Rifjar upp björgunaraðgerðirnar á Haítí: „Maður grét þegar maður kom út“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. maí 2020 14:31 Gísli Rafn var meðal þeirra sem fóru til Haítí sem hluti af íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni. EPA/ORLANDO BARRIA „Ég held að öll okkar sem fóru til Haítí og vorum sem hluti af íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni við munum öll sitja með það sem við sáum fyrsta sólarhringinn. Þar voru tugir þúsunda á götunum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, verkefnisstjóri One Acre Fund, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gísli hefur lengi starfað við hjálparstörf og hefur meðal annars komið að verkefnum í kjölfar jarðskjálftans á Haítí, jarðskjálftahrinu sem reið yfir Nepal og til Líberíu þegar ebólafaraldurinn breiddist þar út. Hann segir margt í þeim verkefnum sem hann fer í vera þess eðlis að þeir sitji í manni í langan tíma vegna þess hve erfiðir þeir eru. „Sem betur fer hefur það uppeldi sem ég fékk í björgunarsveitunum og sá fókus sem þar var á áfallahjálp og að tala um hlutina, það hefur nýst mér mjög mikið í gegn um allt mitt hjálparstarf að takast á við þessa erfiðu hluti.“ Hann sagði það erfiðasta við verkefnin oft vera erfiðar aðstæður sem börn eru í. Það taki mest á. „Ég get hins vegar sagt það að það sem alltaf snertir mig mest í öllu því starfi sem ég geri hefur verið það þegar maður sér eitthvað sem hefur áhrif á börnin. Ég fór til Haítí nokkrum mánuðum eftir að jarðskjálftinn varð og fór meðal annars þar á barnagjörgæslu sem var í rauninni tjaldbúðir sem höfðu verið settar upp og það var mjög erfitt að labba þar í gegn. Maður grét þegar maður kom út.“ „Svipað í ebólafaraldrinum, að sjá börn sem að voru veik, það var mjög erfitt að upplifa. En að sama skapi, ófá börnin hafa brosað til manns, sem hafa þakkað manni fyrir, hafa verið vítamínsprauta sem maður fær í hjartað til að vega upp á móti þessum erfiðu hlutum sem maður upplifir.“ Hann segir mikilvægt að muna að maður geti bara hjálpað einum í einu. Maður geti ekki bjargað öllum og að fókusinn verði að vera settur á það sem hægt sé að gera. „Ef maður fyllist vonleysinu, leyfir myrkrinu að taka yfir, þá hjálpar maður engum. Ekki einu sinni sjálfum sér. Ef þú einblínir á þetta sem þú getur gert og þú ferð af fullum hug í það þá veistu allavega að þú hefur bætt líf einhvers.“ Sprengisandur Hjálparstarf Haítí Tengdar fréttir Haítí: Áratugur í skugga skjálftans Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur sett sér það markmið að safna tæplega 19 milljónum bandarískra dala, tæplega 2,4 milljörðum íslenskra króna, fyrir starfsemi sína á Haítí í þágu barna og fjölskyldna á árinu 2020. 9. janúar 2020 11:30 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
„Ég held að öll okkar sem fóru til Haítí og vorum sem hluti af íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni við munum öll sitja með það sem við sáum fyrsta sólarhringinn. Þar voru tugir þúsunda á götunum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, verkefnisstjóri One Acre Fund, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gísli hefur lengi starfað við hjálparstörf og hefur meðal annars komið að verkefnum í kjölfar jarðskjálftans á Haítí, jarðskjálftahrinu sem reið yfir Nepal og til Líberíu þegar ebólafaraldurinn breiddist þar út. Hann segir margt í þeim verkefnum sem hann fer í vera þess eðlis að þeir sitji í manni í langan tíma vegna þess hve erfiðir þeir eru. „Sem betur fer hefur það uppeldi sem ég fékk í björgunarsveitunum og sá fókus sem þar var á áfallahjálp og að tala um hlutina, það hefur nýst mér mjög mikið í gegn um allt mitt hjálparstarf að takast á við þessa erfiðu hluti.“ Hann sagði það erfiðasta við verkefnin oft vera erfiðar aðstæður sem börn eru í. Það taki mest á. „Ég get hins vegar sagt það að það sem alltaf snertir mig mest í öllu því starfi sem ég geri hefur verið það þegar maður sér eitthvað sem hefur áhrif á börnin. Ég fór til Haítí nokkrum mánuðum eftir að jarðskjálftinn varð og fór meðal annars þar á barnagjörgæslu sem var í rauninni tjaldbúðir sem höfðu verið settar upp og það var mjög erfitt að labba þar í gegn. Maður grét þegar maður kom út.“ „Svipað í ebólafaraldrinum, að sjá börn sem að voru veik, það var mjög erfitt að upplifa. En að sama skapi, ófá börnin hafa brosað til manns, sem hafa þakkað manni fyrir, hafa verið vítamínsprauta sem maður fær í hjartað til að vega upp á móti þessum erfiðu hlutum sem maður upplifir.“ Hann segir mikilvægt að muna að maður geti bara hjálpað einum í einu. Maður geti ekki bjargað öllum og að fókusinn verði að vera settur á það sem hægt sé að gera. „Ef maður fyllist vonleysinu, leyfir myrkrinu að taka yfir, þá hjálpar maður engum. Ekki einu sinni sjálfum sér. Ef þú einblínir á þetta sem þú getur gert og þú ferð af fullum hug í það þá veistu allavega að þú hefur bætt líf einhvers.“
Sprengisandur Hjálparstarf Haítí Tengdar fréttir Haítí: Áratugur í skugga skjálftans Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur sett sér það markmið að safna tæplega 19 milljónum bandarískra dala, tæplega 2,4 milljörðum íslenskra króna, fyrir starfsemi sína á Haítí í þágu barna og fjölskyldna á árinu 2020. 9. janúar 2020 11:30 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Haítí: Áratugur í skugga skjálftans Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur sett sér það markmið að safna tæplega 19 milljónum bandarískra dala, tæplega 2,4 milljörðum íslenskra króna, fyrir starfsemi sína á Haítí í þágu barna og fjölskyldna á árinu 2020. 9. janúar 2020 11:30