Þrjár leiðir til að varast vonda skapið í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. júní 2020 10:00 Með um það bil sextíu sekúndna þjálfun á dag getum við þjálfað okkur í að forðast vont skap í vinnunni. Vísir/Getty Það eiga allir sína góðu og slæmu daga. Stundum verðum við pirruð í vinnunni og þráðurinn í okkur stuttur. Þá gerist það sama og allir kannast við heiman frá sér: Skapið okkar bitnar á þeim sem standa okkur næst! En það er mannlegt að eiga misjafnlega góða daga. Spurningin er bara til hvaða ráða við getum gripið, til að forðast verri dagana. Hér eru þrjú ráð sem eru sögð virka vel og það besta við þau er að í raun snýst þetta aðeins um um það bil 60 sekúndna þjálfun á dag. 1. Fyrir hvað er ég þakklát/ur í dag? Já, þetta er gamla góða ráðið um að þjálfa sig í þakklæti. Að svara þessari spurningu snemma morguns er sagt hjálpa til við að gera daginn góðan. 2. Hverjum get ég þakkað (eða hrósað) sérstaklega í dag? En ef það hjálpar til við skapið að vera þakklát fyrir eitthvað sem við höfum, eigum eða getum gert, hvers vegna ekki að taka þakklætið skrefinu lengra og spyrja okkur sjálf: Hverjum get ég þakkað sérstaklega fyrir eitthvað í dag? Eða hrósað? Vittu til, þótt þakklætið eða hrósinu sé ætlað öðrum þá er þetta ráð sem kemur sjálfum þér í gott skap. 3. Um hvað ætti ég að hugsa í dag? Ókei. Hvað er það sem kemur okkur alltaf í gott skap? Er það eitthvað sem stendur til framundan? Eða er það að hugsa um einhvern sérstakan? Það er örugglega eitthvað sem þú veist um, sem hreinlega kemur þér alltaf í gott skap að hugsa um. Taktu meðvitaða ákvörðun um að leiða hugann þangað. Góðu ráðin Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Sjá meira
Það eiga allir sína góðu og slæmu daga. Stundum verðum við pirruð í vinnunni og þráðurinn í okkur stuttur. Þá gerist það sama og allir kannast við heiman frá sér: Skapið okkar bitnar á þeim sem standa okkur næst! En það er mannlegt að eiga misjafnlega góða daga. Spurningin er bara til hvaða ráða við getum gripið, til að forðast verri dagana. Hér eru þrjú ráð sem eru sögð virka vel og það besta við þau er að í raun snýst þetta aðeins um um það bil 60 sekúndna þjálfun á dag. 1. Fyrir hvað er ég þakklát/ur í dag? Já, þetta er gamla góða ráðið um að þjálfa sig í þakklæti. Að svara þessari spurningu snemma morguns er sagt hjálpa til við að gera daginn góðan. 2. Hverjum get ég þakkað (eða hrósað) sérstaklega í dag? En ef það hjálpar til við skapið að vera þakklát fyrir eitthvað sem við höfum, eigum eða getum gert, hvers vegna ekki að taka þakklætið skrefinu lengra og spyrja okkur sjálf: Hverjum get ég þakkað sérstaklega fyrir eitthvað í dag? Eða hrósað? Vittu til, þótt þakklætið eða hrósinu sé ætlað öðrum þá er þetta ráð sem kemur sjálfum þér í gott skap. 3. Um hvað ætti ég að hugsa í dag? Ókei. Hvað er það sem kemur okkur alltaf í gott skap? Er það eitthvað sem stendur til framundan? Eða er það að hugsa um einhvern sérstakan? Það er örugglega eitthvað sem þú veist um, sem hreinlega kemur þér alltaf í gott skap að hugsa um. Taktu meðvitaða ákvörðun um að leiða hugann þangað.
Góðu ráðin Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Sjá meira