Innlent

Handtakan í Kjósinni send til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Ríkislögreglustjóri hefur sent málið til NEL, að eigin frumkvæði.
Ríkislögreglustjóri hefur sent málið til NEL, að eigin frumkvæði. Vísir/Vilhelm

Mál manns sem var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra í kjölfar girðingardeilna í Kjós er komið á borð nefndar um eftirlit með störfum lögreglu, NEL. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn fréttastofu.

Fjallað var um málið í Fréttablaðinu. Þar segir að lögregla hafi fengið tilkynningu um ógnandi tilburði og hættu á að vopnum yrði beitt, og því hafi sérsveitin verið send á vettvang.

Maðurinn sem var handtekinn er á áttræðisaldri, en í umfjöllun Fréttablaðsins kemur meðal annars fram að skammbyssu hafi verið miðað á hann. Hann hafi þá verið handtekinn og færður úr Kjós á lögreglustöðina við Hlemm. Eftir sex tíma dvöl þar og skýrslutöku hafi honum verið sleppt út af stöðinni, peningalausum.

Í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Vísis kemur fram að málið hafi verið sent inn á borð nefndar um eftirlit með störfum lögreglu, NEL, og það hafi verið gert að frumkvæði Ríkislögreglustjóra. Áður hafði verið greint frá því að Áslaug hefði óskað eftir skýringu á handtöku sérsveitarinnar í Kjósinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×