Myndi þiggja afsökunarbeiðni frá Bjarna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. júní 2020 13:51 Þorvaldur Gylfason, Bjarni Benediktsson og Lars Calmfors. Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits myndi þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra þar sem hann hafi sakað sig um vinahygli á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær. Umfjöllun um mál Þorvaldar Gylfasonar hefur vakið athygli utan landsteinanna. Lars Calmfors sem ritstýrð norræna fræðitímaritinu Nordic Economic Policy Review síðustu þrjú ár gagnrýndi í fréttum okkar í gær að Bjarni Benediktsson hefði haft afskipti af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar sem ritstjóra tímaritsins. Í tölvupósti frá Lars í dag segist hann vilja þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra vegna orða Bjarna Benediktssonar sem snertu hann og féllu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær um mál Þorvaldar Gylfasonar. „Ég mælti með Þorvaldi í starfið því ég taldi að hann uppfyllti hæfniskröfur í það. Hann er þekktur alþjóðlega sem hagfræðingur með hæfni á mörgum sviðum og hefur mikla reynslu af því að gera akademísk fræði aðgengileg fyrir stefnumótun. Þá hefur hann yfirgripsmikla þekkingu í vanda norrænna landa í efnahagsmálum. Að því ég best veit setti íslenska fjármálaráðuneytið ekkert út á fræðistörf Þorvaldar heldur vísaði til pólitískra afskipta hans,“ segir Lars í tölvupósti. Lars Calmfors segist afar undrandi á að hafa þar verið sakaður af fjármálaráðherra um vinahygli þegar hann réð Þorvald Gylfasson hagfræðiprófessor sem arftaka sinn. Hann telur að ráðherra hafi aldrei áður skipt sér af ráðningu við tímaritið og telur að tíma þeirra sé betur varið í önnur störf. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær að Þorvaldur Gylfason væri ekki heppilegur samstarfsmaður við ráðuneytið þegar kæmi að því að ritstýra tímaritinu. Bjarni hefði viljað konu sem hefði komið að stefnumótun stjórnvalda í efnahagsmálum. Um sé að ræða norrænt samstarf um útgáfu rits sem sé að ætlað styðja við stefnumótun ríkjanna. „Þannig að efnistökin í ritið séu valin í samráði ráðuneytana, í okkar tilviki fjármálaráðuneytið þannig að þær fræðigreinar sem að fæðast í samstarfinu séu innlegg í þá stefnumótun sem á sér stað á Norðurlöndunum, þetta hefur okkur fundist mikilvægt,“ sagði Bjarni Benediktsson á fundinum í gær. Lars Calmfors segir að ritstjórnin ákveði efnistökin sem geti verið innlegg í stefnumótun í efnahagsmálum. Hann telur að fjármálaráðuneti eigi ekki að stjórna efnistökunum. „Ég tel að við eigum að hafa góðar greinar í ritinu sem geta verið innlegg í stefnumótun í efnahagsmálum. Ég tel ekki að fjármálaráðuneytin sjálf eigi að stjórna efnistökunum. Ritstjórnin velur ákveðið þema sem við teljum að skipti máli fyrir stefnumótun og reynum svo að finna bestu höfundana til að skrifa um málefnið,“ segir Lars. Sænska blaðið Dagens Nyheter fjallar um ráðningarmál Þorvalds Gylfasonar á vef sínum. Þar segir Lars Calmfors segir að málið geti haft áhrif á trúverðugleika umrædds tímarits. Stjórnsýsla Efnahagsmál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits myndi þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra þar sem hann hafi sakað sig um vinahygli á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær. Umfjöllun um mál Þorvaldar Gylfasonar hefur vakið athygli utan landsteinanna. Lars Calmfors sem ritstýrð norræna fræðitímaritinu Nordic Economic Policy Review síðustu þrjú ár gagnrýndi í fréttum okkar í gær að Bjarni Benediktsson hefði haft afskipti af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar sem ritstjóra tímaritsins. Í tölvupósti frá Lars í dag segist hann vilja þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra vegna orða Bjarna Benediktssonar sem snertu hann og féllu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær um mál Þorvaldar Gylfasonar. „Ég mælti með Þorvaldi í starfið því ég taldi að hann uppfyllti hæfniskröfur í það. Hann er þekktur alþjóðlega sem hagfræðingur með hæfni á mörgum sviðum og hefur mikla reynslu af því að gera akademísk fræði aðgengileg fyrir stefnumótun. Þá hefur hann yfirgripsmikla þekkingu í vanda norrænna landa í efnahagsmálum. Að því ég best veit setti íslenska fjármálaráðuneytið ekkert út á fræðistörf Þorvaldar heldur vísaði til pólitískra afskipta hans,“ segir Lars í tölvupósti. Lars Calmfors segist afar undrandi á að hafa þar verið sakaður af fjármálaráðherra um vinahygli þegar hann réð Þorvald Gylfasson hagfræðiprófessor sem arftaka sinn. Hann telur að ráðherra hafi aldrei áður skipt sér af ráðningu við tímaritið og telur að tíma þeirra sé betur varið í önnur störf. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær að Þorvaldur Gylfason væri ekki heppilegur samstarfsmaður við ráðuneytið þegar kæmi að því að ritstýra tímaritinu. Bjarni hefði viljað konu sem hefði komið að stefnumótun stjórnvalda í efnahagsmálum. Um sé að ræða norrænt samstarf um útgáfu rits sem sé að ætlað styðja við stefnumótun ríkjanna. „Þannig að efnistökin í ritið séu valin í samráði ráðuneytana, í okkar tilviki fjármálaráðuneytið þannig að þær fræðigreinar sem að fæðast í samstarfinu séu innlegg í þá stefnumótun sem á sér stað á Norðurlöndunum, þetta hefur okkur fundist mikilvægt,“ sagði Bjarni Benediktsson á fundinum í gær. Lars Calmfors segir að ritstjórnin ákveði efnistökin sem geti verið innlegg í stefnumótun í efnahagsmálum. Hann telur að fjármálaráðuneti eigi ekki að stjórna efnistökunum. „Ég tel að við eigum að hafa góðar greinar í ritinu sem geta verið innlegg í stefnumótun í efnahagsmálum. Ég tel ekki að fjármálaráðuneytin sjálf eigi að stjórna efnistökunum. Ritstjórnin velur ákveðið þema sem við teljum að skipti máli fyrir stefnumótun og reynum svo að finna bestu höfundana til að skrifa um málefnið,“ segir Lars. Sænska blaðið Dagens Nyheter fjallar um ráðningarmál Þorvalds Gylfasonar á vef sínum. Þar segir Lars Calmfors segir að málið geti haft áhrif á trúverðugleika umrædds tímarits.
Stjórnsýsla Efnahagsmál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira