Innlent

Sex fermdust í Guðríðarkirkju í dag

Andri Eysteinsson skrifar
Fermingin er stór stund í lífi margra.
Fermingin er stór stund í lífi margra. Stöð 2/ Egill

Flestum fermingum þessa árs hefur verið frestað til haustsins vegna kórónuveirunnar en eftir að samkomubanni var aflétt hafa nokkur börn haldið upphaflegum áætlunum. Sex börn voru fermd í Guðríðarkirkju í Grafarholti í dag.

Iðulega hefst fermingartímabil kirkjunnar í lok mars og hafa þúsundir unglinga beðið þess að ganga til altaris. Samskiptastjóri Biskupsstofu sagði í samtali við fréttastofu í dag að flestar fermingar munu fara fram í haust en nokkrar eru þó áætlaðar á þessu vori.

Kirkjan fylgi öllum fyrirmælum almannavarna og sóttvarnalæknis um smitvarnir í helgihaldi sínu. Sr. Leifur Ragnar Jónsson og Sr. Pétur Ragnhildarson stýrðu athöfninni í dag en sóknarprestur Guðríðarkirkju er alþingismaðurinn fyrrverandi Sr. Karl V. Matthíasson.

Hrönn Helgadóttir organisti lék á orgel og kór Guðríðarkirkju söng við athöfnina.

Sex ungmenni fermdust í Guðríðarkirkju í Grafarholti í dag.Vísir/Egill A



Fleiri fréttir

Sjá meira


×