Heggur sú er hlífa skyldi Vilhjálmur Árnason skrifar 2. júní 2020 16:00 Sú var tíðin að afkoma þjóðarinnar réðst af því hvernig áraði í sjávarútvegi og landbúnaði. Ferðaþjónusta var þá atvinnuvegur sem ýmsir nefndu sem „eitthvað annað“ en hafði litla vigt í stóra samhenginu. Eftir Eyjafjallajökulsgosið 2010 varð ferðamannasprenging á Íslandi sem dreifðist yfir allt árið, m.a. vegna þess að stjórnvöld tóku þátt í að skapa góð rekstrarskilyrði og ferðaþjónustan varð einn helsti atvinnuvegur landsins. Björgunarbáturinn sem beðið hafði verið eftir frá bankahruni 2008. Ferðaþjónustan er öflugur atvinnuvegur þar sem þrífast fjölmörg fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum og þúsundir landsmanna eiga afkomu sína undir. Við eigum ferðaþjónustunni margt að þakka og verðum eftir bestu getu að styðja hana í gegnum erfiða tíma. Þess vegna sló það mig að lesa eftirfarandi á fasbókarsíðu Oddnýjar Harðardóttir þingmanns Samfylkingar: „Ég hef frá því að vöxtur ferðaþjónustunnar hófst, gagnrýnt að ferðaþjónustunni hafi verið færðir sérstakir skattastyrkir sem hvati til vaxtar. Úr varð ósjálfbær vöxtur. Ég veit að núna er ekki rétti tíminn í hræðilegu atvinnuleysi og gjaldþrotum ferðaþjónustufyrirtækja, að segja ,,sagði ég ekki". En það er samt næstum komið fram á varirnar.“ Þarna talar þingmaður Suðurkjördæmis – þar sem ferðaþjónustan hefur blómgast hvað best undanfarin ár og þar sem fólk býr nú við 30% atvinnuleysi vegna hruns í ferðaþjónustu. Hvernig getur Oddný Harðardóttir látið annað eins frá sér? Það hlakkar í þingmanni Samfylkingarinnar yfir óförum ferðaþjónustunnar sem hefur ekkert með meinta ósjálfbærni greinarinnar að gera heldur heimsfaraldur sem hefur lamað ferðaþjónustu á heimsvísu. Þetta veit hvert mannsbarn - nema téður þingmaður. Það er ekkert nýtt að þingmenn Samfylkingar sjái ofsjónum yfir stuðningi við atvinnulífið og vilji skattleggja upp í topp hvern þann sem hagnast af starfsemi sinni. En að leggjast svo lágt að sparka í ferðaþjónustuna meðan hún steinliggur til þess eins að upphefja eigið pólitíska egó hlýtur að vera einhvers konar met í þeim efnum. Við sjáum að heimsfjölmiðlar fjalla lofsamlega um árangur Íslands í baráttunni við Covid19. Það verður forsenda nýrrar viðspyrnu ferðaþjónustunnar. Ríkisstjórnin mun áfram styðja ferðaþjónustuna með öflugu markaðsátaki þegar millilandasamgöngur komast í eðlilegra horf. Þegar hagur vænkast á ný skulum við einmitt spyrja að leikslokum; „sagði ég ekki?“ Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sú var tíðin að afkoma þjóðarinnar réðst af því hvernig áraði í sjávarútvegi og landbúnaði. Ferðaþjónusta var þá atvinnuvegur sem ýmsir nefndu sem „eitthvað annað“ en hafði litla vigt í stóra samhenginu. Eftir Eyjafjallajökulsgosið 2010 varð ferðamannasprenging á Íslandi sem dreifðist yfir allt árið, m.a. vegna þess að stjórnvöld tóku þátt í að skapa góð rekstrarskilyrði og ferðaþjónustan varð einn helsti atvinnuvegur landsins. Björgunarbáturinn sem beðið hafði verið eftir frá bankahruni 2008. Ferðaþjónustan er öflugur atvinnuvegur þar sem þrífast fjölmörg fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum og þúsundir landsmanna eiga afkomu sína undir. Við eigum ferðaþjónustunni margt að þakka og verðum eftir bestu getu að styðja hana í gegnum erfiða tíma. Þess vegna sló það mig að lesa eftirfarandi á fasbókarsíðu Oddnýjar Harðardóttir þingmanns Samfylkingar: „Ég hef frá því að vöxtur ferðaþjónustunnar hófst, gagnrýnt að ferðaþjónustunni hafi verið færðir sérstakir skattastyrkir sem hvati til vaxtar. Úr varð ósjálfbær vöxtur. Ég veit að núna er ekki rétti tíminn í hræðilegu atvinnuleysi og gjaldþrotum ferðaþjónustufyrirtækja, að segja ,,sagði ég ekki". En það er samt næstum komið fram á varirnar.“ Þarna talar þingmaður Suðurkjördæmis – þar sem ferðaþjónustan hefur blómgast hvað best undanfarin ár og þar sem fólk býr nú við 30% atvinnuleysi vegna hruns í ferðaþjónustu. Hvernig getur Oddný Harðardóttir látið annað eins frá sér? Það hlakkar í þingmanni Samfylkingarinnar yfir óförum ferðaþjónustunnar sem hefur ekkert með meinta ósjálfbærni greinarinnar að gera heldur heimsfaraldur sem hefur lamað ferðaþjónustu á heimsvísu. Þetta veit hvert mannsbarn - nema téður þingmaður. Það er ekkert nýtt að þingmenn Samfylkingar sjái ofsjónum yfir stuðningi við atvinnulífið og vilji skattleggja upp í topp hvern þann sem hagnast af starfsemi sinni. En að leggjast svo lágt að sparka í ferðaþjónustuna meðan hún steinliggur til þess eins að upphefja eigið pólitíska egó hlýtur að vera einhvers konar met í þeim efnum. Við sjáum að heimsfjölmiðlar fjalla lofsamlega um árangur Íslands í baráttunni við Covid19. Það verður forsenda nýrrar viðspyrnu ferðaþjónustunnar. Ríkisstjórnin mun áfram styðja ferðaþjónustuna með öflugu markaðsátaki þegar millilandasamgöngur komast í eðlilegra horf. Þegar hagur vænkast á ný skulum við einmitt spyrja að leikslokum; „sagði ég ekki?“ Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar