MS hættir að nota „feta“ í vöruheitum sínum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2020 12:20 MS mun hætta að nota heitið „feta“ um vörur sínar. STÖÐ 2 Mjólkursamsalan ætlar að fara að kröfum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að hætta að nota orðið ,,feta" í ostaframleiðslu sinni. Skipt verður um nafn á ostinum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fór fram á það við íslensk stjórnvöld að séð yrði til þess að Mjólkursamsalan hætti að nota orðið feta í framleiðslu sinni. RÚV sagði fyrst frá því að Evrópuþingmaðurinn Emmanouil Fragkos hefði lagt fram fyrirspurn í apríl um framleiðslu MS á fetaosti og bent á að hann væri framleiddur úr mjólk áa og geita í Grikklandi, og þá með sérstökum aðferðum. Séu þau skilyrði ekki uppfyllt teljist osturinn ekki vera feta og ekki hægt að kalla osta framleidda utan Grikklands fetaosta. Væri því spurning hvort notkun MS á "feta" væri lögleg. Framkvæmdastjórn ESB telur að "feta" falli undir samkomulag á milli Íslands og Evrópusambandsins frá 2016 um landfræðilega vernd matvara og jafnframt að MS sé því óheimilt að nota heitið. Framkvæmdastjórnin óskaði þegar eftir því að íslensk stjórnvöld gripi til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir áframhaldandi notkun þess. Mjólkursamsalan brást hratt við. Salatostur eða veisluostur Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri Mjólkursamsölunnar, segir að MS hafi borist erindi frá Matvælastofnun vegna málsins í byrjun vikunnar. Þær hafi snúið að heitunum „feta“ og „feti.“ „Við höfum hug á að breyta nafninu á okkar vöru og höfum þegar sett af stað vinnu í því tilliti með nöfnunum ,salatostur‘ og ,veisluostur.‘“ Hún segir að ekki hafi verið vafi um það innan herbúða MS að breyta hafi þurft um heiti á vörunum. „Ef það er búið að skrifa undir samning milli ríkja um ákveðna vernd var það okkar mat að þá myndum við bara breyta nöfnunum. Sunna segir jafnframt að verið sé að skoða hvort unnt sé að nota þær umbúðir sem þegar séu til, sem feli í sér orðið ,,feta" eða hvort þeim þurfi að farga. Evrópusambandið Grikkland Matur Höfundaréttur Tengdar fréttir ESB segir MS ekki mega kalla vörur sínar „feta“ Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið fram á það við íslensk stjórnvöld að þau sjái til þess að MS noti ekki heitið „feta“ í framleiðslu sinni á osti. Osturinn sé ekki fetaostur nema framleiddur í Grikklandi, og þá eftir ákveðinni aðferð. 12. júní 2020 09:13 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Sjá meira
Mjólkursamsalan ætlar að fara að kröfum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að hætta að nota orðið ,,feta" í ostaframleiðslu sinni. Skipt verður um nafn á ostinum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fór fram á það við íslensk stjórnvöld að séð yrði til þess að Mjólkursamsalan hætti að nota orðið feta í framleiðslu sinni. RÚV sagði fyrst frá því að Evrópuþingmaðurinn Emmanouil Fragkos hefði lagt fram fyrirspurn í apríl um framleiðslu MS á fetaosti og bent á að hann væri framleiddur úr mjólk áa og geita í Grikklandi, og þá með sérstökum aðferðum. Séu þau skilyrði ekki uppfyllt teljist osturinn ekki vera feta og ekki hægt að kalla osta framleidda utan Grikklands fetaosta. Væri því spurning hvort notkun MS á "feta" væri lögleg. Framkvæmdastjórn ESB telur að "feta" falli undir samkomulag á milli Íslands og Evrópusambandsins frá 2016 um landfræðilega vernd matvara og jafnframt að MS sé því óheimilt að nota heitið. Framkvæmdastjórnin óskaði þegar eftir því að íslensk stjórnvöld gripi til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir áframhaldandi notkun þess. Mjólkursamsalan brást hratt við. Salatostur eða veisluostur Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri Mjólkursamsölunnar, segir að MS hafi borist erindi frá Matvælastofnun vegna málsins í byrjun vikunnar. Þær hafi snúið að heitunum „feta“ og „feti.“ „Við höfum hug á að breyta nafninu á okkar vöru og höfum þegar sett af stað vinnu í því tilliti með nöfnunum ,salatostur‘ og ,veisluostur.‘“ Hún segir að ekki hafi verið vafi um það innan herbúða MS að breyta hafi þurft um heiti á vörunum. „Ef það er búið að skrifa undir samning milli ríkja um ákveðna vernd var það okkar mat að þá myndum við bara breyta nöfnunum. Sunna segir jafnframt að verið sé að skoða hvort unnt sé að nota þær umbúðir sem þegar séu til, sem feli í sér orðið ,,feta" eða hvort þeim þurfi að farga.
Evrópusambandið Grikkland Matur Höfundaréttur Tengdar fréttir ESB segir MS ekki mega kalla vörur sínar „feta“ Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið fram á það við íslensk stjórnvöld að þau sjái til þess að MS noti ekki heitið „feta“ í framleiðslu sinni á osti. Osturinn sé ekki fetaostur nema framleiddur í Grikklandi, og þá eftir ákveðinni aðferð. 12. júní 2020 09:13 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Sjá meira
ESB segir MS ekki mega kalla vörur sínar „feta“ Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið fram á það við íslensk stjórnvöld að þau sjái til þess að MS noti ekki heitið „feta“ í framleiðslu sinni á osti. Osturinn sé ekki fetaostur nema framleiddur í Grikklandi, og þá eftir ákveðinni aðferð. 12. júní 2020 09:13