„Stökktu aftur í búrið og þá gef ég þér banana“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2020 07:30 Aly Keita er markmaður og fyrirliði Östersund. VÍSIR/GETTY Dómari í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta fær ekki að dæma á næstunni eftir að hafa orðið uppvís að því að segja þeldökkum markverði að fara í markið sitt „því þá fengi hann banana“. Markvörðurinn sem um ræðir er fyrirliði Östersund, Aly Keita, sem greindi í hlaðvarpsþætti frá samskiptum sínum við dómarann Martin Strömbergsson í leik gegn Sundsvall í fyrra. „Í fyrra sagði dómari við mig: „Hættu að tala. Farðu aftur í markið þitt svo að ég geti kastað banönum til þín.“ Hann sagði fyrirgefðu og að hann hefði ekki meint þetta. En ég sagði honum að þetta væri hrikalega rasískt og að þetta væri ekki eitthvað sem ég gæti liðið. Mér fannst algjörlega sjúkt af honum að segja eitthvað þessu líkt. Það tók mig smástund að átta mig á því hvað hann hefði sagt, en svo varð ég mjög reiður.“ Strömbergsson kveðst fullur eftirsjár og segist hafa verið að reyna að grínast. „Ég fann það strax þegar ég sagði „stökktu aftur í búrið og þá gef ég þér banana“… Þetta er gamalt orðagrín frá Gävleborg, sem ég hef notað við markverði. Þetta snerist ekkert um það að hann væri dökkur á hörund,“ sagði dómarinn við Expressen. „Ég var alveg miður mín. Ég bað hann afsökunar og faðmaði hann. Ég dæmdi leik hjá Keita í næstu umferð og það fyrsta sem ég gerði var að biðjast afsökunar. Þetta er mér mikilvægt. Ég viðurkenni að þetta voru svakaleg mistök, en þetta er orðatiltæki og snýst bara um það. Ég er búinn að hringja í allt liðið og tala við þá. Ég er mjög leiður. Þetta voru mistök,“ sagði Strömbergsson. Samkvæmt Stefan Johannesson, yfirmanni dómaramála í Svíþjóð, mun Strömbergsson ekki dæma leiki á næstunni, eða að minnsta kosti þar til að málið hefur verið að fullu rannsakað. „Þetta voru alveg ótrúlega heimskuleg ummæli,“ sagði Johannesson, og sagði synd að Keita hefði ekki tilkynnt um ummælin strax. Sænski boltinn Kynþáttafordómar Svíþjóð Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira
Dómari í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta fær ekki að dæma á næstunni eftir að hafa orðið uppvís að því að segja þeldökkum markverði að fara í markið sitt „því þá fengi hann banana“. Markvörðurinn sem um ræðir er fyrirliði Östersund, Aly Keita, sem greindi í hlaðvarpsþætti frá samskiptum sínum við dómarann Martin Strömbergsson í leik gegn Sundsvall í fyrra. „Í fyrra sagði dómari við mig: „Hættu að tala. Farðu aftur í markið þitt svo að ég geti kastað banönum til þín.“ Hann sagði fyrirgefðu og að hann hefði ekki meint þetta. En ég sagði honum að þetta væri hrikalega rasískt og að þetta væri ekki eitthvað sem ég gæti liðið. Mér fannst algjörlega sjúkt af honum að segja eitthvað þessu líkt. Það tók mig smástund að átta mig á því hvað hann hefði sagt, en svo varð ég mjög reiður.“ Strömbergsson kveðst fullur eftirsjár og segist hafa verið að reyna að grínast. „Ég fann það strax þegar ég sagði „stökktu aftur í búrið og þá gef ég þér banana“… Þetta er gamalt orðagrín frá Gävleborg, sem ég hef notað við markverði. Þetta snerist ekkert um það að hann væri dökkur á hörund,“ sagði dómarinn við Expressen. „Ég var alveg miður mín. Ég bað hann afsökunar og faðmaði hann. Ég dæmdi leik hjá Keita í næstu umferð og það fyrsta sem ég gerði var að biðjast afsökunar. Þetta er mér mikilvægt. Ég viðurkenni að þetta voru svakaleg mistök, en þetta er orðatiltæki og snýst bara um það. Ég er búinn að hringja í allt liðið og tala við þá. Ég er mjög leiður. Þetta voru mistök,“ sagði Strömbergsson. Samkvæmt Stefan Johannesson, yfirmanni dómaramála í Svíþjóð, mun Strömbergsson ekki dæma leiki á næstunni, eða að minnsta kosti þar til að málið hefur verið að fullu rannsakað. „Þetta voru alveg ótrúlega heimskuleg ummæli,“ sagði Johannesson, og sagði synd að Keita hefði ekki tilkynnt um ummælin strax.
Sænski boltinn Kynþáttafordómar Svíþjóð Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira