Kári telur rétt og skynsamlegt að bjóða ferðamenn velkomna Jakob Bjarnar skrifar 8. júní 2020 13:14 Kári Stefánsson hefur staðið í ströngu vegna skimunarmála í tengslum við Covid-19. Hér má sjá hann þramma ábúðarfullan niður tröppur stjórnarráðsins en í humátt á eftir fylgir aðstoðarmaður hans, Þóra Kristín Ástgeirsdóttir. visir/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur fráleitt annað en að opna landið fyrir ferðamönnum. Með tilteknum skilyrðum. Hann telur áhættuna ásættanlega. „Það sem undanfarnar vikur hafa kennt okkur er að við getum hamið útbreiðslu á SARS-CoV-2 veirunni með því að skima eftir henni víða og beita einangrunum og sóttkví. Við höfum sýnt að við getum einangrað tilfelli sem skjóta upp kollinum þótt þau séu nokkur saman og komið í veg fyrir frekari útbreiðslu,“ segir Kári í grein sem hann skrifar og birti á Vísi nú fyrir stundu. „Hættan sem hlýst af því að opna landið er ásættanleg vegna þess að við höfum mannskap sem kann til verka og á ég hér ekki bara við þríeykið og þeirra fólk heldur líka ríkisstjórn sem hefur dug og kjark til þess að skilja sóttvarnarvandamál eftir í höndunum á þeim sem vita betur og svo stórkostlegt starfslið Landspítalans,“ segir niðurlagi greinarinnar en hann færir rök fyrir því að skynsamlegt og rétt sé að opna landið sem og að skima ferðamenn sem hafi á því vit að vilja koma til Íslands. Kári segir að prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og smitsjúkdómalæknir við Landspítalann hafi gagnrýnt hugmyndir um opnun landsins en það hljóti svo að vera því þau eru þar með að gegna þeirri skyldu sinni að veita aðhald þeim sem ráða og án slíks aðhalds færum við skemmstu leið til hins neðra, eins og Kári orðar það. „Við eigum þess kost að opna aftur landið okkar stórkostlega fyrir þeim sem hafa vit á því að koma hingað og það sem meira er við getum gert það með bakið beint og sagt við umheiminn að við séum að gera það á upplýstan máta með því að nota þær aðferðir sem gerðu okkur kleift að kæfa faraldurinn ef ekki í fæðingu hans, þá í æsku.“ Kári tekur það sérstaklega fram að skimunarverkefnið, sem hefur verið umdeilt meðal þeirra sem vilja fara varlega, sé á ábyrgð og forræði sóttvarnarlæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Að bjóða heiminn velkominn Covid-19 faraldurinn hélt á töfrasprota sem breytti öllu sem hann kom við. Tíminn hætti að líða og rann ekki lengur eins og vatnið kalda og djúpa og átti litla samleið með vitund okkar. 8. júní 2020 12:15 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur fráleitt annað en að opna landið fyrir ferðamönnum. Með tilteknum skilyrðum. Hann telur áhættuna ásættanlega. „Það sem undanfarnar vikur hafa kennt okkur er að við getum hamið útbreiðslu á SARS-CoV-2 veirunni með því að skima eftir henni víða og beita einangrunum og sóttkví. Við höfum sýnt að við getum einangrað tilfelli sem skjóta upp kollinum þótt þau séu nokkur saman og komið í veg fyrir frekari útbreiðslu,“ segir Kári í grein sem hann skrifar og birti á Vísi nú fyrir stundu. „Hættan sem hlýst af því að opna landið er ásættanleg vegna þess að við höfum mannskap sem kann til verka og á ég hér ekki bara við þríeykið og þeirra fólk heldur líka ríkisstjórn sem hefur dug og kjark til þess að skilja sóttvarnarvandamál eftir í höndunum á þeim sem vita betur og svo stórkostlegt starfslið Landspítalans,“ segir niðurlagi greinarinnar en hann færir rök fyrir því að skynsamlegt og rétt sé að opna landið sem og að skima ferðamenn sem hafi á því vit að vilja koma til Íslands. Kári segir að prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og smitsjúkdómalæknir við Landspítalann hafi gagnrýnt hugmyndir um opnun landsins en það hljóti svo að vera því þau eru þar með að gegna þeirri skyldu sinni að veita aðhald þeim sem ráða og án slíks aðhalds færum við skemmstu leið til hins neðra, eins og Kári orðar það. „Við eigum þess kost að opna aftur landið okkar stórkostlega fyrir þeim sem hafa vit á því að koma hingað og það sem meira er við getum gert það með bakið beint og sagt við umheiminn að við séum að gera það á upplýstan máta með því að nota þær aðferðir sem gerðu okkur kleift að kæfa faraldurinn ef ekki í fæðingu hans, þá í æsku.“ Kári tekur það sérstaklega fram að skimunarverkefnið, sem hefur verið umdeilt meðal þeirra sem vilja fara varlega, sé á ábyrgð og forræði sóttvarnarlæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Að bjóða heiminn velkominn Covid-19 faraldurinn hélt á töfrasprota sem breytti öllu sem hann kom við. Tíminn hætti að líða og rann ekki lengur eins og vatnið kalda og djúpa og átti litla samleið með vitund okkar. 8. júní 2020 12:15 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Að bjóða heiminn velkominn Covid-19 faraldurinn hélt á töfrasprota sem breytti öllu sem hann kom við. Tíminn hætti að líða og rann ekki lengur eins og vatnið kalda og djúpa og átti litla samleið með vitund okkar. 8. júní 2020 12:15