Segist ekki hafa séð Tiger Woods slá svona vel í langan tíma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2020 07:30 Tiger virðist hafa nýtt frítímann vel. EPA-EFE/DAVID SWANSON Butch Harmon, fyrrum atvinnumaður í golfi og almennur sérfræðingur um íþróttina, segir að Tiger Woods gæti hafa grætt töluvert meira en aðrir golfarar á hléinu sem var gert á PGA mótaröðinni vegna kórónufaraldursins. Harmon segir að frammistaða Tiger í „The Match“ hafa sýnt hans bestur hliðar. „Ég hef ekki séð hann slá jafn vel í langan tíma,“ segir Harmon í grein sinni á Sky Sports. "If you watched The Match the other day, he looked beautiful playing golf. I thought it was the best I'd seen him swing in a long time"— Sky Sports (@SkySports) June 3, 2020 „The Match“ var góðgerðarleikur þar sem Tiger og NFL leikstjórnandinn Payton Manning kepptu gegn kylfingnum Phil Mickelson og öðrum NFL leikstjórnanda, engum öðrum en Tom Brady. Fór það svo að Woods og Mickelson unnu með einu höggi. „Miðað við aðstæðurnar sem þeir spiluðu í, rigningunni og rokinu, þá fannst mér Tiger spila stórkostlega. Ég hélt mögulega að hann myndi koma til baka eftir allt sem hann hefur gengið í gegnum en ég hélt aldrei að hann myndi koma til baka og keppa til sigurs,“ sagði Harmon einnig. Tiger kom öllum á óvart þegar hann vann sinn 80. sigur á PGA mótaröðinni í september árið 2018. Það er ljóst að hinn 45 ára gamli Tiger á nóg eftir og verður forvitnilegt að fylgast með honum þegar PGA mótaröðin fer aftur af stað um eftir rúmlega viku. Íþróttir Golf Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Butch Harmon, fyrrum atvinnumaður í golfi og almennur sérfræðingur um íþróttina, segir að Tiger Woods gæti hafa grætt töluvert meira en aðrir golfarar á hléinu sem var gert á PGA mótaröðinni vegna kórónufaraldursins. Harmon segir að frammistaða Tiger í „The Match“ hafa sýnt hans bestur hliðar. „Ég hef ekki séð hann slá jafn vel í langan tíma,“ segir Harmon í grein sinni á Sky Sports. "If you watched The Match the other day, he looked beautiful playing golf. I thought it was the best I'd seen him swing in a long time"— Sky Sports (@SkySports) June 3, 2020 „The Match“ var góðgerðarleikur þar sem Tiger og NFL leikstjórnandinn Payton Manning kepptu gegn kylfingnum Phil Mickelson og öðrum NFL leikstjórnanda, engum öðrum en Tom Brady. Fór það svo að Woods og Mickelson unnu með einu höggi. „Miðað við aðstæðurnar sem þeir spiluðu í, rigningunni og rokinu, þá fannst mér Tiger spila stórkostlega. Ég hélt mögulega að hann myndi koma til baka eftir allt sem hann hefur gengið í gegnum en ég hélt aldrei að hann myndi koma til baka og keppa til sigurs,“ sagði Harmon einnig. Tiger kom öllum á óvart þegar hann vann sinn 80. sigur á PGA mótaröðinni í september árið 2018. Það er ljóst að hinn 45 ára gamli Tiger á nóg eftir og verður forvitnilegt að fylgast með honum þegar PGA mótaröðin fer aftur af stað um eftir rúmlega viku.
Íþróttir Golf Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira