Golf

Evrópumótaraðirnar í golfi snúa aftur | Haraldur og Guðmundur taka þátt

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Haraldur Franklín Magnús er meðal keppenda á Áskorendamótaröðinni.
Haraldur Franklín Magnús er meðal keppenda á Áskorendamótaröðinni. vísir/getty

Í næsta mánuði snúa Evrópu- og Áskorendamótaröðin í golfi aftur. Eru þetta tvær sterkustu mótaraðir Evrópu í greininni.

Evrópska golfsambandið gaf í dag út tilkynningu þess efnis að tvær stærstu mótaraðir sambandsins færu aftur af stað í Austurríki í næsta mánuði.

Áskorendamótaröðin snýr aftur þegar Opna austuríska fer fram frá 9. til 12. júlí. Er það fyrsta mótið sem fer fram eftir fimm mánaða hlé vegna kórónufaraldursins.

Tveir Íslendingar hafa unnið sér inn þátttökurétt á mótinu en það eru þeir Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Þeir eru báðir skráðir í Golfklúbb Reykjavíkur, GR, hér á landi.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur einnig unnið sér inn þátttökurétt.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×