Pantaði flug til Íslands hálftíma eftir að kallið kom frá Icelandair Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. maí 2020 16:43 John Lloyd segist vera mikill Íslandsvinur. Hér er hann við einn af uppáhaldsstöðunum sínum á Ísland, skammt frá Þjóðvegi 1 við Hveragerði. John lloyd John Lloyd beið ekki boðanna þegar honum barst tölvupóstur frá Icelandair í gær. Aðeins hálftíma eftir að flugfélagið tilkynnti honum að Ísland tæki aftur við ferðamönnum frá og með 15. júní næstkomandi var Lloyd búinn að panta sér miða til landsins, til að njóta einnar uppáhalds tónlistarhátíðarinnar sinnar. Lloyd þess er breskur og mikill Íslandsvinur að eigin sögn. Frá því að hann kom fyrst hingað til lands árið 2012, eftir að hafa fallið fyrir heimildarmynd Sigur Rósar „Heima,“ hefur hann sótt landið reglulega heim. Til að mynda bjó hann á Íslandi um fjögurra mánaða skeið árið 2018. „Ég er með heila bloggsíðu sem er tileinkuð ást minni á Íslandi,“ segir Lloyd í samskiptum við fréttastofu en síðuna hans má nálgast hér. „Ég hef líka farið nokkrum sinnum á Airwaves [tónlistarhátíðina], sem er algjörlega frábær, næstum jafn góð og Glastonbury!“ Ást hans á Íslandi fékk hann t.a.m. til að stofna ráðgjafafyrirtæki í upphafi árs, sem veitir ferðaþjónustu- og menningarfyrirtækjum málfarslega ráðgjöf. „Ég tók eftir því að sum þurftu að bæta enskar útgáfur vefsíðna sinna og prentaðs efnis,“ segir Lloyd og bætir við að starfsemin hafi í fyrstu verið í miklum blóma. Erfitt að horfa upp á íslenska vini kljást við veiruna Hins vegar hafi allt færst til verri vegar þegar kórónuveiran lét á sér kræla, með meðfylgjandi áhrifum á ferðaþjónustufyrirtæki sem voru meðal stærstu viðskiptavina hans. „Það hefur verið erfitt að fylgjast með áhrifum COVID á ferðaþjónustuna, því margir vinir mínir og viðskiptavinir hafa orðið fyrir barðinu á lokunum landamæra,“ segir Lloyd. Það var því að hluta samfélagsleg ábyrgð sem réði því að Lloyd lét slag standa þegar hann fékk tölvupóst frá Icelandair síðdegis í gær. „Ísland opnar á ný“ stóð stórum stöfum efst í póstinum og hann þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um. Pósturinn kom í pósthólfið hans klukkan 16:28 - klukkan 16:54 var hann búinn að panta sér flug til landsins. Ætlunin er að koma í haust, til að fylgjast með fyrrnefndri Iceland Airwaves-hátíð, sem Llyod segist hafa fulla trú á að fari fram. Um leið óttast hann ekki að opnun landsins fari svo úr böndunum að ákveðið verði að loka landamærunum aftur. „Airwaves er svo góð blanda af frábæru íslensku tónlistarsenunni, menningunni og samfélaginu sem ég elska svo mikið. Svo að það að skuldbinda sig til að koma aftur, eins fljótt og auðið er, eru jákvæð tíðindi eftir allt sem á undan er gengið,“ segir Lloyd. Hann hafi keypt miða á hátíðina um leið og mögulegt var og nú sé hann búinn að kaupa flugmiða á hátíðina. „Eins og ég segi; þá hef ég trú á þessu,“ segir Lloyd. Airwaves Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Icelandair Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
John Lloyd beið ekki boðanna þegar honum barst tölvupóstur frá Icelandair í gær. Aðeins hálftíma eftir að flugfélagið tilkynnti honum að Ísland tæki aftur við ferðamönnum frá og með 15. júní næstkomandi var Lloyd búinn að panta sér miða til landsins, til að njóta einnar uppáhalds tónlistarhátíðarinnar sinnar. Lloyd þess er breskur og mikill Íslandsvinur að eigin sögn. Frá því að hann kom fyrst hingað til lands árið 2012, eftir að hafa fallið fyrir heimildarmynd Sigur Rósar „Heima,“ hefur hann sótt landið reglulega heim. Til að mynda bjó hann á Íslandi um fjögurra mánaða skeið árið 2018. „Ég er með heila bloggsíðu sem er tileinkuð ást minni á Íslandi,“ segir Lloyd í samskiptum við fréttastofu en síðuna hans má nálgast hér. „Ég hef líka farið nokkrum sinnum á Airwaves [tónlistarhátíðina], sem er algjörlega frábær, næstum jafn góð og Glastonbury!“ Ást hans á Íslandi fékk hann t.a.m. til að stofna ráðgjafafyrirtæki í upphafi árs, sem veitir ferðaþjónustu- og menningarfyrirtækjum málfarslega ráðgjöf. „Ég tók eftir því að sum þurftu að bæta enskar útgáfur vefsíðna sinna og prentaðs efnis,“ segir Lloyd og bætir við að starfsemin hafi í fyrstu verið í miklum blóma. Erfitt að horfa upp á íslenska vini kljást við veiruna Hins vegar hafi allt færst til verri vegar þegar kórónuveiran lét á sér kræla, með meðfylgjandi áhrifum á ferðaþjónustufyrirtæki sem voru meðal stærstu viðskiptavina hans. „Það hefur verið erfitt að fylgjast með áhrifum COVID á ferðaþjónustuna, því margir vinir mínir og viðskiptavinir hafa orðið fyrir barðinu á lokunum landamæra,“ segir Lloyd. Það var því að hluta samfélagsleg ábyrgð sem réði því að Lloyd lét slag standa þegar hann fékk tölvupóst frá Icelandair síðdegis í gær. „Ísland opnar á ný“ stóð stórum stöfum efst í póstinum og hann þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um. Pósturinn kom í pósthólfið hans klukkan 16:28 - klukkan 16:54 var hann búinn að panta sér flug til landsins. Ætlunin er að koma í haust, til að fylgjast með fyrrnefndri Iceland Airwaves-hátíð, sem Llyod segist hafa fulla trú á að fari fram. Um leið óttast hann ekki að opnun landsins fari svo úr böndunum að ákveðið verði að loka landamærunum aftur. „Airwaves er svo góð blanda af frábæru íslensku tónlistarsenunni, menningunni og samfélaginu sem ég elska svo mikið. Svo að það að skuldbinda sig til að koma aftur, eins fljótt og auðið er, eru jákvæð tíðindi eftir allt sem á undan er gengið,“ segir Lloyd. Hann hafi keypt miða á hátíðina um leið og mögulegt var og nú sé hann búinn að kaupa flugmiða á hátíðina. „Eins og ég segi; þá hef ég trú á þessu,“ segir Lloyd.
Airwaves Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Icelandair Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira