Conor segist hættur í enn eitt skiptið Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júní 2020 10:45 Conor McGregor er hættur að berjast, ef marka má hans orð. vísir/getty UFC-bardagakappinn skrautlegi og Íslandsvinurinn, Conor McGregor, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í morgun að hann væri hættur að berjast. Hann þakkaði fyrir sig og sagðist hættur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Conor, sem er 31 árs, segist vera hættur en hann sagðist einnig hættur árin 2016 og 2019 en endaði á því að snúa aftur í hringinn og berjast á nýjan leik. Hey guys I ve decided to retire from fighting.Thank you all for the amazing memories! What a ride it s been!Here is a picture of myself and my mother in Las Vegas post one of my World title wins!Pick the home of your dreams Mags I love you!Whatever you desire it s yours pic.twitter.com/Dh4ijsZacZ— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) June 7, 2020 Kjaftfori Írinn barðist síðar í janúar á þessu ári er hann hafði betur gegn Donald 'Cowboy' Cerrone á aðeins 40 sekúndum. Hann hefur unnið 22 af sínum bardögum og einungis tapað fjórum. Það er ekki bara í UFC sem Conor hefur barist en hann ákvað einnig að boxa gegn fimmföldum heimsmeistara, Floyd Mayweather, í ágúst 2017 en hann tapaði þeim bardaga. Veskið hans óx þó við þann bardaga svo um munaði. Conor McGregor has announced his retirement from fighting - for the third time in four years.Full story: https://t.co/tFj69mMA4E pic.twitter.com/kUtobKvLH5— BBC Sport (@BBCSport) June 7, 2020 Það hefur mikið gustað í kringum Conor og bardagi hans gegn Khabib Nurmagodemov í október árið 2018 verður lengi í minnum hafðum fyrir allt annað en fagurleika en þeir eru engir perluvinir, Khabib og Conor. McGregor hefur komið upp í gegnum starf UFC og varð fyrsti maðurinn innan greinarinnar sem var heimsmeistari í tveimur þyngdarflokkum. Sigur hans gegn Cerrone á þessu ári var fyrsti sigur hans í hringnum síðan 2016. Það verður því fróðlegt að sjá hvort Írinn standi við stóru orðin og sé nú hættur fyrir fullt og allt. @TheNotoriousMMA has announced his retirement from fighting. 26 Fights 22 Wins 4 Defeats FIRST @UFC fighter in history to get a knockout in three weight divisions. FIRST @UFC fighter to hold two belts in different divisions. A true entertainer. pic.twitter.com/rrNg1DRv8p— S P O R F (At ) (@Sporf) June 7, 2020 MMA Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
UFC-bardagakappinn skrautlegi og Íslandsvinurinn, Conor McGregor, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í morgun að hann væri hættur að berjast. Hann þakkaði fyrir sig og sagðist hættur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Conor, sem er 31 árs, segist vera hættur en hann sagðist einnig hættur árin 2016 og 2019 en endaði á því að snúa aftur í hringinn og berjast á nýjan leik. Hey guys I ve decided to retire from fighting.Thank you all for the amazing memories! What a ride it s been!Here is a picture of myself and my mother in Las Vegas post one of my World title wins!Pick the home of your dreams Mags I love you!Whatever you desire it s yours pic.twitter.com/Dh4ijsZacZ— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) June 7, 2020 Kjaftfori Írinn barðist síðar í janúar á þessu ári er hann hafði betur gegn Donald 'Cowboy' Cerrone á aðeins 40 sekúndum. Hann hefur unnið 22 af sínum bardögum og einungis tapað fjórum. Það er ekki bara í UFC sem Conor hefur barist en hann ákvað einnig að boxa gegn fimmföldum heimsmeistara, Floyd Mayweather, í ágúst 2017 en hann tapaði þeim bardaga. Veskið hans óx þó við þann bardaga svo um munaði. Conor McGregor has announced his retirement from fighting - for the third time in four years.Full story: https://t.co/tFj69mMA4E pic.twitter.com/kUtobKvLH5— BBC Sport (@BBCSport) June 7, 2020 Það hefur mikið gustað í kringum Conor og bardagi hans gegn Khabib Nurmagodemov í október árið 2018 verður lengi í minnum hafðum fyrir allt annað en fagurleika en þeir eru engir perluvinir, Khabib og Conor. McGregor hefur komið upp í gegnum starf UFC og varð fyrsti maðurinn innan greinarinnar sem var heimsmeistari í tveimur þyngdarflokkum. Sigur hans gegn Cerrone á þessu ári var fyrsti sigur hans í hringnum síðan 2016. Það verður því fróðlegt að sjá hvort Írinn standi við stóru orðin og sé nú hættur fyrir fullt og allt. @TheNotoriousMMA has announced his retirement from fighting. 26 Fights 22 Wins 4 Defeats FIRST @UFC fighter in history to get a knockout in three weight divisions. FIRST @UFC fighter to hold two belts in different divisions. A true entertainer. pic.twitter.com/rrNg1DRv8p— S P O R F (At ) (@Sporf) June 7, 2020
MMA Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira