Reiði vegna viðtals um landamæraefirlitsbíl: „Ekki ætlunin hjá lögreglunni að tiltaka tvö þjóðerni“ Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 14:09 Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Tryggvi Páll Landamæralit lögreglunnar beinist að öllum þjóðernum sem lögreglunni er skylt að hafa eftirlit með að sögn Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Mikil umræða hefur skapast um frétt á vef Ríkisútvarpsins þar sem fjallað var um eftirlitið og sérstaklega tilgreint eftirlit með Albönum og Rúmenum. Í fréttinni var farið yfir tilkomu sérhannaðs bíls sem sinnir landamæraeftirliti og hvernig hann verður nýttur. Þá kemur einnig fram að frá því að bíllinn hafi verið tekinn í notkun um miðjan maí hafi um það bil hundrað manns verið teknir til athugunar, en aðeins átta reyndust vera hér ólöglega. Halla segir lögregluþjóninn sem var til viðtals hafa talið upp fleiri ríki en þessi tvö hafi verið tekin sem dæmi. Þetta séu vissulega þjóðerni sem eftirlit er haft með en þau hafi „afskipti af miklu fleirum“. „Hann taldi upp fullt af þriðja ríkis borgurum en fréttamaðurinn velur að setja tvo sem dæmi, en það eru bara miklu fleiri sem eru í þessu innra eftirliti þótt það komi ekki fram í fréttinni. Það var ekki ætlunin hjá lögreglunni að tiltaka einhver tvö þjóðerni,“ segir Halla Bergþóra í samtali við Vísi. „Þetta er verkefni lögreglu, að hafa eftirlit með útlendingum, og þetta innra eftirlit er skylda okkar vegna Schengen-reglna. Þetta er hluti af því.“ Hún segir bílinn aðallega hugsaðan til þess að sinna landamæraeftirliti og auðvelda framkvæmdina. Nefnir hún þar til að mynda eftirlit á Reykjavíkurflugvelli og eftirlit með skemmtiferðaskipum, sem verði „aðalstarf“ bílsins. „Svo getur hann líka nýst í innra landamæraeftirliti. Þetta er bara samkvæmt Schengen-reglunum.“ „Afhjúpandi fyrir ömurlega stefnu stjórnvalda í garð útlendinga“ Umrædd frétt hefur vakið mikla reiði á samfélagsmiðlum, þá sérstaklega orðalagið og það að fólk sé „tekið upp í bílinn“ til þess að athuga hvort það sé hér löglega. Þannig sé fólk valið eftir útliti sínu og þannig athugað hvort þau séu Íslendingar eða ekki, sem sé svokallað racial profiling. Í viðtalinu kemur einnig fram að ekki hafi verið unnt að senda fólk úr landi vegna kórónuveirufaraldursins, en við afléttingu ferðatakmarkana verði „hnippt í þá“ og þeim „ýtt út“. Djöfull er þetta viðbjóðslegt og afhjúpandi fyrir ömurlega stefnu stjórnvalda í garð útlendinga:„Ég vænti þess að við munum finna fleiri,“Eins stöðvi lögreglan „bíla með Albönum eða Rúmenum.”„Þá hnippum við í þá og ýtum þeim út.“https://t.co/VD6Jlwiq8l— 🌏🌹 óskar steinn 🌹🌍 (@oskasteinn) June 13, 2020 Það er svo ógeðslegt að skynja tilhlökkunina hjá lögreglu í þessari frétt. pic.twitter.com/B7ALolc1iH— Heiður Anna (@heiduranna) June 13, 2020 Þetta er svo ómanneskjulegt að mér blöskrar pic.twitter.com/2tLIM3bBef— Girl Boss Bríet (@thvengur) June 13, 2020 Þetta er fullkomlega eðlilegt. Engin tímaskekkja hér 😃 bara verið að framfylgja lögum. Vá muniði þegar löggan gerði tiktok dansinn 🤗 pic.twitter.com/rAVeBks5at— Jökull Baldursson (@jokullbald) June 13, 2020 Eins stöðvi lögreglan „bíla með Albönum eða Rúmenum. Þá athugum við hvort þeir séu þeir sem þeir segjast vera,“ segir Jóhann. Sorry en er þetta ekki racial profiling?Viðbjóðurhttps://t.co/sHjV0nFOIH— AronKenobi (@aronkenobi) June 13, 2020 Hellað viðtal á RÚV við yfirmann hjá löggunni þar sem hann lýsir því óhugnanlega hreinskilnislega hvernig löggan dregur fólk í dilka eftir þjóðerni, stundar racial profiling, þvert á alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist https://t.co/DsDSEazhEk pic.twitter.com/Cm3YMiSL4N— Jóhann Páll (@JPJohannsson) June 13, 2020 Skil núna af hverju stjórnvöld voga sér ekki að gagnrýna BNA, við erum með eigin ICE https://t.co/4G1yBpBDIM— Isabel (@islandsbel) June 13, 2020 Alveg þokkalega ömurlegt að íslenska lögreglan™ sé að stunda virkilega gróft racial profiling, en á sama tíma þykjast vera á móti rasisma... https://t.co/4vCu5bLK7f— snorri🌹 (@thrahyggja) June 13, 2020 talandi um kerfisbundinn rasisma... https://t.co/fTxvjlEQBH— Eygló Hilmarsdóttir (@eyglohilmars) June 13, 2020 Lögreglan Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Landamæralit lögreglunnar beinist að öllum þjóðernum sem lögreglunni er skylt að hafa eftirlit með að sögn Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Mikil umræða hefur skapast um frétt á vef Ríkisútvarpsins þar sem fjallað var um eftirlitið og sérstaklega tilgreint eftirlit með Albönum og Rúmenum. Í fréttinni var farið yfir tilkomu sérhannaðs bíls sem sinnir landamæraeftirliti og hvernig hann verður nýttur. Þá kemur einnig fram að frá því að bíllinn hafi verið tekinn í notkun um miðjan maí hafi um það bil hundrað manns verið teknir til athugunar, en aðeins átta reyndust vera hér ólöglega. Halla segir lögregluþjóninn sem var til viðtals hafa talið upp fleiri ríki en þessi tvö hafi verið tekin sem dæmi. Þetta séu vissulega þjóðerni sem eftirlit er haft með en þau hafi „afskipti af miklu fleirum“. „Hann taldi upp fullt af þriðja ríkis borgurum en fréttamaðurinn velur að setja tvo sem dæmi, en það eru bara miklu fleiri sem eru í þessu innra eftirliti þótt það komi ekki fram í fréttinni. Það var ekki ætlunin hjá lögreglunni að tiltaka einhver tvö þjóðerni,“ segir Halla Bergþóra í samtali við Vísi. „Þetta er verkefni lögreglu, að hafa eftirlit með útlendingum, og þetta innra eftirlit er skylda okkar vegna Schengen-reglna. Þetta er hluti af því.“ Hún segir bílinn aðallega hugsaðan til þess að sinna landamæraeftirliti og auðvelda framkvæmdina. Nefnir hún þar til að mynda eftirlit á Reykjavíkurflugvelli og eftirlit með skemmtiferðaskipum, sem verði „aðalstarf“ bílsins. „Svo getur hann líka nýst í innra landamæraeftirliti. Þetta er bara samkvæmt Schengen-reglunum.“ „Afhjúpandi fyrir ömurlega stefnu stjórnvalda í garð útlendinga“ Umrædd frétt hefur vakið mikla reiði á samfélagsmiðlum, þá sérstaklega orðalagið og það að fólk sé „tekið upp í bílinn“ til þess að athuga hvort það sé hér löglega. Þannig sé fólk valið eftir útliti sínu og þannig athugað hvort þau séu Íslendingar eða ekki, sem sé svokallað racial profiling. Í viðtalinu kemur einnig fram að ekki hafi verið unnt að senda fólk úr landi vegna kórónuveirufaraldursins, en við afléttingu ferðatakmarkana verði „hnippt í þá“ og þeim „ýtt út“. Djöfull er þetta viðbjóðslegt og afhjúpandi fyrir ömurlega stefnu stjórnvalda í garð útlendinga:„Ég vænti þess að við munum finna fleiri,“Eins stöðvi lögreglan „bíla með Albönum eða Rúmenum.”„Þá hnippum við í þá og ýtum þeim út.“https://t.co/VD6Jlwiq8l— 🌏🌹 óskar steinn 🌹🌍 (@oskasteinn) June 13, 2020 Það er svo ógeðslegt að skynja tilhlökkunina hjá lögreglu í þessari frétt. pic.twitter.com/B7ALolc1iH— Heiður Anna (@heiduranna) June 13, 2020 Þetta er svo ómanneskjulegt að mér blöskrar pic.twitter.com/2tLIM3bBef— Girl Boss Bríet (@thvengur) June 13, 2020 Þetta er fullkomlega eðlilegt. Engin tímaskekkja hér 😃 bara verið að framfylgja lögum. Vá muniði þegar löggan gerði tiktok dansinn 🤗 pic.twitter.com/rAVeBks5at— Jökull Baldursson (@jokullbald) June 13, 2020 Eins stöðvi lögreglan „bíla með Albönum eða Rúmenum. Þá athugum við hvort þeir séu þeir sem þeir segjast vera,“ segir Jóhann. Sorry en er þetta ekki racial profiling?Viðbjóðurhttps://t.co/sHjV0nFOIH— AronKenobi (@aronkenobi) June 13, 2020 Hellað viðtal á RÚV við yfirmann hjá löggunni þar sem hann lýsir því óhugnanlega hreinskilnislega hvernig löggan dregur fólk í dilka eftir þjóðerni, stundar racial profiling, þvert á alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist https://t.co/DsDSEazhEk pic.twitter.com/Cm3YMiSL4N— Jóhann Páll (@JPJohannsson) June 13, 2020 Skil núna af hverju stjórnvöld voga sér ekki að gagnrýna BNA, við erum með eigin ICE https://t.co/4G1yBpBDIM— Isabel (@islandsbel) June 13, 2020 Alveg þokkalega ömurlegt að íslenska lögreglan™ sé að stunda virkilega gróft racial profiling, en á sama tíma þykjast vera á móti rasisma... https://t.co/4vCu5bLK7f— snorri🌹 (@thrahyggja) June 13, 2020 talandi um kerfisbundinn rasisma... https://t.co/fTxvjlEQBH— Eygló Hilmarsdóttir (@eyglohilmars) June 13, 2020
Lögreglan Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira