, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann. Kjaramál Sjávarútvegur Reykjanesbær Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Áhöfnin á rækjuskipinu Berglíni GK 300 tók í gær einróma ákvörðun um að fara ekki aftur á veiðar eftir að í ljós kom á mánudag að laun skipverja hefðu verið lækkuð um 35% án samráðs. Áhöfnin siglir nú frá Siglufirði til Njarðvíkur með tóman bát. Áhöfnin ákvað að fara ekki aftur til veiða fyrr en lækkunin á umsömdum launum yrði leiðrétt eða hún fengi í það minnsta vilyrði um að þau yrðu það. Ingi Þór, fyrsti stýrimaður Berglínar, sagði í samtali við RÚV í nótt að áhöfn skipsins hafi heyrt af því á föstudag að útgerðin, Nesfiskur, hygðist ekki gera upp samkvæmt samningi við skipverja. Það hafi svo komið í ljós á mánudag þegar laun voru greidd út. Þá hafi stjórnendur útgerðarinnar upplýst áhöfnina um það að þeir hygðust ekki gefa vilyrði fyrir leiðréttingu launa. Áhöfnin er þó tilbúin til að mæta stjórnendum til viðræðna um breytingu á launum í ljósi aðstæðna vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég verð að segja að í dag er ég ótrúlega stoltur af því að vera partur af áhöfn Berglín Gk 300, hér var 100% samstaða eftir við vorum sviknir um samninga og laun okkar lækkuð um 35% án samtals þannig við settum hnefann í borðið og sögðum hingað og ekki lengra, við gáfum útgerðinni möguleika á því að gera hreint fyrir sínum dyrum og þá fyrst skyldum við halda til veiða. Þeir tóku ekki þann möguleika þannig við erum að sigla skipinu heim og förum ekki til veiða aftur þangað til að spilað verður eftir reglum aftur,“ skrifaði Ingi Þór á Facebook í gær. Berglín er annað tveggja rækjuveiðiskipa Nesfisks og fékk áhöfn hins skipsins boð á fund til að ræða við stjórnendur Nesfisks í byrjun næstu viku. Áhöfn Berglínar fékk hins vegar ekki boð á sama fund. Áhöfnin landaði fyrst í Siglufirði en fékk svo símtal um að haldið skyldi til Njarðvíkur í burtu frá rækjuslóðum. Ekki var hægt að ná tali af Inga Þór þegar fréttastofa Vísis hafði samband við áhöfnina og enginn annar áhafnarmeðlimur var tilbúinn til að ræða málið að svo stöddu. Bergur Eggertsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Nesfisks í Sandgerði, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann.
Kjaramál Sjávarútvegur Reykjanesbær Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira