Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júní 2020 19:13 Madeleine McCann var þriggja ára þegar hún hvarf í fjölskyldufríi í Portúgal. Vísir/getty Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. Lögregla telur að Þjóðverjinn hafi verið á ferðalagi á sömu slóðum og McCann-fjölskyldan um það leyti sem stúlkan hvarf. BBC greinir frá þessum nýju vendingum málsins í dag. Hvarf McCann vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en hún var þriggja ára þegar síðast sást til hennar í fjölskyldufríi í Algarve í Portúgal. Hennar hefur nú verið saknað í þrettán ár. Lögregla í Lundúnum biðlar nú til fólks sem gæti búið yfir upplýsingum um ferðir þýska fangans í Portúgal árið 2007 að gefa sig fram. Rannsóknin beinist einkum að húsbíl sem maðurinn ferðaðist á, sem og öðrum bíl í hans eigu af gerðinni Jaguar. Maðurinn skráði bílinn á annað nafn daginn eftir að McCann hvarf. Breskir rannsóknarlögreglumenn fara með málið ásamt þýsku alríkislögreglunni, BKA. Sú síðarnefnda fer með þann hluta málsins er snýr að þýska fanganum, sem er í fangelsi í Þýskalandi, og flokkar málið sem „morðrannsókn“. Maðurinn á afbrotaferil að baki og er í fangelsi fyrir brot sem tengist ekki máli McCann. Ákall til almennings um frekari upplýsingar um málið var sýnt í þýsku sjónvarpi nú í kvöld. Mark Cranwell, rannsóknarlögreglumaður sem fer fyrir bresku rannsókninni, sagði þar að fanginn hefði verið þrítugur þegar McCann hvarf og dvalið ítrekað í húsbíl sínum í Algarve á árunum 1995 til 2007. Kate and Gerry McCann foreldrar Madeleine á blaðamannafundi í Berlín árið 2007.Vísir/getty Maðurinn hafi verið í grennd við bæinn Praia de Luz, þar sem McCann-fjölskyldan dvaldi, kvöldið sem McCann hvarf. Hringt hafi verið í síma hans um klukkan hálf átta og símtalinu slitið um hálftíma síðar. Lögregla hefur birt upplýsingar um símanúmer mannsins og segir allar vísbendingar um það geta haft „úrslitaáhrif“ á rannsóknina. Þá biður lögregla einstaklinginn sem hringdi í manninn að gefa sig fram. „Einhverjir þekkja manninn sem við lýsum hér í dag. Þið gætuð vitað af einhverju sem hann hefur gert. Hann gæti hafa trúað ykkur fyrir einhverju í tengslum við hvarf Madeleine. […] Nú er tíminn til að stíga fram,“ sagði Cranwell. Maðurinn er einn af sex hundruð einstaklingum sem lögreglumenn höfðu til rannsóknar á sínum tíma. Hann var þó aldrei grunaður um aðild að málinu. Nýjar upplýsingar um manninn litu þó dagsins ljós árið 2017 og síðan þá hefur slóð hans verið rakin í Portúgal og Þýskalandi. Rannsóknin á hvarfi McCann er ein sú umfangsmesta sinnar tegundar í Evrópu og teygir anga sína víða, líkt og rakið er hér að framan. Foreldrar stúlkunnar, Kate og Gerry, voru á tímabili grunuð um aðild að hvarfi hennar. Sá hluti rannsóknarinnar sem nú stendur yfir hófst árið 2011 og hefur kostað um 11 milljónir punda, eða rétt tæpa tvo milljarða íslenskra króna. Madeleine McCann Bretland Þýskaland Portúgal Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. Lögregla telur að Þjóðverjinn hafi verið á ferðalagi á sömu slóðum og McCann-fjölskyldan um það leyti sem stúlkan hvarf. BBC greinir frá þessum nýju vendingum málsins í dag. Hvarf McCann vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en hún var þriggja ára þegar síðast sást til hennar í fjölskyldufríi í Algarve í Portúgal. Hennar hefur nú verið saknað í þrettán ár. Lögregla í Lundúnum biðlar nú til fólks sem gæti búið yfir upplýsingum um ferðir þýska fangans í Portúgal árið 2007 að gefa sig fram. Rannsóknin beinist einkum að húsbíl sem maðurinn ferðaðist á, sem og öðrum bíl í hans eigu af gerðinni Jaguar. Maðurinn skráði bílinn á annað nafn daginn eftir að McCann hvarf. Breskir rannsóknarlögreglumenn fara með málið ásamt þýsku alríkislögreglunni, BKA. Sú síðarnefnda fer með þann hluta málsins er snýr að þýska fanganum, sem er í fangelsi í Þýskalandi, og flokkar málið sem „morðrannsókn“. Maðurinn á afbrotaferil að baki og er í fangelsi fyrir brot sem tengist ekki máli McCann. Ákall til almennings um frekari upplýsingar um málið var sýnt í þýsku sjónvarpi nú í kvöld. Mark Cranwell, rannsóknarlögreglumaður sem fer fyrir bresku rannsókninni, sagði þar að fanginn hefði verið þrítugur þegar McCann hvarf og dvalið ítrekað í húsbíl sínum í Algarve á árunum 1995 til 2007. Kate and Gerry McCann foreldrar Madeleine á blaðamannafundi í Berlín árið 2007.Vísir/getty Maðurinn hafi verið í grennd við bæinn Praia de Luz, þar sem McCann-fjölskyldan dvaldi, kvöldið sem McCann hvarf. Hringt hafi verið í síma hans um klukkan hálf átta og símtalinu slitið um hálftíma síðar. Lögregla hefur birt upplýsingar um símanúmer mannsins og segir allar vísbendingar um það geta haft „úrslitaáhrif“ á rannsóknina. Þá biður lögregla einstaklinginn sem hringdi í manninn að gefa sig fram. „Einhverjir þekkja manninn sem við lýsum hér í dag. Þið gætuð vitað af einhverju sem hann hefur gert. Hann gæti hafa trúað ykkur fyrir einhverju í tengslum við hvarf Madeleine. […] Nú er tíminn til að stíga fram,“ sagði Cranwell. Maðurinn er einn af sex hundruð einstaklingum sem lögreglumenn höfðu til rannsóknar á sínum tíma. Hann var þó aldrei grunaður um aðild að málinu. Nýjar upplýsingar um manninn litu þó dagsins ljós árið 2017 og síðan þá hefur slóð hans verið rakin í Portúgal og Þýskalandi. Rannsóknin á hvarfi McCann er ein sú umfangsmesta sinnar tegundar í Evrópu og teygir anga sína víða, líkt og rakið er hér að framan. Foreldrar stúlkunnar, Kate og Gerry, voru á tímabili grunuð um aðild að hvarfi hennar. Sá hluti rannsóknarinnar sem nú stendur yfir hófst árið 2011 og hefur kostað um 11 milljónir punda, eða rétt tæpa tvo milljarða íslenskra króna.
Madeleine McCann Bretland Þýskaland Portúgal Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent