Ísland styður mæðra- og ungbarnavernd í Síerra Leone á tímum COVID-19 Heimsljós 16. júní 2020 10:30 UNFPA Vegna nýrra áskorana sem fylgja COVID-19 hefur Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) í Síerra Leone, með stuðningi frá Íslandi, sett á laggirnar sérstakt verkefni í þágu nýbakaðara mæðra. Verkefnið felst í því að færa þeim sérstakan „mæðrapoka“ með ýmsum nauðsynlegum vörum fyrir þær og börnin, ásamt ýmsum gagnlegum upplýsingum um kórónaveiruna og varnir gegn henni. „Þetta verkefni er gott dæmi um að breyttar aðstæðum á tímum COVID-19 sem kalla á breyttar áherslur í þróunarsamvinnu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. „Verkefnið snýr að því að aðstoða mæður eftir fæðingu við að verja sig og ungbörn sín gegn farsóttinni og um leið að hvetja verðandi mæður að nýta sér fæðingarþjónustu og mæðra- og ungbarnavernd í landi sem hefur einhverja hæstu dánartíðni mæðra í heiminum,“ segir hann. Utanríkisráðherra heilsar Dr. Kim Eva Dickson í heimsókn sinni til Síerra Leone á síðasta ári. Ein af hverjum sautján konum deyr af barnsförum í Síerra Leone samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjóðunum. Af hverjum hundrað þúsund börnum sem fæðast deyja 1,165 mæður. „Við hjá UNFPA í Síerra Leone erum afar þakklát stjórnvöldum á Íslandi og íslenska utanríkisráðuneytinu sem brugðust skjótt við ósk okkar um stuðning við að breyta áherslum í verkefnum okkar vegna nýrra áskorana á tímum kórónaveirunnar. Þessir fallegu „mæðrapokar“ koma örugglega til með að laða konur að heilsugæslustöðum til að fæða,“ segir Kim Eva Dickson læknir hjá UNFPA. Lýsing á innihaldi "mæðrapokans". Meðal þess sem er að finna í „mæðrapokunum“ eru sápur, handklæði, nærföt, andlitsgrímur, dömubindi, þurrkur og bleyjur. Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) er ein fjögurra áherslustofnana Íslands í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu. Ísland hefur síðustu árin unnið með UNFPA í Síerra Leone að forvörnum og lækningu við fæðingarfistli. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Síerra Leóne Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Vegna nýrra áskorana sem fylgja COVID-19 hefur Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) í Síerra Leone, með stuðningi frá Íslandi, sett á laggirnar sérstakt verkefni í þágu nýbakaðara mæðra. Verkefnið felst í því að færa þeim sérstakan „mæðrapoka“ með ýmsum nauðsynlegum vörum fyrir þær og börnin, ásamt ýmsum gagnlegum upplýsingum um kórónaveiruna og varnir gegn henni. „Þetta verkefni er gott dæmi um að breyttar aðstæðum á tímum COVID-19 sem kalla á breyttar áherslur í þróunarsamvinnu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. „Verkefnið snýr að því að aðstoða mæður eftir fæðingu við að verja sig og ungbörn sín gegn farsóttinni og um leið að hvetja verðandi mæður að nýta sér fæðingarþjónustu og mæðra- og ungbarnavernd í landi sem hefur einhverja hæstu dánartíðni mæðra í heiminum,“ segir hann. Utanríkisráðherra heilsar Dr. Kim Eva Dickson í heimsókn sinni til Síerra Leone á síðasta ári. Ein af hverjum sautján konum deyr af barnsförum í Síerra Leone samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjóðunum. Af hverjum hundrað þúsund börnum sem fæðast deyja 1,165 mæður. „Við hjá UNFPA í Síerra Leone erum afar þakklát stjórnvöldum á Íslandi og íslenska utanríkisráðuneytinu sem brugðust skjótt við ósk okkar um stuðning við að breyta áherslum í verkefnum okkar vegna nýrra áskorana á tímum kórónaveirunnar. Þessir fallegu „mæðrapokar“ koma örugglega til með að laða konur að heilsugæslustöðum til að fæða,“ segir Kim Eva Dickson læknir hjá UNFPA. Lýsing á innihaldi "mæðrapokans". Meðal þess sem er að finna í „mæðrapokunum“ eru sápur, handklæði, nærföt, andlitsgrímur, dömubindi, þurrkur og bleyjur. Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) er ein fjögurra áherslustofnana Íslands í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu. Ísland hefur síðustu árin unnið með UNFPA í Síerra Leone að forvörnum og lækningu við fæðingarfistli. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Síerra Leóne Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent