Sigraði Gunnar og fær titilbardaga á nýju bardagaeyjunni Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2020 23:00 Gunnar Nelson og Gilbert Burns mættust í Kaupmannahöfn í september. VÍSIR/GETTY Dana White, forseti UFC, hefur nú upplýst hvar hin svokallaða bardagaeyja verður staðsett, þar sem næsta stóra bardagakvöld mun fara fram þann 11. júlí. White hefur náð samningum við aðila í Abu Dhabi um að þar verði keppt í UFC 251 í næsta mánuði, sem og á þremur bardagakvöldum til viðbótar dagana 15., 18. og 25. júlí. Keppt verður á eyjunni Yas og segir White að þar verði búið að koma upp öllum nauðsynlegum aðbúnaði fyrir keppendur. „Það mun allt gerast á eyjunni. Það fer enginn þaðan. Keppendur verða með sínar eigin æfingabúðir þar sem þeir geta æft út af fyrir sig. Við verðum í alvörunni með átthyrning [til æfinga] í sandinum. Umgjörðin þarna verður ótrúleg. Fólkið í Abu Dhabi gerir þetta allt rétt,“ sagði White á Facebook-síðu UFC. Things are heating up this summer on Fight Island #UFC251 pic.twitter.com/a8rkZ3wYNk— ESPN MMA (@espnmma) June 9, 2020 White tilkynnti jafnframt að aðalbardagi UFC 251 kvöldsins yrði titilbardagi áskorandans Gilbert Burns og meistarans Kamaru Usman, í veltivigt. Burns hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn en Brasilíumaðurinn vann nauman sigur gegn Gunnari Nelson í þriggja lotu bardaga í Kaupmannahöfn í september síðastliðnum. Síðan þá hefur hann unnið Demian Maia og svo fyrrverandi meistarann Tyron Woodley fyrir rúmri viku. Nate Diaz er þó greinilega allt annað en hrifinn af því að Burns skuli fá titilbardaga og segir á Twitter að svona sé þetta þegar að bardagamenn viti að þeir séu einskis virði – þeir taki ódýrum samningum. „Þetta er ekki titilbardagi,“ sagði Diaz. This is what s wrong with people claiming they re fighters settling for less cause they know they re not worth shit you should ve fought the next guy in line not the guy who would take less cause he s told too that s why no one will remember youguys This isn t a title fight pic.twitter.com/7GLJUJA45C— Nathan Diaz (@NateDiaz209) June 9, 2020 UFC frestaði nokkrum keppnum frá mars og fram í maí vegna kórónuveirufaraldursins en keppni án áhorfenda hófst að nýju 9. maí í Flórída. MMA Tengdar fréttir Gunnar langar að berjast á bardagaeyjunni Gunnar Nelson segir að hugmynd forseta UFC, Dana White, um bardagaeyju sé spennandi. 27. maí 2020 16:00 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Körfubolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Í beinni: KR - Þór Þ. | Heldur fullkomin byrjun KR áfram? Körfubolti Fleiri fréttir Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Í beinni: KR - Þór Þ. | Heldur fullkomin byrjun KR áfram? Í beinni: Valur - Ármann | Lið í leit að fyrsta sigri Í beinni: ÍA - Njarðvík | Fagna Skagamenn aftur heima? Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Sjá meira
Dana White, forseti UFC, hefur nú upplýst hvar hin svokallaða bardagaeyja verður staðsett, þar sem næsta stóra bardagakvöld mun fara fram þann 11. júlí. White hefur náð samningum við aðila í Abu Dhabi um að þar verði keppt í UFC 251 í næsta mánuði, sem og á þremur bardagakvöldum til viðbótar dagana 15., 18. og 25. júlí. Keppt verður á eyjunni Yas og segir White að þar verði búið að koma upp öllum nauðsynlegum aðbúnaði fyrir keppendur. „Það mun allt gerast á eyjunni. Það fer enginn þaðan. Keppendur verða með sínar eigin æfingabúðir þar sem þeir geta æft út af fyrir sig. Við verðum í alvörunni með átthyrning [til æfinga] í sandinum. Umgjörðin þarna verður ótrúleg. Fólkið í Abu Dhabi gerir þetta allt rétt,“ sagði White á Facebook-síðu UFC. Things are heating up this summer on Fight Island #UFC251 pic.twitter.com/a8rkZ3wYNk— ESPN MMA (@espnmma) June 9, 2020 White tilkynnti jafnframt að aðalbardagi UFC 251 kvöldsins yrði titilbardagi áskorandans Gilbert Burns og meistarans Kamaru Usman, í veltivigt. Burns hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn en Brasilíumaðurinn vann nauman sigur gegn Gunnari Nelson í þriggja lotu bardaga í Kaupmannahöfn í september síðastliðnum. Síðan þá hefur hann unnið Demian Maia og svo fyrrverandi meistarann Tyron Woodley fyrir rúmri viku. Nate Diaz er þó greinilega allt annað en hrifinn af því að Burns skuli fá titilbardaga og segir á Twitter að svona sé þetta þegar að bardagamenn viti að þeir séu einskis virði – þeir taki ódýrum samningum. „Þetta er ekki titilbardagi,“ sagði Diaz. This is what s wrong with people claiming they re fighters settling for less cause they know they re not worth shit you should ve fought the next guy in line not the guy who would take less cause he s told too that s why no one will remember youguys This isn t a title fight pic.twitter.com/7GLJUJA45C— Nathan Diaz (@NateDiaz209) June 9, 2020 UFC frestaði nokkrum keppnum frá mars og fram í maí vegna kórónuveirufaraldursins en keppni án áhorfenda hófst að nýju 9. maí í Flórída.
MMA Tengdar fréttir Gunnar langar að berjast á bardagaeyjunni Gunnar Nelson segir að hugmynd forseta UFC, Dana White, um bardagaeyju sé spennandi. 27. maí 2020 16:00 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Körfubolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Í beinni: KR - Þór Þ. | Heldur fullkomin byrjun KR áfram? Körfubolti Fleiri fréttir Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Í beinni: KR - Þór Þ. | Heldur fullkomin byrjun KR áfram? Í beinni: Valur - Ármann | Lið í leit að fyrsta sigri Í beinni: ÍA - Njarðvík | Fagna Skagamenn aftur heima? Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Sjá meira
Gunnar langar að berjast á bardagaeyjunni Gunnar Nelson segir að hugmynd forseta UFC, Dana White, um bardagaeyju sé spennandi. 27. maí 2020 16:00