Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Selfoss 1-0 | Fylkiskonur skelltu Selfyssingum niður á jörðina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júní 2020 19:45 Berglind Rós Ágústsdóttir og stöllur hennar í Fylki gerðu sér lítið fyrir og lögðu meistarakandítata Selfoss í dag. vísir/bára Fylkir vann frábæran sigur á Selfossi, 1-0, í leik liðanna í 1. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í dag. Eva Rut Ásþórsdóttir skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Selfyssingar unnu Valskonur í Meistarakeppni KSÍ fyrir viku og ætla sér stóra hluti í sumar. Selfoss komst hins vegar lítt áleiðis gegn vel skipulögðu og harðduglegu Fylkisliði í dag. Gestirnir fengu vítaspyrnu undir lok leiks en Magdalena Anna Reimus hitti ekki markið. Selfyssingar voru sterkari aðilinn í upphafi leiks gegn taugaóstyrkum Fylkiskonum og Tiffany McCarty fékk gullið tækifæri á 7. mínútu. Hún slapp þá í gegnum vörn Árbæinga eftir langa sendingu Áslaugar Dóru Sigurbjörnsdóttur en Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði vel. Þrátt fyrir að vera óstyrkar í upphafi leiks stóðu heimakonur storminn af sér og héldu sjó. Hinum megin á vellinum var ekkert að frétta en Fylkir fékk varla færi sem vert er að minnast á í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var allt annað að sjá til Fylkiskvenna. Spennustigið var ekki jafn hátt og þær voru öruggari í sínum aðgerðum. Á 54. Mínútu kom svo eina mark leiksins. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen sendi þá fyrir frá vinstri, Bryndís Arna Níelsdóttir hitti boltann illa en hann barst á Evu Rut sem gat ekki annað en skorað af stuttu færi. Þetta var í raun eina færi Fylkis í leiknum. Selfoss sótti meira og fjölgaði í sókninni eftir því sem leið á leikinn en vörn Fylkis var sterk og Cecilía afar örugg þar fyrir aftan. Þegar mínúta var til leiksloka fékk Selfoss ódýra vítaspyrnu þegar Katla María Þórðardóttir braut á Dagnýju Brynjarsdóttur. Magdalena fór á punktinn en skaut framhjá. Fylkiskonur fögnuðu og svo enn meira þegar Birkir Sigurðarson flautaði til leiksloka. Frábær byrjun hjá Árbæingum á tímabilinu en áfall fyrir Selfyssinga. Af hverju vann Fylkir? Selfyssingar voru með mikla yfirburði á miðjunni í fyrri hálfleik en baráttan þar jafnaðist mjög í þeim seinni. Fyrir utan upphafsmínútur leiksins spiluðu Fylkiskonur afar góðan varnarleik og skipulagið var til fyrirmyndar. Selfoss var meira með boltann en það vantaði sárlega meiri sköpunarkraft í sóknarleik liðsins. Hverjar stóðu upp úr? Eftir erfiða byrjun fann Fylkisvörnin taktinn og hélt Selfyssingum í skefjum. Tvíburasysturnar Katla María og Íris Una Þórðardætur áttu mjög góðan leik, fyrirliðinn Berglind Rós Ágústsdóttir vann sig inn í leikinn og María Eva Eyjólfsdóttir stóð fyrir sínu. Þá var Cecilía frábær í Fylkismarkinu. Hann fékk ekki mörg skot á sig en greip allar fyrirgjafir og var gríðarlega örugg. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn úti á vellinum gekk Selfyssingum erfiðlega að opna Fylkisvörnina. Dagný náði sér ekki á strik og sömu sögu er að segja af McCarty. Hólmfríður var hættulegust gestanna en lítið gekk upp hjá henni. Sóknarleikur Fylkis var ekki burðugur en liðið nýtti langbesta færið sem það fékk og það reyndist nóg. Hvað gerist næst? Selfoss mætir Breiðabliki í stórleik 2. umferðar á JÁVERK-vellinum á Selfossi á fimmtudaginn. Sama dag sækir Fylkir KR heim á Meistaravelli. Kjartan: Spennustigið var ansi hátt Kjartan var mun ánægðari með seinni hálfleikinn en þann fyrri hjá sínum stelpum.vísir/bára Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, var að vonum ánægður eftir sigurinn á Selfossi. „Þetta voru frábær þrjú stig. Spennustigið var ansi hátt og við vorum ólíkar okkur í fyrri hálfleik. Ætli það skrifist ekki á mig,“ sagði Kjartan eftir leik. En hvað breyttist hjá Fylki í seinni hálfleik? „Við reyndum að róa okkur aðeins niður, spila meira og vinna betur saman,“ svaraði þjálfarinn. Selfoss fékk dauðafæri eftir sjö mínútur þegar Tiffany McCarty slapp í gegn en fyrir utan það hélt Fylkisvörnin vel. „Þegar spennustigið er hátt leggur maður kannski áherslu á að vera þéttur fyrir og gefa fá færi á sér. En Selfoss er með firnasterkt lið og á pottþétt eftir að blanda sér í titilbaráttuna. Við ætluðum að vinna þær og það tókst.“ Hin sextán ára Cecilía Rán Rúnarsdóttir átti afbragðs leik í marki Fylkis og var sérstaklega örugg í teignum en hún hirti hverja fyrirgjöfina á fætur annarri. Kjartan segir að það veiti Fylkisvörninni mikið öryggi. „Alveg klárt. Þetta er eins og vera með góðan framherja sem þarf bara að spila á hann og hann snýr sér við og skorar. Það er gott að hafa Cecilía á hinum endanum og ég ætla að fullyrða að hún sé besti markvörðurinn í deildinni,“ sagði Kjartan að lokum. Alfreð: Ætlum að verða Íslandsmeistarar Alfreð var ánægður með framlag Selfyssinga en sagði að herslumuninn hafi vantað.vísir/bára „Þær nýttu færin en ekki við,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, aðspurður hvað hefði ráðið úrslitum gegn Fylki í dag. Selfoss var sterkari aðilinn lengst af en gekk illa að opna vörn Fylkis. Alfreð hefði viljað sjá Selfyssinga vera aðeins beittari í sókninni. „Síðustu tíu mínúturnar voru við orðnar ansi margar þarna frammi. Við sköpuðum usla en ekki nógu góð færi,“ sagði Alfreð. Hann sagði að líkamlega hafi ekkert vantað upp á hjá Selfossi. Liðið hefði haldið út og sótt allt til loka. „Ég er mjög ánægður með líkamlega þáttinn. Við hlupum og vildum gera þetta. Við þurfum bara að læra betur á inn hver aðra. Framherjinn okkar [Tiffany McCarty] gerði gott mót og hljóp af sér rassgatið eins og allir. En það er hundfýly að tapa,“ sagði Alfreð. Selfyssingar mæta Blikum í næstu umferð. Þessum liðum var spáð tveimur efstu sætum deildarinnar. „Við erum búnar að setja þá pressu á okkur að við ætlum að verða Íslandsmeistarar. Þetta er einn leikur og það eru sautján eftir,“ sagði Alfreð að endingu. Pepsi Max-deild kvenna
Fylkir vann frábæran sigur á Selfossi, 1-0, í leik liðanna í 1. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í dag. Eva Rut Ásþórsdóttir skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Selfyssingar unnu Valskonur í Meistarakeppni KSÍ fyrir viku og ætla sér stóra hluti í sumar. Selfoss komst hins vegar lítt áleiðis gegn vel skipulögðu og harðduglegu Fylkisliði í dag. Gestirnir fengu vítaspyrnu undir lok leiks en Magdalena Anna Reimus hitti ekki markið. Selfyssingar voru sterkari aðilinn í upphafi leiks gegn taugaóstyrkum Fylkiskonum og Tiffany McCarty fékk gullið tækifæri á 7. mínútu. Hún slapp þá í gegnum vörn Árbæinga eftir langa sendingu Áslaugar Dóru Sigurbjörnsdóttur en Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði vel. Þrátt fyrir að vera óstyrkar í upphafi leiks stóðu heimakonur storminn af sér og héldu sjó. Hinum megin á vellinum var ekkert að frétta en Fylkir fékk varla færi sem vert er að minnast á í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var allt annað að sjá til Fylkiskvenna. Spennustigið var ekki jafn hátt og þær voru öruggari í sínum aðgerðum. Á 54. Mínútu kom svo eina mark leiksins. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen sendi þá fyrir frá vinstri, Bryndís Arna Níelsdóttir hitti boltann illa en hann barst á Evu Rut sem gat ekki annað en skorað af stuttu færi. Þetta var í raun eina færi Fylkis í leiknum. Selfoss sótti meira og fjölgaði í sókninni eftir því sem leið á leikinn en vörn Fylkis var sterk og Cecilía afar örugg þar fyrir aftan. Þegar mínúta var til leiksloka fékk Selfoss ódýra vítaspyrnu þegar Katla María Þórðardóttir braut á Dagnýju Brynjarsdóttur. Magdalena fór á punktinn en skaut framhjá. Fylkiskonur fögnuðu og svo enn meira þegar Birkir Sigurðarson flautaði til leiksloka. Frábær byrjun hjá Árbæingum á tímabilinu en áfall fyrir Selfyssinga. Af hverju vann Fylkir? Selfyssingar voru með mikla yfirburði á miðjunni í fyrri hálfleik en baráttan þar jafnaðist mjög í þeim seinni. Fyrir utan upphafsmínútur leiksins spiluðu Fylkiskonur afar góðan varnarleik og skipulagið var til fyrirmyndar. Selfoss var meira með boltann en það vantaði sárlega meiri sköpunarkraft í sóknarleik liðsins. Hverjar stóðu upp úr? Eftir erfiða byrjun fann Fylkisvörnin taktinn og hélt Selfyssingum í skefjum. Tvíburasysturnar Katla María og Íris Una Þórðardætur áttu mjög góðan leik, fyrirliðinn Berglind Rós Ágústsdóttir vann sig inn í leikinn og María Eva Eyjólfsdóttir stóð fyrir sínu. Þá var Cecilía frábær í Fylkismarkinu. Hann fékk ekki mörg skot á sig en greip allar fyrirgjafir og var gríðarlega örugg. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn úti á vellinum gekk Selfyssingum erfiðlega að opna Fylkisvörnina. Dagný náði sér ekki á strik og sömu sögu er að segja af McCarty. Hólmfríður var hættulegust gestanna en lítið gekk upp hjá henni. Sóknarleikur Fylkis var ekki burðugur en liðið nýtti langbesta færið sem það fékk og það reyndist nóg. Hvað gerist næst? Selfoss mætir Breiðabliki í stórleik 2. umferðar á JÁVERK-vellinum á Selfossi á fimmtudaginn. Sama dag sækir Fylkir KR heim á Meistaravelli. Kjartan: Spennustigið var ansi hátt Kjartan var mun ánægðari með seinni hálfleikinn en þann fyrri hjá sínum stelpum.vísir/bára Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, var að vonum ánægður eftir sigurinn á Selfossi. „Þetta voru frábær þrjú stig. Spennustigið var ansi hátt og við vorum ólíkar okkur í fyrri hálfleik. Ætli það skrifist ekki á mig,“ sagði Kjartan eftir leik. En hvað breyttist hjá Fylki í seinni hálfleik? „Við reyndum að róa okkur aðeins niður, spila meira og vinna betur saman,“ svaraði þjálfarinn. Selfoss fékk dauðafæri eftir sjö mínútur þegar Tiffany McCarty slapp í gegn en fyrir utan það hélt Fylkisvörnin vel. „Þegar spennustigið er hátt leggur maður kannski áherslu á að vera þéttur fyrir og gefa fá færi á sér. En Selfoss er með firnasterkt lið og á pottþétt eftir að blanda sér í titilbaráttuna. Við ætluðum að vinna þær og það tókst.“ Hin sextán ára Cecilía Rán Rúnarsdóttir átti afbragðs leik í marki Fylkis og var sérstaklega örugg í teignum en hún hirti hverja fyrirgjöfina á fætur annarri. Kjartan segir að það veiti Fylkisvörninni mikið öryggi. „Alveg klárt. Þetta er eins og vera með góðan framherja sem þarf bara að spila á hann og hann snýr sér við og skorar. Það er gott að hafa Cecilía á hinum endanum og ég ætla að fullyrða að hún sé besti markvörðurinn í deildinni,“ sagði Kjartan að lokum. Alfreð: Ætlum að verða Íslandsmeistarar Alfreð var ánægður með framlag Selfyssinga en sagði að herslumuninn hafi vantað.vísir/bára „Þær nýttu færin en ekki við,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, aðspurður hvað hefði ráðið úrslitum gegn Fylki í dag. Selfoss var sterkari aðilinn lengst af en gekk illa að opna vörn Fylkis. Alfreð hefði viljað sjá Selfyssinga vera aðeins beittari í sókninni. „Síðustu tíu mínúturnar voru við orðnar ansi margar þarna frammi. Við sköpuðum usla en ekki nógu góð færi,“ sagði Alfreð. Hann sagði að líkamlega hafi ekkert vantað upp á hjá Selfossi. Liðið hefði haldið út og sótt allt til loka. „Ég er mjög ánægður með líkamlega þáttinn. Við hlupum og vildum gera þetta. Við þurfum bara að læra betur á inn hver aðra. Framherjinn okkar [Tiffany McCarty] gerði gott mót og hljóp af sér rassgatið eins og allir. En það er hundfýly að tapa,“ sagði Alfreð. Selfyssingar mæta Blikum í næstu umferð. Þessum liðum var spáð tveimur efstu sætum deildarinnar. „Við erum búnar að setja þá pressu á okkur að við ætlum að verða Íslandsmeistarar. Þetta er einn leikur og það eru sautján eftir,“ sagði Alfreð að endingu.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti