Fótbolti

Ragnar áfram utan hóps hjá FCK

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnar Sigurðsson í æfingaleik áður en danska úrvalsdeildin fór aftur af stað.
Ragnar Sigurðsson í æfingaleik áður en danska úrvalsdeildin fór aftur af stað. VÍSIR/GETTY

Ragnar Sigurðsson er áfram utan hóps hjá dönsku meisturunum í FCK en þeir spila á morgun sinn annan leik eftir kórónuveiruhléið.

Ragnar var ekki í leikmannahópi FCK í 4-1 sigrinum á Lyngby í fyrsta leiknum eftir kórónuveirufaraldurinn og hann verður heldur ekki í leikmannahópnum gegn Randers á heimavelli á morgun en samningur Ragnars við félagið rennur út eftir tímabilið.

Ståle Solbakken, þjálfari, er með þrjá miðverði í hópnum en þeir Sotirios Papagiannopoulos, Victor Nelsson og Andreas Bjelland voru valdir fram yfir Ragnar. Nelsson og Bjelland byrjuðu leikinn gegn Lyngby.

FCK minnkaði forskot Midtjylland niður í níu stig með sigri á Lyngby um síðustu helgi en Midtjylland tapaði á sama tíma fyrir Horsens. Midtjylland spilar við ungt og sprækt lið Nordsjælland á morgun er síðasta umferð deildarkeppninnar fer fram áður en deildinni verður skipt í úrslitakeppni og svo tvo fallriðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×