Ekkert komið fram sem lætur forsætisráðherra efast um að hægt verði að opna landamærin Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. maí 2020 22:56 Óvíst er hvenær niðurstaða liggur fyrir um hvernig og hvort staðið verði að skimun vegna kórónuveirunnar á Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra segir unnið að því að útfæra stefnu um skimun á landamærum en sóttvarnalæknir á enn eftir að skila minnisblaði vegna skimunar til ráðherra. Verkefnisstjórn um skimun á landamærum komst að þeirri niðurstöðu í byrjun vikunnar að gerlegt er að hefja skimun á Keflavíkurflugvelli 15. júní ef uppfylltar eru ákveðnar forsendur. Ekki hefur enn þá verið tekin ákvörðun um það hvort að af skimuninni verði eða hvernig henni verður háttað. Það er nú í höndum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að taka ákvörðun um næstu skref en sóttvarnarlæknir á enn eftir að skila minnisblaði sínu til ráðherra um hvernig hann telji farsælast að gera hlutina. „Það er auðvitað svo að enn þá liggur ekki fyrir hagræn greining. Hún mun ekki liggja fyrir fyrr en um mánaðamót. Þannig að það er mikilvægt gagn inn í þessa umræðu alla. En við hins vegar vinnum bara áfram ótrauð að því að útfæra þessa stefnu um skimanir á landamærum,“ segir Katrín. Hún segir að niðurstaða í málinu komi til með að liggja fyrir á næstunni. „Ég ætla ekkert að lofa neinum tímasetningum um það. Við erum bara að vanda okkur og fara í raun og veru yfir hvert skref. Því augljóslega þurfum við að sjá til enda. Það er að segja þetta snýst ekki bara um skimanir á landamærum heldur hvernig við eigum við það síðan ef fólk greinist jákvætt og svo framvegis. Þannig að það þarf auðvitað sjá þann enda fyrir áður en lagt er af stað.“ Hún á von á að Íslensk erfðagreining komi að skimuninni. „Ég vænti þess að við munum óska eftir samráði og samtali við þau núna í aðdragandanum og við upphaf þessa verkefnis.“ Katrín segist sannfærð um að gerlegt sé að opna landamæri Íslands 15. júní. „Það hefur allavega ekkert fram sem svona lætur mig efast um það.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Óvíst er hvenær niðurstaða liggur fyrir um hvernig og hvort staðið verði að skimun vegna kórónuveirunnar á Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra segir unnið að því að útfæra stefnu um skimun á landamærum en sóttvarnalæknir á enn eftir að skila minnisblaði vegna skimunar til ráðherra. Verkefnisstjórn um skimun á landamærum komst að þeirri niðurstöðu í byrjun vikunnar að gerlegt er að hefja skimun á Keflavíkurflugvelli 15. júní ef uppfylltar eru ákveðnar forsendur. Ekki hefur enn þá verið tekin ákvörðun um það hvort að af skimuninni verði eða hvernig henni verður háttað. Það er nú í höndum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að taka ákvörðun um næstu skref en sóttvarnarlæknir á enn eftir að skila minnisblaði sínu til ráðherra um hvernig hann telji farsælast að gera hlutina. „Það er auðvitað svo að enn þá liggur ekki fyrir hagræn greining. Hún mun ekki liggja fyrir fyrr en um mánaðamót. Þannig að það er mikilvægt gagn inn í þessa umræðu alla. En við hins vegar vinnum bara áfram ótrauð að því að útfæra þessa stefnu um skimanir á landamærum,“ segir Katrín. Hún segir að niðurstaða í málinu komi til með að liggja fyrir á næstunni. „Ég ætla ekkert að lofa neinum tímasetningum um það. Við erum bara að vanda okkur og fara í raun og veru yfir hvert skref. Því augljóslega þurfum við að sjá til enda. Það er að segja þetta snýst ekki bara um skimanir á landamærum heldur hvernig við eigum við það síðan ef fólk greinist jákvætt og svo framvegis. Þannig að það þarf auðvitað sjá þann enda fyrir áður en lagt er af stað.“ Hún á von á að Íslensk erfðagreining komi að skimuninni. „Ég vænti þess að við munum óska eftir samráði og samtali við þau núna í aðdragandanum og við upphaf þessa verkefnis.“ Katrín segist sannfærð um að gerlegt sé að opna landamæri Íslands 15. júní. „Það hefur allavega ekkert fram sem svona lætur mig efast um það.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira