Sigla heim eftir að áhöfnin hafnaði launalækkun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2020 09:19 Áhöfn Berglínar siglir nú frá Siglufirði til Njarðvíkur, í burtu frá rækjuslóðum. Vísir/Vilhelm Áhöfnin á rækjuskipinu Berglíni GK 300 tók í gær einróma ákvörðun um að fara ekki aftur á veiðar eftir að í ljós kom á mánudag að laun skipverja hefðu verið lækkuð um 35% án samráðs. Áhöfnin siglir nú frá Siglufirði til Njarðvíkur með tóman bát. Áhöfnin ákvað að fara ekki aftur til veiða fyrr en lækkunin á umsömdum launum yrði leiðrétt eða hún fengi í það minnsta vilyrði um að þau yrðu það. Ingi Þór, fyrsti stýrimaður Berglínar, sagði í samtali við RÚV í nótt að áhöfn skipsins hafi heyrt af því á föstudag að útgerðin, Nesfiskur, hygðist ekki gera upp samkvæmt samningi við skipverja. Það hafi svo komið í ljós á mánudag þegar laun voru greidd út. Þá hafi stjórnendur útgerðarinnar upplýst áhöfnina um það að þeir hygðust ekki gefa vilyrði fyrir leiðréttingu launa. Áhöfnin er þó tilbúin til að mæta stjórnendum til viðræðna um breytingu á launum í ljósi aðstæðna vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég verð að segja að í dag er ég ótrúlega stoltur af því að vera partur af áhöfn Berglín Gk 300, hér var 100% samstaða eftir við vorum sviknir um samninga og laun okkar lækkuð um 35% án samtals þannig við settum hnefann í borðið og sögðum hingað og ekki lengra, við gáfum útgerðinni möguleika á því að gera hreint fyrir sínum dyrum og þá fyrst skyldum við halda til veiða. Þeir tóku ekki þann möguleika þannig við erum að sigla skipinu heim og förum ekki til veiða aftur þangað til að spilað verður eftir reglum aftur,“ skrifaði Ingi Þór á Facebook í gær. Berglín er annað tveggja rækjuveiðiskipa Nesfisks og fékk áhöfn hins skipsins boð á fund til að ræða við stjórnendur Nesfisks í byrjun næstu viku. Áhöfn Berglínar fékk hins vegar ekki boð á sama fund. Áhöfnin landaði fyrst í Siglufirði en fékk svo símtal um að haldið skyldi til Njarðvíkur í burtu frá rækjuslóðum. Ekki var hægt að ná tali af Inga Þór þegar fréttastofa Vísis hafði samband við áhöfnina og enginn annar áhafnarmeðlimur var tilbúinn til að ræða málið að svo stöddu. Bergur Eggertsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Nesfisks í Sandgerði, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann. Kjaramál Sjávarútvegur Reykjanesbær Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Áhöfnin á rækjuskipinu Berglíni GK 300 tók í gær einróma ákvörðun um að fara ekki aftur á veiðar eftir að í ljós kom á mánudag að laun skipverja hefðu verið lækkuð um 35% án samráðs. Áhöfnin siglir nú frá Siglufirði til Njarðvíkur með tóman bát. Áhöfnin ákvað að fara ekki aftur til veiða fyrr en lækkunin á umsömdum launum yrði leiðrétt eða hún fengi í það minnsta vilyrði um að þau yrðu það. Ingi Þór, fyrsti stýrimaður Berglínar, sagði í samtali við RÚV í nótt að áhöfn skipsins hafi heyrt af því á föstudag að útgerðin, Nesfiskur, hygðist ekki gera upp samkvæmt samningi við skipverja. Það hafi svo komið í ljós á mánudag þegar laun voru greidd út. Þá hafi stjórnendur útgerðarinnar upplýst áhöfnina um það að þeir hygðust ekki gefa vilyrði fyrir leiðréttingu launa. Áhöfnin er þó tilbúin til að mæta stjórnendum til viðræðna um breytingu á launum í ljósi aðstæðna vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég verð að segja að í dag er ég ótrúlega stoltur af því að vera partur af áhöfn Berglín Gk 300, hér var 100% samstaða eftir við vorum sviknir um samninga og laun okkar lækkuð um 35% án samtals þannig við settum hnefann í borðið og sögðum hingað og ekki lengra, við gáfum útgerðinni möguleika á því að gera hreint fyrir sínum dyrum og þá fyrst skyldum við halda til veiða. Þeir tóku ekki þann möguleika þannig við erum að sigla skipinu heim og förum ekki til veiða aftur þangað til að spilað verður eftir reglum aftur,“ skrifaði Ingi Þór á Facebook í gær. Berglín er annað tveggja rækjuveiðiskipa Nesfisks og fékk áhöfn hins skipsins boð á fund til að ræða við stjórnendur Nesfisks í byrjun næstu viku. Áhöfn Berglínar fékk hins vegar ekki boð á sama fund. Áhöfnin landaði fyrst í Siglufirði en fékk svo símtal um að haldið skyldi til Njarðvíkur í burtu frá rækjuslóðum. Ekki var hægt að ná tali af Inga Þór þegar fréttastofa Vísis hafði samband við áhöfnina og enginn annar áhafnarmeðlimur var tilbúinn til að ræða málið að svo stöddu. Bergur Eggertsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Nesfisks í Sandgerði, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann.
Kjaramál Sjávarútvegur Reykjanesbær Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira