Boða til fundar á Suðurnesjum um kjaraviðræður á háannatíma á Keflavíkurflugvelli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júní 2020 10:49 Á þeim tíma sem fundurinn stendur yfir munu sex flugvélar lenda á Keflavíkurflugvelli en lögreglumenn sem sinna landamæraeftirliti hafa fengið boð á fundinn. Vísir/Vilhelm Boðað hefur verið til fundar hjá Landssambandi lögreglumanna á Suðurnesjum í dag. Stjórn sambandsins mun funda í Reykjanesbæ klukkan 15 og verður svo haldinn almennur félagsfundur klukkan 16. Háannatími verður á Keflavíkurflugvelli, en sex vélar eiga að lenda þar á milli klukkan 14:45 og 16:30 og hafa lögreglumenn sem sinna landamæraeftirliti fengið boð á fundinn. „Allir lögreglumenn á Suðurnesjum fengu þetta fundarboð. Stjórn Landssambands lögreglumanna ákvað að funda á Suðurnesjum í dag um stöðuna í kjaraviðræðum og í framhaldi af því ætluðum við að nota tækifærið og halda þarna almennan félagsfund með félagsmönnum Landssambandsins á Suðurnesjum til að gera þeim grein fyrir þeirri stöðu sem viðræðurnar eru í,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna í samtali við fréttastofu. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Vísir/Baldur Hann segir að alla jafna sé mjög góð mæting á slíka fundi á Suðurnesjum en lögreglumenn á vakt hafa rétt á því að mæta á fundinn samkvæmt lögum um kjarasamninga. „Það reyndar helgast af verkefnastöðu hverju sinni og þeir sem eru á vakt þegar svona félagsfundir eru haldnir, þeir eru allir með talstöðvar á sér til að bregðast við ef eitthvað kemur upp á. Alla jafna þegar haldnir eru félagsfundir eru einhverjir félagsmenn á vakt en þeir hafa rétt til að mæta til fundarins og hlaupa þá út af honum í þau verkefni sem upp koma,“ segir Snorri. Lögreglumenn hafa verið samningslausir frá 1. apríl 2019 og sér ekki fyrir endann á viðræðunum. „Staðan er algjörlega óbreytt í rauninni frá fyrsta degi má segja. Það er búið að ná samkomulagi um stór og veigamikil atriði sem skipta verulegu máli eins og stytting vinnuvikunnar og önnur því um líkt. Launaliðurinn er algerlega eftir hjá okkur, óhreyfður, og einnig það sem í fréttum hefur verið kallað „gamlar syndir“ og þar erum við að horfa til leiðréttingar launa. Fjármálaráðherra sjálfur hefur í pontu á Alþingi sagt að nemi einhverjum níu prósentum í tilfelli lögreglumanna.“ Það sem Snorri kallar „gamlar syndir“ eru bókanir frá síðustu kjarasamningum sem gerðir voru 2014 og 2015 sem lögreglumenn vilja að verði útkljáðar. Snorri segir að bókanirnar snúist um greiðslur fyrir aukna ábyrgð, álag og breytt vinnufyrirkomulag. Ekki hefur verið boðað til fundar hjá samninganefndum ríkisins og Landssambands lögreglumanna. Rúmar tvær vikur eru liðnar frá síðasta fundi en hann var haldinn 28. maí síðastliðinn. Hann segir ekki sjá fyrir endann á viðræðunum. „Ekkert frekar en hjá hjúkrunarfræðingum.“ Á fundinum í dag verður farið yfir stöðuna á kjaraviðræðunum eins og hún er í dag og hvað hafi náðst fram á því sem „kallað er stóra borðið hér í kjaraviðræðunum. BSRB fór fram með kröfu um styttingu vinnuvikunnar og að því leitinu til voru atriði sem náðust í gegn og eru verulega góð og skipta gríðarlega miklu máli,“ segir Snorri. Kjaramál Lögreglan Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kjaraviðræður lögreglumanna og ríkisins árangurslausar í dag Kjaraviðræðum Landsambands lögreglumanna og ríkisins lauk í dag án árangurs. Lögreglumenn hafa verið án kjarasamnings í eitt ár og er óþreyju og pirrings farið að gæta innan stéttarinnar. 24. apríl 2020 20:00 Af hverju eru lögreglumenn í láglaunastétt? Á dögunum deildi lögreglumaður launaseðli sínum á samfélagsmiðlum. Launaseðilinn sýndi að viðkomandi, sem hefur margra ára starfsreynslu í lögreglunni, fékk rétt um 300 þúsund í útborguð laun fyrir fulla vinnu mánuðinn á undan. 19. maí 2020 15:30 Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu Lögreglumenn hafa verið án kjarasamnings í ár og sér ekki fyrir endann á viðræðum. Því hefur verið blásið til rafrænnar kröfugöngu en ekki eru aðstæður til að halda kröfugöngu á staðnum líkt og tíðkast hefur. 1. maí 2020 10:00 Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. 26. janúar 2020 21:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
Boðað hefur verið til fundar hjá Landssambandi lögreglumanna á Suðurnesjum í dag. Stjórn sambandsins mun funda í Reykjanesbæ klukkan 15 og verður svo haldinn almennur félagsfundur klukkan 16. Háannatími verður á Keflavíkurflugvelli, en sex vélar eiga að lenda þar á milli klukkan 14:45 og 16:30 og hafa lögreglumenn sem sinna landamæraeftirliti fengið boð á fundinn. „Allir lögreglumenn á Suðurnesjum fengu þetta fundarboð. Stjórn Landssambands lögreglumanna ákvað að funda á Suðurnesjum í dag um stöðuna í kjaraviðræðum og í framhaldi af því ætluðum við að nota tækifærið og halda þarna almennan félagsfund með félagsmönnum Landssambandsins á Suðurnesjum til að gera þeim grein fyrir þeirri stöðu sem viðræðurnar eru í,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna í samtali við fréttastofu. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Vísir/Baldur Hann segir að alla jafna sé mjög góð mæting á slíka fundi á Suðurnesjum en lögreglumenn á vakt hafa rétt á því að mæta á fundinn samkvæmt lögum um kjarasamninga. „Það reyndar helgast af verkefnastöðu hverju sinni og þeir sem eru á vakt þegar svona félagsfundir eru haldnir, þeir eru allir með talstöðvar á sér til að bregðast við ef eitthvað kemur upp á. Alla jafna þegar haldnir eru félagsfundir eru einhverjir félagsmenn á vakt en þeir hafa rétt til að mæta til fundarins og hlaupa þá út af honum í þau verkefni sem upp koma,“ segir Snorri. Lögreglumenn hafa verið samningslausir frá 1. apríl 2019 og sér ekki fyrir endann á viðræðunum. „Staðan er algjörlega óbreytt í rauninni frá fyrsta degi má segja. Það er búið að ná samkomulagi um stór og veigamikil atriði sem skipta verulegu máli eins og stytting vinnuvikunnar og önnur því um líkt. Launaliðurinn er algerlega eftir hjá okkur, óhreyfður, og einnig það sem í fréttum hefur verið kallað „gamlar syndir“ og þar erum við að horfa til leiðréttingar launa. Fjármálaráðherra sjálfur hefur í pontu á Alþingi sagt að nemi einhverjum níu prósentum í tilfelli lögreglumanna.“ Það sem Snorri kallar „gamlar syndir“ eru bókanir frá síðustu kjarasamningum sem gerðir voru 2014 og 2015 sem lögreglumenn vilja að verði útkljáðar. Snorri segir að bókanirnar snúist um greiðslur fyrir aukna ábyrgð, álag og breytt vinnufyrirkomulag. Ekki hefur verið boðað til fundar hjá samninganefndum ríkisins og Landssambands lögreglumanna. Rúmar tvær vikur eru liðnar frá síðasta fundi en hann var haldinn 28. maí síðastliðinn. Hann segir ekki sjá fyrir endann á viðræðunum. „Ekkert frekar en hjá hjúkrunarfræðingum.“ Á fundinum í dag verður farið yfir stöðuna á kjaraviðræðunum eins og hún er í dag og hvað hafi náðst fram á því sem „kallað er stóra borðið hér í kjaraviðræðunum. BSRB fór fram með kröfu um styttingu vinnuvikunnar og að því leitinu til voru atriði sem náðust í gegn og eru verulega góð og skipta gríðarlega miklu máli,“ segir Snorri.
Kjaramál Lögreglan Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kjaraviðræður lögreglumanna og ríkisins árangurslausar í dag Kjaraviðræðum Landsambands lögreglumanna og ríkisins lauk í dag án árangurs. Lögreglumenn hafa verið án kjarasamnings í eitt ár og er óþreyju og pirrings farið að gæta innan stéttarinnar. 24. apríl 2020 20:00 Af hverju eru lögreglumenn í láglaunastétt? Á dögunum deildi lögreglumaður launaseðli sínum á samfélagsmiðlum. Launaseðilinn sýndi að viðkomandi, sem hefur margra ára starfsreynslu í lögreglunni, fékk rétt um 300 þúsund í útborguð laun fyrir fulla vinnu mánuðinn á undan. 19. maí 2020 15:30 Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu Lögreglumenn hafa verið án kjarasamnings í ár og sér ekki fyrir endann á viðræðum. Því hefur verið blásið til rafrænnar kröfugöngu en ekki eru aðstæður til að halda kröfugöngu á staðnum líkt og tíðkast hefur. 1. maí 2020 10:00 Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. 26. janúar 2020 21:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
Kjaraviðræður lögreglumanna og ríkisins árangurslausar í dag Kjaraviðræðum Landsambands lögreglumanna og ríkisins lauk í dag án árangurs. Lögreglumenn hafa verið án kjarasamnings í eitt ár og er óþreyju og pirrings farið að gæta innan stéttarinnar. 24. apríl 2020 20:00
Af hverju eru lögreglumenn í láglaunastétt? Á dögunum deildi lögreglumaður launaseðli sínum á samfélagsmiðlum. Launaseðilinn sýndi að viðkomandi, sem hefur margra ára starfsreynslu í lögreglunni, fékk rétt um 300 þúsund í útborguð laun fyrir fulla vinnu mánuðinn á undan. 19. maí 2020 15:30
Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu Lögreglumenn hafa verið án kjarasamnings í ár og sér ekki fyrir endann á viðræðum. Því hefur verið blásið til rafrænnar kröfugöngu en ekki eru aðstæður til að halda kröfugöngu á staðnum líkt og tíðkast hefur. 1. maí 2020 10:00
Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. 26. janúar 2020 21:00