Fótbolti

Kjartan Henry klúðraði „færi ársins“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kjartan Henry í leik með Vejle á síðustu leiktíð.
Kjartan Henry í leik með Vejle á síðustu leiktíð. vísir/getty

Kjartan Henry Finnbogason vill væntanlega gleyma sem fyrst færinu sem hann klúðraði í dönsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Kjartan Henry hefur raðað inn mörkum fyrir félagið en hann náði ekki að finna fram markaskóna í gær er liðið tapaði nokkuð óvænt 2-1 fyrir botnbaráttuliði Skive á heimavelli í öðrum leiknum eftir kórónuveiruhléið.

Eftir fyrirgjöf frá hægri þurfti KR-ingurinn bara að leggja boltann í autt netið af stuttu færi en honum voru mislagðir fætur og hitti boltann ekki vel.

„Nei, nei, nei. Klúður ársins,“ segir í frétt BT þar sem fylgir myndband af færinu.

„Á heimavelli tapaði Vejle mjög óvænt 1-2 fyrir Skive en það var ekki það mest sjokkerandi í leiknum. Það var hins vegar Kjartans Finnbogasonar rosalegt klúður,“ segir enn fremur í fréttinni.

Enginn hefur skorað fleiri mörk í dönsku B-deildinni á tímabilinu en Kjartan Henry. Hann er með fjórtán mörk í tuttugu leikjum en Vejle er á hraðri leið á nýjan leik upp í deild þeirra bestu.

Þeir eru með tíu stiga forskot á Viborg, sem eiga þó leik til góða, en tíu umferðir eru eftir af deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×