Fylkismenn stóðu upp sem sigurvegarar í Stórmeistaramótinu en þetta er stærsti bikar Íslands í rafíþróttum.
Keppt var í leiknum Counter-Strike: Global Offensive en Fylkismenn unnu sigur á FH í úrslitaleiknum sem var fjörugur í kvöld.
Fylkismenn höfðu betur 2-0. Þeir unnu fyrsta kortið, Inferno, 16-11 og það næsta Vertigo, 16-7. Eðvarð Þór Heimisson, EddezeNNN, var valinn maður mótsins.