Stuðningsmenn Guðna gætu reynst værukærari og munurinn minnkað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. júní 2020 13:28 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands eiga inni mjög öruggan sigur í komandi kosningum. samsett mynd Sökum yfirburðarstöðu sitjandi forseta í könnunum gætu stuðningsmenn hans reynst værukærari og síður mætt á kjörstað, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Það sé eitt það helsta sem gæti hnikað til stöðunni á kjördag. Hann segir mótframboðið tengjast þjóðernispopúlisma sem njóti vaxandi fylgis víða um heim. Sjónvarpskappræður Guðna Th. Jóhannessonar forseta og frambjóðandans Guðmundar Franklíns Jónssonar fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi. Gafst þeim meðal annars kostur á að spyrja hvorn annan tveggja spurninga og kom til nokkuð harðra orðaskipta. Samkvæmt nýrri könnun sem kynnt var í þættinum ynni Guðni öruggan sigur ef gengið yrði til kosninga í dag. Fengi hann 92,4 prósent atkvæða en Guðmundur Franklín 7,6 prósent. Guðmundur Franklín Jónsson sækir fylgi sitt helst til eldra fólks, kjósenda Miðflokksins og karla fremur en kvenna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir muninn svo mikinn að niðurstaða kosninga liggi nokkuð ljós fyrir. Fylgið gæti breyst að einhverju leyti. „Kjósendur Guðna gætu vegna þessa gríðarlega munar og yfirburðarstöðu í könnunum reynst værukærari og talið sig eiga síður erindi á kjörstað en staðfastir kjósendur Guðmundar, þrátt fyrir að þeir séu miklu færri. Niðurstaðan gæti því á endanum verið sú að munurinn verði eitthvað minni," segir Eiríkur. Guðmundur nefndi þriðja orkupakkann þegar hann talaði um beitingu synjunarvalds forseta.Vísir/Sigurjón Kosningaþátttaka gæti þannig orðið dræmari en í síðustu kosningum. „Hins vegar eru íslenskir kjósendur þannig að þeir taka hlutverk sitt alvarlega og kjörsókn er töluvert há í samanburði við nágrannalöndin. Maður sér kjörsóknina því ekki hríðfalla þó hún gæti orðið eitthvað dræmari en til að mynda síðast þegar spenna var í kjörinu," segir Eiríkur. Kosningarnar nú séu hefðbundnar miðað við aðrar sambærilegar; þar sem nokkuð óumdeildur sitjandi forseti tekur þátt og virðist eiga sigurinn vísan. „Það sem er kannski sérstakt núna er að þessi áskorun sem kemur fram tengist þessari tegund stjórnmála sem við höfum verið að sjá rísa upp í löndunum í kringum okkur og er stundum kölluð þjóðernispopúlismi," segir Eiríkur. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Tengdar fréttir „Þetta var í senn skemmtilegt og sorglegt” Grétar Þór Eyþórsson, professor við Háskólann á Akureyri, segir forsetaframbjóðandann Guðmundur Franklín Jónsson ekki hafa komið málefnanlega frá sjónvarpskappræðunum á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 22:15 „Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ „Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 21:58 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Sjá meira
Sökum yfirburðarstöðu sitjandi forseta í könnunum gætu stuðningsmenn hans reynst værukærari og síður mætt á kjörstað, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Það sé eitt það helsta sem gæti hnikað til stöðunni á kjördag. Hann segir mótframboðið tengjast þjóðernispopúlisma sem njóti vaxandi fylgis víða um heim. Sjónvarpskappræður Guðna Th. Jóhannessonar forseta og frambjóðandans Guðmundar Franklíns Jónssonar fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi. Gafst þeim meðal annars kostur á að spyrja hvorn annan tveggja spurninga og kom til nokkuð harðra orðaskipta. Samkvæmt nýrri könnun sem kynnt var í þættinum ynni Guðni öruggan sigur ef gengið yrði til kosninga í dag. Fengi hann 92,4 prósent atkvæða en Guðmundur Franklín 7,6 prósent. Guðmundur Franklín Jónsson sækir fylgi sitt helst til eldra fólks, kjósenda Miðflokksins og karla fremur en kvenna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir muninn svo mikinn að niðurstaða kosninga liggi nokkuð ljós fyrir. Fylgið gæti breyst að einhverju leyti. „Kjósendur Guðna gætu vegna þessa gríðarlega munar og yfirburðarstöðu í könnunum reynst værukærari og talið sig eiga síður erindi á kjörstað en staðfastir kjósendur Guðmundar, þrátt fyrir að þeir séu miklu færri. Niðurstaðan gæti því á endanum verið sú að munurinn verði eitthvað minni," segir Eiríkur. Guðmundur nefndi þriðja orkupakkann þegar hann talaði um beitingu synjunarvalds forseta.Vísir/Sigurjón Kosningaþátttaka gæti þannig orðið dræmari en í síðustu kosningum. „Hins vegar eru íslenskir kjósendur þannig að þeir taka hlutverk sitt alvarlega og kjörsókn er töluvert há í samanburði við nágrannalöndin. Maður sér kjörsóknina því ekki hríðfalla þó hún gæti orðið eitthvað dræmari en til að mynda síðast þegar spenna var í kjörinu," segir Eiríkur. Kosningarnar nú séu hefðbundnar miðað við aðrar sambærilegar; þar sem nokkuð óumdeildur sitjandi forseti tekur þátt og virðist eiga sigurinn vísan. „Það sem er kannski sérstakt núna er að þessi áskorun sem kemur fram tengist þessari tegund stjórnmála sem við höfum verið að sjá rísa upp í löndunum í kringum okkur og er stundum kölluð þjóðernispopúlismi," segir Eiríkur.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Tengdar fréttir „Þetta var í senn skemmtilegt og sorglegt” Grétar Þór Eyþórsson, professor við Háskólann á Akureyri, segir forsetaframbjóðandann Guðmundur Franklín Jónsson ekki hafa komið málefnanlega frá sjónvarpskappræðunum á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 22:15 „Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ „Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 21:58 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Sjá meira
„Þetta var í senn skemmtilegt og sorglegt” Grétar Þór Eyþórsson, professor við Háskólann á Akureyri, segir forsetaframbjóðandann Guðmundur Franklín Jónsson ekki hafa komið málefnanlega frá sjónvarpskappræðunum á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 22:15
„Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ „Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 21:58